Síða 1 af 1

MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 19:54
af frikki1974
Góðan daginn

Ég var að fara spá í að fara endurnýja skjákortið hjá mér en ég hef nú þegar Nvidia GeForce 8800 GTS 512 og hefur það reynst mér einstaklega vel, ég var að spá í
MSI GeForce N460GTX-M2D768D5 skjákort en er það töluvert betra en Nvidia GeForce 8800 GTS 512? svo annað en power supply mitt er 450W en ræður það við þetta skjákort?

http://tl.is/vara/20062

Re: MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 20:14
af k0fuz
Sæll, ég er með sama kort og þú og ég er ný búinn að panta mér svona kort og er það á leiðinni as we speak. GTX460 er töluvert betra já. ;)

Spurning með aflgjafan þinn. Ég myndi bara prufa það.. Kannski sleppur það, kannski ekki. Myndi bara sjá til og kaupa þá bara nýjan aflgjafa ef þess þyrfti.

En ég verð eiginlega að mæla frekar með 1GB útgáfuni sem fæst hjá tölvuvirkni á jólatilboði á rétt undir 30k eða hjá buy.is á tæpan 34 kall minnir mig.

Re: MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 20:27
af frikki1974
Takk fyrir svarið k0fuz ertu þá að meina þetta kort?

MSI GeForce N460GTX Hawk 1GD5

En þvílíkur verðmunur er þetta en það kostar kr. 43.990 hjá Tölvulistanum en 32.860 hjá tölvuvirkni en þetta virðist ekki vera sama kortið!

http://tl.is/vara/20258

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 460%20_1gb

Re: MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 20:35
af Olafst
Sérð bara strax á myndinni að það virðist vera ansi meira lagt í kælinguna á Hawk kortinu
Svo er það yfirklukkað í 780MHz á móti 675MHz

Minnir að ég hafi lesið að Hawk 460 kortið væri að slaga hátt í GTX470 performance við sumar aðstæður.
Var á toms minnir mig

Re: MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 20:38
af frikki1974
Olafst skrifaði:Sérð bara strax á myndinni að það virðist vera ansi meira lagt í kælinguna á Hawk kortinu
Svo er það yfirklukkað í 780MHz á móti 675MHz

Minnir að ég hafi lesið að Hawk 460 kortið væri að slaga hátt í GTX470 performance við sumar aðstæður.
Var á toms minnir mig


Já ég tók eftir því...takk samt:)

Re: MSI GeForce N460GTX skjákort

Sent: Mið 08. Des 2010 20:48
af siggi1981
Ég er með svona kort handa þér 2 mánaða gamalt á 25.000 kr