Síða 1 af 1

Ný tölva *EDIT*

Sent: Þri 14. Des 2010 18:56
af halldorjonz
Sælir

Ég er að hugsa að setja saman nýja vél, þetta er hugmyndin..
Endilega segjið mér hvað ykkur finnst og passar þetta allt saman?

Turn: Cooler Master 690 II Advanced turnkassi án aflgjafa - 19k
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1837

Aflgjafi: Corsair HX850W 28k
http://buy.is/product.php?id_product=1068

Móðurborð: Asus SABERTOOTH X586 - 40k
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1887

Örgjörvi: Intel Core i7-950 Bloomfield 3.06GHz 295$ ~ 34,5k (Vinur kaupir kannski úti)
http://www.amazon.com/Intel-3-06GHz-LGA ... 376&sr=1-1

Skjákort: Asus nVidia GeForce GTX470 1280MB - 40k
http://buy.is/product.php?id_product=9201025

Skrifari: Lite-On Super AllWrite - 5k
http://buy.is/product.php?id_product=1036



Harðurdiskur: OCZ 60 GB Vertex 2 - 130$ ~ 15k (Vinur kaupir kannski úti)
http://www.amazon.com/OCZ-Technology-Ve ... 047&sr=1-1

Samtals: ~196K -
Er mjög sáttur þar sem ég ætlaði að kaupa svipaða tölvu í upphafi með i5 systemi á ca þessu verði í upphafi.

Ég spila af og til leiki, væri til í að prufa eitthvað af þessum nýju og flottu en nenni því ekki á tölvuni sem ég er með núna.
En annars er þessi tölva aðalega notuð í að skoða netið, póker og bíómyndagláp...

*Edit* Já breytti tölvunni í ofur-tölvu, svo ég þarf ekki að uppfæra næstu 3-4+ árin eða svo
ég get þá addað öðru skjákorti við, eða fengið mér 6GB meira í minni :megasmile

Re: Ný vél - CompUSA

Sent: Þri 14. Des 2010 21:30
af HelgzeN
mæli með 750w HX frá corsair var einmitt að pæla í að fá mér vörur frá compUSA þar sem bróðir minn býr þarna ;)

Re: Ný vél - CompUSA

Sent: Mið 15. Des 2010 01:20
af Zpand3x
Munurinn á HX750 og TX750 er sá að HX er modular.. þ.e. hann kemur með snúrum sem hægt er að plug-a í aflgjafann. þ.e. ef þú ert ekki að nota nema 2x 6+2 PCI-E power tengi þá er óþarfi að vera með annað par hangandi laust í kassanum þínum.. þetta er bara uppá cable management.

Svo eru þetta báðir single rail aflgjafar, hx750 er með 12V : 62 amper en TX750 er með 12V: 60 amper. (12V rail er fyrir skjákortin og harðadiska og fl). TX-inn setur þennan mun á afli í móðurborð tengin.

Hinsvegar þar sem þú ert að fá þér svona flottan kassa þá þartu ekkert að hafa áhyggjur af þessum auka snúrum á TX línunni.. Ef þú skoðar kassann þá er stórt gat á móðurborðsbakkanum hliðiná bottom mountinu fyrir aflgjafann.. Þar geturðu falið allar snúrurnar sem þú ert ekki að nota og handið kassanum snyrtilegum.

Þessvegna mæli ég með að í staðinn fyrir að spá í HX750 sem kostar 150$, veldu frekar á milli TX750 = 120$ eða TX850 = 150 $

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 02:09
af halldorjonz
Ok takk

en BUMP, svvona þokkalega breytt :D

Edit: Var að skoða á svona eitthverju forumi, og þar stóð að i5 örrinn minn væri svona þú veist fínn núna, en i7 örrinn væri alveg góður þá næstu 3-4 árin
og það er eitthvað sem ég er að leita eftir, þannig það er kannski spurning um að bæta svona 15kalli til að kaupa x58 móbo 10kalli meira til að kaupa i7 örgjörva?
En gæti ég bara uppfært það tvennt en haft tölvuna samt alveg svona eins og hún er?(fyrir utan náttla mób og örr) :-k

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 02:30
af MatroX
halldorjonz skrifaði:Ok takk

en BUMP, svvona þokkalega breytt :D

Edit: Var að skoða á svona eitthverju forumi, og þar stóð að i5 örgjörvinn minn væri svona þú veist fínn núna, en i7 örgjörvinn væri alveg góður þá næstu 3-4 árin
og það er eitthvað sem ég er að leita eftir, þannig það er kannski spurning um að bæta svona 15kalli til að kaupa x58 móbo 10kalli meira til að kaupa i7 örgjörva?
En gæti ég bara uppfært það tvennt en haft tölvuna samt alveg svona eins og hún er?(fyrir utan náttla mób og örr) :-k


ég myndi líka taka triple channel minni.

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 02:40
af halldorjonz
Hvað er það eiginlega, afhverju er það betra en þetta minni ? :-k

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 02:58
af MatroX
halldorjonz skrifaði:Hvað er það eiginlega, afhverju er það betra en þetta minni ? :-k


x58 er triple channel borð. semsagt 6 minnis raufar og þar að leiðandi triple channel. s1366 er eina socketið sem styður triple channel minni í dag.

færð mjög góð 3x2gb Muskin 1600mhz minni hjá tölvutækni á ekki svo mikinn pening

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 04:54
af Optimus
Skv. því sem ég hef lesið á maður ekki að vera að fá sér SATAIII SSD nema maður sé kominn upp í 256 GB, því annars sé SATAII ekki bara ódýrara, heldur líka ef eitthvað er betra. Ég myndi fá mér OCZ Vertex 2 drif, eða allavega eitthvað sem er með SandForce driver. Sjálfur ætla ég mjög bráðlega að kaupa mér OCZ Vertex 2 120GB SATAII drif.

Þessi linkur er mjög góður til fróðleiks um þessi SATAIII drif og SATAII til samanburðar.
http://www.anandtech.com/show/3812/the- ... alssd-c300

Es. Svo hefur maður líka séð það nefnt að 64GB drifin séu ekki alveg að standa sig jafn vel og 128GB, en ef þú tímir ekki $100 í viðbót til að fá þér slíkt, þá held ég að það skipti svosem ekki öllu máli.

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 05:12
af halldorjonz
Já vinur minn var að segja mér frá þessum Vertex frá OCZ, sé með eitthverju Sand eitthvað sem hjálpar af því leiti að það eyðist alltaf allt strax útaf honum
sem þú hendir eða eitthvað og þar að leiðandi verður hann alltaf steady í hraðari vinnslu en hinir séu það hinsvegar ekki og verði verri með tímanum (s.s. ekki jafn hraðvirkir)

Ég leit hinsvegar á það sem eitthverja vitleysu því ég sá bara gott um C300 og síðan er þetta með eitthverri Sata 3 tækni sem á að vera helmingi hraðari

Ughhhh núna þaarf maður að fara vesenast og skoða aftur!! :-k #-o

Eða nei, hann var að segja mér frá OCZ Agility ... hvort er betra það eða OCZ Vertex? spurning um að fá sér 120gb
http://www.amazon.com/OCZ-Technology-Ve ... 773&sr=8-1
http://www.amazon.com/OCZ-Technology-Ag ... 826&sr=8-1

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 05:33
af Optimus
http://www.overclockers.com/forums/show ... p?t=650383
http://www.ocztechnologyforum.com/forum ... r-Vertex-2

Miðað við þetta og annað sem ég hef séð er munurinn á Agility og Vertex nánast enginn, allavega ekki fyrir týpíska heimanotkun. Þannig að þú ættir að fá þér það sem er ódýrara.

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 18:13
af halldorjonz
Ókei, hef þá bara ákveðið að fá mér Agility 2 þar sem hann er ódýrari... Þá er þetta svona að verða semi komið, Veit samt ekki enþá hvort móðurborðið ég á að fá mér :-k

Re: Ný tölva *EDIT*

Sent: Fim 16. Des 2010 20:24
af Optimus
Ég persónulega myndi fá mér ASUS borðið af þessum tveimur. Mér finnst ég alltaf vera að lesa um einhverja óstöðugleika í Gigabyte móðurborðunum og ASUS hefur mjög gott orð á sér fyrir solid móðurborð. Hins vegar var ég að skoða LGA-1156 móðurborð fyrir sjálfan mig fyrir stuttu síðan, áður en ég ákvað að fara í 1366, og ég var kominn niður á þetta hér: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1191

Þetta borð er að vísu aðeins dýrara, en þarna ertu með töluvert meiri upgrade-möguleika heldur en á ASUS borðinu sem þú varst að skoða. ASRock borðið er með möguleika á SLI (tvö nvidia skjákort tengd saman), fleiri USB 3.0 tengi og fleiri SATA III tengi. Þar fyrir utan eru þau svipuð.