Síða 1 af 1

BenQ EW2420 annoyances

Sent: Mán 06. Des 2010 23:07
af Haxdal
Sælir,
Keypti mér BenQ EW2420 á Laugardaginn.
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=29_30_453&products_id=22345

Yfir höfuð þá er ég nokkuð ánægður með skjáinn, bjartir og góðir litir, góður contrast en hinsvegar eru nokkrir vankantar á honum sem draga hann niður í áliti. Hann er "sluggish" þegar kemur að því að hreyfa bjarta hluti á dökkum bakgrunn, gott dæmi er þegar maður spilar Eve Online og hreyfir myndavélina þá verða allar stjörnurnar daufar meðan þær eru á hreyfingu en slíkt gerist ekki á gamla LCD skjánum mínum (Acer AL2216W). Ég spilaði smá Left 4 Dead 2 og ég varð ekkert svakalega var við svona litatruflanir enda ekki alveg jafn extreme litasamsetning þar (þ.e. hvítt á mjög dökkum grunni) og ég er ekki öllu jafna að hreyfa mig geðveikt snöggt í honum. En fyrir extreme leikjaspilara sem eru með örar hreyfingar (Quake, CS etc.) þá gæti þetta valdið svakalegum pirringi. Svo það sem pirrar mig mest er ef maður er með display mode stillt á eitthvað annað en Eco/Standard eða sRGB þá eru litaskil svoldið furðuleg, sem dæmi þegar ég horfi á teiknimyndir/Cartoons einsog t.d. Southpark (nánara tiltekið þessa klippu http://www.southparkstudios.com/clips/360878/me-time) þá er einsog það sé búið að setja hvítt outer glow (svona til að nota photoshop orðatiltæki) yfir Randy meðan hann situr í sófanum en slíkt gerist ekki ef ég er með stillt á Eco/Standard eða sRGB og slíkt gerist aldrei á Acer skjánum.

Þetta review sem ég fann um skjáinn á svoldið við, nema ég er ekki var við þetta trail á eftir músinni og áhrifin í þeim leikjum sem ég spila er (enn sem komið er) enginn deal breaker.
http://forums.overclockers.co.uk/showthread.php?t=18200742

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 00:49
af skoleon
Ég var einmitt að skoða ekki fyrir löngu að BenQ skjárnir voru að koma rosalega vel út, maður er alldrey of viss á endanum :S

Annars er BenQ í skólanum virkar fínnt hvort sem það er Vector Pixell eða 3D þá virtist hann ekki vera með vandræði.

Annars þekki ég ekki BenQ merkið vel.

Ekki gætirðu sett nýjan prófíl í skjáinn ? eða stillt skjákortið eitthvað til að ballance-a út þetta vesen

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 01:28
af Haxdal
Hef svosem ekki prófað að fikta í skjákorts stillingum, veit að það er hægt að tweaka litina og annað í nvidia control panelinu. En maður á ekki að þurfa standa í einhverju svoleiðis veseni, dótið á bara að virka :).

Ég ætla allavega að taka lappann minn með í sumar þegar ég fer að kaupa annan 24" til að skipta Acernum mínum út, prófa skjáinn almennilega í versluninni áður en ég kaupi eitthvað.

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 02:58
af Glazier
Þú veist að það er 14 daga skilafrestur ? (held ég)
Þannig ef þú átt umbúðirnar ennþá í heilu lagi ættiru að geta skipt honum ;)
Þetta er tölvuskjár sem þú munt örugglega eiga í einhver ár og munt alltaf ver að pirra þig á þessu ef þú ferð ekki og skiptir..

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 03:55
af Haxdal
Glazier skrifaði:Þú veist að það er 14 daga skilafrestur ? (held ég)
Þannig ef þú átt umbúðirnar ennþá í heilu lagi ættiru að geta skipt honum ;)
Þetta er tölvuskjár sem þú munt örugglega eiga í einhver ár og munt alltaf ver að pirra þig á þessu ef þú ferð ekki og skiptir..

Ekki vitlaust að forvitnast hjá þeim á morgun, er ennþá með kassann og allt frauðplastið en ég er hinsvegar búinn að taka allt plastið af skjánum.

Annars er ég búinn að vera að fikta helling með skjáinn og skjákortsstillingar, ef ég sleppi þessum display modes og hef hann bara á Standard og tweaka svo sjálfur brightness, contrast, sharpness, gamma og color balanceið á skjánum og tweaka svo vibranceið í nvidia control panelinu þá get ég fengið svipað svona .. "spiffy" fíling (for lack of a better term) og í Movie/Game display modeinu án þess að lenda í þessu weird colour bleed issue einsog með South Park klippuna og outer glowið. Prófaði líka að fara í Eve og þótt það sé ennþá þetta vesen með að stjörnurnar verða daufar þegar ég hreyfi myndavélina þá ber ekki næstum jafn mikið á því.

Mig grunar að þetta Senseye3 dót verði virkt þegar þessi sérstöku display mode eru notuð og það sé að valda þessu, það er nefnilega einhver "senseye3 demo" fídus í skjánum sem sýnir hvernig helmingurinn af skjánum er ef það er slökkt á þessu senseye3 og þegar ég færi gluggana undir þann helming þá verð ég ekki var við neitt af þessu veseni.

Svo ég held að málið sé með þennan skjá að sleppa display modes og eyða tíma í að tweaka custom stillingarnar :)

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 12:20
af Danni V8
Gastu ekki fengið að sjá svona skjá í gangi áður en þú keyptir?

Spurning hvort þetta sé galli í þínum skjá eða hvort að akkurat þessi týpa af BenQ skjá er ekki betri en þetta. Allavega var aldrei neitt vesen með minn BenQ skjá, þurfti aldrei að stilla hann neitt. Bara plug and play. Það var G2411HDA minnir mig.

Re: BenQ EW2420 annoyances

Sent: Þri 07. Des 2010 16:54
af Dazy crazy
Þetta er svona í mínum líka, fattaði þetta ekki fyrr en eftir að lesa þetta, hef ekki ennþá notað hann í leiki reyndar.