Áður en ég svara vilja ég skamma ykkur sem hafið verið að svara svona út í loftið, að lesa ekki spurningarnar sem eru bornar fram og ekki einu sinni líta á undirskriftina hjá manninum og sjá þar að það er líklega vélin sem hann er að tala um. Síðan þurfið þið að læra ýmislegt um AMD því þetta er bara ekki rétt hjá ykkur með AM2/AM2+/AM3 málið.
Jæja.Ég geri ráð fyrir því að þú sért með vélina í undirskriftinni (GA-MA69GM-S2H - AMD Athlon 64 X2 Dual Core 5200+ @ 2,7 GHz - Force3D Radeon HD4850 512MB - OCZ 2GB 800MHz). Það er alveg rétt hjá hlgz að örgjörvinn sem þú ert með ætti að ráða við Black Ops og ég sé ekki að hann sé vandamál hvað varðar þennan leik. Frekar held ég að þú þurfir meira minni og svo getur líka verið að þú sért bara að lenda í sömu vandræðum og margir aðrir með Black Ops, þeir eru með fínar tölvur en leikurinn einfaldlega höktir útaf einhverju hugbúnaðarrugli.
Áður en þú ferð að kaupa þér nýjan örgjörva mæli ég eindregið með því að kaupa þér eins og 2GB í minni í viðbót. Getur líka prófað að nota forrit eins og Gamebooster fyrst til að losa minni í tölvunni. Örgjörvinn í vélinni ætti síðan alveg að duga þér þangað til næsta kynslóð af örgjörvum og móðurborðum kemur og á meðan þú átt móðurborð sem getur stutt nýjustu AMD örgjörvana sé ég enga ástæðu fyrir þig að skipta því út strax.
Ef þú vilt uppfæra örgjörvann:Hvað varðar örgjörvann sem þú ert að spá í að kaupa þá get ég ekki séð hvað þú ert að benda á á
http://www.buy.is (síðan virðist vera niðri) en ég get sagt þér að móðurborðið þitt styður AM2 örgjörva, einhverja AM2+ og einhverja AM3 örgjörva. Gigabyte eru svo góðir að þeir eru með lista á síðunni fyrir móðurborðið þitt þar sem er skráð hvaða örgjörva móðurborðið styður (sjá
http://www.gigabyte.lv/products/mb/cpulist/ga-ma69gm-s2h_10.html). Þessi listi á við nýjustu BIOS uppfærslu í mörgum tilvikum og því þarftu að uppfæra BIOS-inn í tölvunni áður en þú setur nýja örgjörvann í (hún mun líklega ekki keyra upp annars). Persónulega myndi ég mæla með Athlon II x4 640 í vélina þína ef þú vilt fá sem mest fyrir peninginn. Öflugasti örgjörvinn sem þú getur komið fyrir í þetta móðurborð er svo Phenom II x4 955 (95W týpan) en ég mæli frekar með að fá sér Phenom II x4 945 (ef þú vilt fá það besta sem hægt er að fá) til að vera öruggur á því að þetta virki.
P.S.
Afsakið lengdina á þessu, TLDR, en ég bara fékk í augun og höfuðið og missti mig við að sjá svona aðstoð og ráðleggingar á vaktinni.