Síða 1 af 1

X58 mobo fyrir i7 950 oc. og GTX570 SLI

Sent: Mán 13. Des 2010 05:19
af Optimus
Sælir vaktarar,
Ég gerði þráð í uppfærsludálkinum fyrir helgi með lista yfir íhluti sem ég var að hugsa um að fá mér, en síðan þá hef ég ákveðið að eyða svolítið meiri peningum í tölvuna og hef ákveðið alla íhluti aðra en móðurborðið, sem hefur reynst mér mikill hausverkur.
Listi yfir íhluti er svona:

Intel Core i7 950 3.06 Ghz Quad Core
EVGA Geforce GTX 570 Superclocked SLI
OCZ Vertex 2 120 GB SSD
WD Caviar Black 1.0 TB SATA3 HDD
Mushkin Enhanced Blackline Frostbyte 6GB (3x2GB)
Cooler Master HAF X
Corsair HX850W PSU
Asus Xonar D1 7.1 PCI low profile gaming
Scythe Ninja eða Noctua NH-D14

Tölvan er mest ætluð í leiki, en ég ætla mér líka að overclocka örgjörvann og vil helst móðurborð sem er gott í það ásamt því að styðja amk 2-way SLI vel.
Ég er búinn að finna tvö borð sem uppfylla skilyrðin og munu bæði kosta mig mjög svipað (panta þau frá danmörku til danmerkur, frænka mín sem kemur til landsins um jólin tekur þetta með sér), þ.e. um 30k.

ASrock X58 Extreme6
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6813157213
Þetta er mjög nýtt borð. Það er með front-panel USB 3.0 (samtals 6 USB 3.0 tengi) og einungis SATAIII slots. Það styður allt að 3-way SLI í x16/x8/x8 eða 2-way í x16/x16/x1. Hér er umfjöllun um borðið á Tom's Hardware: http://www.tomshardware.co.uk/front-pan ... 32013.html

ASUS P6X58D-E
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6813131641
Þetta borð er sagt vera mjög solid og það hefur einhvern slatta af features til þess að auðvelda yfirklukkanir. Það styður allt að 3-way SLI í x16/x8/x8 eða 2-way í x16/x16/x1. Hér er umfjöllun um borðið á XBitLabs: http://www.xbitlabs.com/articles/mainbo ... 58d-e.html


Eins og staðan er núna hallast ég aðeins frekar að því að fá mér ASUS borðið, því ég veit að það er solid framleiðsla og ég verð ekki svikinn af því. Hins vegar hljómar það mjög vel að vera með borð sem styður 6 SATAIII drif og er með helling af USB 3.0 portum, upp á framtíðaruppfærslur að gera. Ef einhver hefur álit á þessu má sá hinn sami endilega svara sem fyrst, því ég þarf eiginlega að panta móðurborð annað kvöld.


Ein aukaspurning samt, mun ég þurfa stærra PSU með þetta setup? Miðað við það sem ég hef lesið á þessi aflgjafi að höndla GTX570 SLI ásamt yfirklukkuðum quad-core, en ef einhver veit betur má sá hinn sami endilega láta mig vita af því. Á þessari spurningu hvíla ekki þessi tímamörk sem eru á hinni, því aflgjafann kaupi ég á íslandi.


-Optimus

Re: X58 mobo fyrir i7 950 oc. og GTX570 SLI

Sent: Mán 13. Des 2010 06:24
af Glazier
Las ekki hvern einasta staf í þessum texta þarna en renndi yfir þetta og sá engann SSD.. þegar menn eru að fá sér svona góðar vélar þá er allgjör möst að vera með SSD í vélinni ;)

Re: X58 mobo fyrir i7 950 oc. og GTX570 SLI

Sent: Mán 13. Des 2010 06:28
af Optimus
OCZ Vertex 2 120 GB


Vissulega stendur ekki SSD, en ég hélt nú samt að menn myndu átta sig á því. Fixed.

Re: X58 mobo fyrir i7 950 oc. og GTX570 SLI

Sent: Mán 13. Des 2010 06:43
af Glazier
Optimus skrifaði:
OCZ Vertex 2 120 GB


Vissulega stendur ekki SSD, en ég hélt nú samt að menn myndu átta sig á því. Fixed.

Ehm, my bad.. kannski maður ætti að fara að drulla sér í rúmið bráðum ](*,)


(Ætla að kenna þreytunni um þetta)