Ný vél
Sent: Fim 09. Des 2010 02:14
Ég er búinn að vera að nota sömu gömlu Shuttle XPC tölvuna í fjögur ár án þess að uppfæra og nú er kominn tími til að segja skilið við hana, greyið. Ég ætla að fá mér nýjan kassa í almennilegri stærð, með almennilegum íhlutum og helst rými til þess að uppfæra síðar. Ég hef sett verðþakið í kringum ca. 200.000 kr. en er svosem alveg til í að fara aðeins ofar. Mér er það meira í mun að fá gott virði fyrir peningana en að fá kannski það sem er langbest á markaðnum.
Tölvan verður mest notuð í tölvuleiki og tónlist. Ég vinn svolítið í photoshop líka og vil helst geta notað þessa tölvu í það, en fyrst og fremst er það tölvuleikir og tónlist.
Ég vil helst intel og helst nvidia. Ég er búinn að vera að skoða íhluti í nokkrar vikur og er kominn með eftirfarandi lista yfir bæði nákvæmar hugmyndir og ónákvæmar. Ég ætti kannski að minnast á það að vinur minn verður í bandaríkjunum um jólin og hann ætlar að smygla inn fyrir mig örgjörvanum, SSDinu, skjákortinu og mögulega RAM (ég ætla að panta þetta allt af newegg eða amazon og láta senda heim til hans).
En hér er listinn:
Intel Core i5 760 2.8 Ghz Quad Core ( http://www.amazon.com/Intel-i5-760-LGA1 ... B003VANRAQ )
EVGA Geforce GTX 570 ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814130593 )
Mushkin Callisto Deluxe 60GB ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6820226151 )
1.0 TB SATA3 HDD (ekki búinn að ákveða merki, vil bara hafa góðan harðan disk og ég veit ekki betur en að SATA3 sé betra en SATA2, endilega leiðréttið mig ef það er rangt)
A.m.k. 6 GB DDR3 RAM (Aftur, ekki búinn að velja merki því ég hef ekkert vit á vinnsluminni)
ASRock P55 Extreme4 ATX ( http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1191)
Cooler Master HAF X
Corsair HX850W PSU ( http://buy.is/product.php?id_product=891 )
Scythe örgjörvakæling (var helst að pæla í Katana eða Mugen, vil allavega geta yfirklukkað eitthvað af viti)
Í ljósi þess að ég veit ekkert sérstaklega mikið um tölvur og er bara nýlega búinn að vera að reyna að koma mér inn í þetta allt saman, þá datt mér í hug að fá álit hjá einhverjum sem hafa eitthvað vit á þessu. Ástæðan fyrir því að ég valdi örgjörva sem er kynslóð á eftir en skjákort sem er nýjasta nýtt er sú að hvað tölvuleiki varðar er það ekki örgjörvinn sem er takmarkandi þáttur, heldur skjákortið. i5 760 stendur sig mjög vel í samanburði við t.d. i7 950 (sem ég ætlaði upprunalega að fá mér) þegar um tölvuleiki er að ræða (eða, það las ég allavega á xbitlabs.com). Svo ákvað ég líka að 570 væri miklu skynsamlegri valkostur en 580, því 580 er 150 USD dýrara og ekkert það miklu betra.
SSD drifið er augljóslega hugsað fyrir boot drive ásamt photoshop og kannski 1-2 tölvuleiki, meðan terabætið er hugsað fyrir restina.
Það sem ég er helst að leita eftir með þessum þræði er
1) að vita hvort það sem ég hef valið meikar sens
2) aðstoð við að velja RAM, HDD og móðurborð
3) almenn ráð um það hvað ég ætti að vera að pæla þegar ég er velja íhluti í þessa tölvu.
Es. Með þessum íhlutalista liggur verðhugmyndin hjá mér núna akkúrat á u.þ.b. 200.000 krónum, en uppástungur mega alveg vera töluvert dýrari.
Með fyrirfram þökkum,
Optimus.
Tölvan verður mest notuð í tölvuleiki og tónlist. Ég vinn svolítið í photoshop líka og vil helst geta notað þessa tölvu í það, en fyrst og fremst er það tölvuleikir og tónlist.
Ég vil helst intel og helst nvidia. Ég er búinn að vera að skoða íhluti í nokkrar vikur og er kominn með eftirfarandi lista yfir bæði nákvæmar hugmyndir og ónákvæmar. Ég ætti kannski að minnast á það að vinur minn verður í bandaríkjunum um jólin og hann ætlar að smygla inn fyrir mig örgjörvanum, SSDinu, skjákortinu og mögulega RAM (ég ætla að panta þetta allt af newegg eða amazon og láta senda heim til hans).
En hér er listinn:
Intel Core i5 760 2.8 Ghz Quad Core ( http://www.amazon.com/Intel-i5-760-LGA1 ... B003VANRAQ )
EVGA Geforce GTX 570 ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814130593 )
Mushkin Callisto Deluxe 60GB ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6820226151 )
1.0 TB SATA3 HDD (ekki búinn að ákveða merki, vil bara hafa góðan harðan disk og ég veit ekki betur en að SATA3 sé betra en SATA2, endilega leiðréttið mig ef það er rangt)
A.m.k. 6 GB DDR3 RAM (Aftur, ekki búinn að velja merki því ég hef ekkert vit á vinnsluminni)
ASRock P55 Extreme4 ATX ( http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1191)
Cooler Master HAF X
Corsair HX850W PSU ( http://buy.is/product.php?id_product=891 )
Scythe örgjörvakæling (var helst að pæla í Katana eða Mugen, vil allavega geta yfirklukkað eitthvað af viti)
Í ljósi þess að ég veit ekkert sérstaklega mikið um tölvur og er bara nýlega búinn að vera að reyna að koma mér inn í þetta allt saman, þá datt mér í hug að fá álit hjá einhverjum sem hafa eitthvað vit á þessu. Ástæðan fyrir því að ég valdi örgjörva sem er kynslóð á eftir en skjákort sem er nýjasta nýtt er sú að hvað tölvuleiki varðar er það ekki örgjörvinn sem er takmarkandi þáttur, heldur skjákortið. i5 760 stendur sig mjög vel í samanburði við t.d. i7 950 (sem ég ætlaði upprunalega að fá mér) þegar um tölvuleiki er að ræða (eða, það las ég allavega á xbitlabs.com). Svo ákvað ég líka að 570 væri miklu skynsamlegri valkostur en 580, því 580 er 150 USD dýrara og ekkert það miklu betra.
SSD drifið er augljóslega hugsað fyrir boot drive ásamt photoshop og kannski 1-2 tölvuleiki, meðan terabætið er hugsað fyrir restina.
Það sem ég er helst að leita eftir með þessum þræði er
1) að vita hvort það sem ég hef valið meikar sens
2) aðstoð við að velja RAM, HDD og móðurborð
3) almenn ráð um það hvað ég ætti að vera að pæla þegar ég er velja íhluti í þessa tölvu.
Es. Með þessum íhlutalista liggur verðhugmyndin hjá mér núna akkúrat á u.þ.b. 200.000 krónum, en uppástungur mega alveg vera töluvert dýrari.
Með fyrirfram þökkum,
Optimus.