Síða 1 af 1

Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 02:14
af Optimus
Ég er búinn að vera að nota sömu gömlu Shuttle XPC tölvuna í fjögur ár án þess að uppfæra og nú er kominn tími til að segja skilið við hana, greyið. Ég ætla að fá mér nýjan kassa í almennilegri stærð, með almennilegum íhlutum og helst rými til þess að uppfæra síðar. Ég hef sett verðþakið í kringum ca. 200.000 kr. en er svosem alveg til í að fara aðeins ofar. Mér er það meira í mun að fá gott virði fyrir peningana en að fá kannski það sem er langbest á markaðnum.
Tölvan verður mest notuð í tölvuleiki og tónlist. Ég vinn svolítið í photoshop líka og vil helst geta notað þessa tölvu í það, en fyrst og fremst er það tölvuleikir og tónlist.
Ég vil helst intel og helst nvidia. Ég er búinn að vera að skoða íhluti í nokkrar vikur og er kominn með eftirfarandi lista yfir bæði nákvæmar hugmyndir og ónákvæmar. Ég ætti kannski að minnast á það að vinur minn verður í bandaríkjunum um jólin og hann ætlar að smygla inn fyrir mig örgjörvanum, SSDinu, skjákortinu og mögulega RAM (ég ætla að panta þetta allt af newegg eða amazon og láta senda heim til hans).
En hér er listinn:

Intel Core i5 760 2.8 Ghz Quad Core ( http://www.amazon.com/Intel-i5-760-LGA1 ... B003VANRAQ )
EVGA Geforce GTX 570 ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814130593 )
Mushkin Callisto Deluxe 60GB ( http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6820226151 )
1.0 TB SATA3 HDD (ekki búinn að ákveða merki, vil bara hafa góðan harðan disk og ég veit ekki betur en að SATA3 sé betra en SATA2, endilega leiðréttið mig ef það er rangt)
A.m.k. 6 GB DDR3 RAM (Aftur, ekki búinn að velja merki því ég hef ekkert vit á vinnsluminni)
ASRock P55 Extreme4 ATX ( http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1191)
Cooler Master HAF X
Corsair HX850W PSU ( http://buy.is/product.php?id_product=891 )
Scythe örgjörvakæling (var helst að pæla í Katana eða Mugen, vil allavega geta yfirklukkað eitthvað af viti)

Í ljósi þess að ég veit ekkert sérstaklega mikið um tölvur og er bara nýlega búinn að vera að reyna að koma mér inn í þetta allt saman, þá datt mér í hug að fá álit hjá einhverjum sem hafa eitthvað vit á þessu. Ástæðan fyrir því að ég valdi örgjörva sem er kynslóð á eftir en skjákort sem er nýjasta nýtt er sú að hvað tölvuleiki varðar er það ekki örgjörvinn sem er takmarkandi þáttur, heldur skjákortið. i5 760 stendur sig mjög vel í samanburði við t.d. i7 950 (sem ég ætlaði upprunalega að fá mér) þegar um tölvuleiki er að ræða (eða, það las ég allavega á xbitlabs.com). Svo ákvað ég líka að 570 væri miklu skynsamlegri valkostur en 580, því 580 er 150 USD dýrara og ekkert það miklu betra.
SSD drifið er augljóslega hugsað fyrir boot drive ásamt photoshop og kannski 1-2 tölvuleiki, meðan terabætið er hugsað fyrir restina.

Það sem ég er helst að leita eftir með þessum þræði er
1) að vita hvort það sem ég hef valið meikar sens
2) aðstoð við að velja RAM, HDD og móðurborð
3) almenn ráð um það hvað ég ætti að vera að pæla þegar ég er velja íhluti í þessa tölvu.

Es. Með þessum íhlutalista liggur verðhugmyndin hjá mér núna akkúrat á u.þ.b. 200.000 krónum, en uppástungur mega alveg vera töluvert dýrari.

Með fyrirfram þökkum,
Optimus.

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 02:29
af Littlemoe
Þetta er flottur pakki hjá þér.
Ég myndi samt persónulega fara í i7 örgjörva og fá mér móðurborð með triple channel fyrir minnið. (i7 örrarnir styðja það en i5 ekki að ég held).
Svo myndi ég fá mér aðeins öflugri PSU ef þú ert á þeim buxunum að fá þér annað 570 kort. Ég keypti mér um daginn HX850 corsair og er með eitt 480 kort og ef ég ætla að fá mér annað þá er þessi PSU sem ég er með rétt svo nóg. Ekkert pláss fyrir neina klukkun eða aðrar orkufrekar æfingar.

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 02:30
af Pandemic
Þessi örgjörvi er current kynslóð og á í raun aldrei eftir að verða neinn takmarkandi þáttur hvað varðar leiki. Örgjörvar í dag eru í raun almennt séð ekki takmarkandi þáttur í neinu enda vinna þeir mun hraðar heldur en upplýsingarnar til að vinna úr geta komið til þeirra. Þú ert t.d með sama Cache á þessum i5 og i7 9xx svo performance munurinn er ekkert stórvægilegur hvað varðar real life use utan benchmarkana.
Ég myndi jafnvel fara yfir í stærri SSD disk ef þú getur fengið þá á sómasamlegu verði í gegnum USA, stærri diskarnir eru að performa aðeins betur á SandForce kubbasettunum.
Annars veit ég ekki mikið um hvaða móðurborða eða hvaða minni þú átt að fá þér, enda búinn að vera voðalega lítið inní þessum nýju socketum.

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 08:11
af Jimmy
Engin ástæða til að taka i7 fram yfir i5 ef þessi vél er mest hugsuð í tölvuleiki, hyperthreading er gersamlega useless í leikjum og í einhverjum tilfellum er það til trafala.

Crucial atriði að þú haldir þig líka við 2 eða 4 minniskubba, 2x2gb, 2x3gb, 2x4gb, 4x2gb etc.

Ertu búinn að skoða það eitthvað hvernig það á eftir að ganga að panta frá newegg? Einhvern tíma heyrði ég það að þeir neituðu pöntunum ef viðkomandi er ekki með bandarískt kreditkort.

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 11:11
af Feeanor
hann þarf ekkert stærri PSU en 850W, náungar hafa verið að runna tvö GTX570 á 650W aflgjöfum, með eitthvað monster overclock

http://www.overclock.net/nvidia/885095- ... rence.html

750W er örugglega alveg nóg örugglega, hvað þá 850W.

Það er ekki hægt að bera GTX570 power usage saman við GTX480, þ.s. GTX570 er eiginlega bara hljóðlátari, kaldari og minna orkufrek útgáfa af GTX480, sem var alltaf hálfgerður gallagripur (enda var ekki mælt með því í umsögnum t.d. á toms hardware)

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 15:53
af Optimus
Takk fyrir svörin, nokkrar spurningar:

1)Ég hef séð þetta triple channel dæmi áður, eitthvað um það að besta minnið á markaðnum sé sérhannað fyrir i7 og virki ekki vel eða bara einfaldlega ekki með i5. Ég veit hins vegar ekkert hvernig minni ég ætti að vera að fá mér yfir höfuð, svo ég hef ekki haft tækifæri til þess að skoða betur samverkun milli þess og i5. Ætti ég að vera að leita eftir einhverri ákveðinni tegund minnis? Hvort er líka betra að vera með fleiri kubba með minni getu eða færri kubba með meiri getu?

2)Ef i5 styður ekki triple channel, er það þá þess virði að fara upp í t.d. i7 860 eða 870 til þess að fá triple channel minnið?

3)Af hverju er það svona mikið atriði að fjöldi minniskubba sé margfeldi af tveimur?

Takk fyrir viðvörunina með newegg. Ég kíki betur á þetta og ef þetta er rétt hjá þér þarf ég víst bara að panta af amazon.

Getur líka einhver sagt mér hvers vegna i7 870 er dýrari en i7 950?

Re: Ný vél

Sent: Fim 09. Des 2010 20:42
af Optimus
Nvm með spurningu 2, i7 870 styður ekki triple channel :P

Jæja, ég er búinn að kynna mér þetta i5 vs i7 dæmi aðeins betur og er orðinn harðákveðinn að fá mér i5 760. Þetta hér hjálpaði mikið: http://www.tomshardware.com/reviews/bes ... 791-5.html

Allavega væri mjög gott að fá uppástungur um RAM, móðurborð, hljóðkort og HDD fyrir þetta setup. Ég er búinn að vera að reyna að kynna mér móðurborðin og vinnsluminnið en hef ekki getað fundið eitthvað gott lesefni um 1156 móðurborð og dual-channel minni.

Re: Ný vél

Sent: Fös 10. Des 2010 04:42
af Optimus
Finnst smá kjánalegt að pósta 3svar í röð, en ég er ss. búinn að fara í gegnum vörulistann hjá öllum búðunum sem eru listaðar á forsíðunni hér á vaktinni og fann að lokum aðeins tvö móðurborð sem eru með 1156 sökklinum og styðja líka SLI:

EVGA P55 120-LF-E651
http://www.computer.is/vorur/7502/

ASRock P55 Extreme4 ATX
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1191

Fletti þeim báðum upp á newegg og EVGA borðið virðist vera heldur slakt, svo ég stefni á það að kaupa ASRock móðurborðið frá Kísildal. Það er með innbyggðu 7.1 hljóðkorti sem á víst að vera býsna gott, svo ég ætla að prófa að nota bara það áður en ég kaupi annað hljóðkort.

Líka búinn að vera að skoða RAM og skil núna hvers vegna ég á að fá mér 2 eða 4 kubba frekar en 3. Ég las það hins vegar einhversstaðar að yfirklukkun væri ekki jafn góð ef þú fyllir móðurborðið, þ.e. færð þér fjóra kubba í stað tveggja. Með þetta í huga fór ég að skoða stærri kubba (2x4GB) og datt helst í hug að fá mér t.d. þessa: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6294 . Ef þetta með að fylla móðurborðið er hins vegar ekki rétt eða ef munurinn er ómarkverður, þá hugsa ég að ég myndi frekar vilja fá mér 2x2GB ásamt 2x1GB.

Athugasemdir vel þegnar.

Es. Skipti um skoðun með kassa/aflgjafa, verð með HAF X og Corsair HX850W.

Re: Ný vél

Sent: Fös 10. Des 2010 05:28
af Saber
Mér sýnist þú bara vera með þetta nokkurnveginn á hreinu, hvað varðar bang for the buck allavega.

Re: Ný vél

Sent: Fös 10. Des 2010 05:54
af halldorjonz
Sjálfur er ég að spá í að setja saman tölvu og ég byrjaði að setja hana saman hjá NewEgg, en síðan komst ég af því að þeir vilja og eru bara eitthvað USA dæmi...

Svo ég fann síðu sem er svona eins og newegg í bandaríkjunum sem heitir "CompUSA.com" en hún sendir einmitt út um allan heim held ég,
allavega gat ég skráð Ísland og stillt þannig að ég myndi fá heim til mín bara, vörurnar voru samt samtals 100$ dýrari á Comp heldur en Egg.

Það sem ég er/var að hugsa um að fá mér er:
Coolermaster RC 692 turn - Corsair TX750w aflgjafi - ASUS P7P55D-E móðurborð - Intel i5 760 örgjörvi - Crosair 2x4GB 1600mhz DDR3 minni
- eVGA GTX470 superclocked (Mafia2 fylgir) skjákort - og 64GB Crucial RealSSD SATA 3 harðandisk... þetta kostar allt ~1200$

En þá koma leiðindin, 1200$ = 140K ísl, og síðan kemur UPS Worldwide flutningur uppá $365.59 = 42K síðan kemur tollur n'shit
þá er þetta komið upp í: 227.00K ísl !!! Sem mér lýst ekkert þá, vildi eiginlega max borga 170K

Vildi bara láta þig vita af þessu, þar sem mér sýnist þú ætla í betri tölvu en ég var að hugsa mér,
þá er ekki nóg að setja bara það sem tölvuvörurnar kosta, maður þarf að borga uþb. 90K í tolla/flutning!!! :pjuke

Re: Ný vél

Sent: Fös 10. Des 2010 06:52
af Optimus
Takk fyrir viðvörunina, halldorjonz, en eins og kemur fram í OP þá kaupi ég bara GPU, CPU, SSD og mögulega RAM á netinu, sendi það síðan á vin minn sem á hús í bandaríkjunum og verður þar um jólin og síðan kemur hann með það sjálfur, svo ég þarf hvorki að borga tolla né háan sendingarkostnað (gæti reyndar þurft að borga tolla ef hann verður stoppaður í tollinum :( ). Restina kaupi ég bara í íslenskum tölvuverslunum.

@janus: :D