Síða 1 af 1

Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Lau 04. Des 2010 18:59
af GullMoli
Sælir.

Ég er hér með nokkra mánað, 15GB usb lykil sem ég verslaði hjá buy.is á yndislegu verði. Ég lærði mikilvæga lexíu við þessi kaup og sé lexía er að maður fær það sem maður borgar fyrir.

Þessi usb hefur frá byrjun verið frekar mikið drasl en hann er virkilega tregur við að taka inn á sig efni (er oft virkilega lengi að því, og sérstaklega þegar loading er komið í 100%).

En svo núna í gær þá byrjar hann að vera extra þroskaheftur með því að disconenctast alltaf og tengjast svo aftur. Það er ekki hægt að nota hann í neitt, hann dettur alltaf bara út og endar með því að windows þekkir hann ekki.

Ég er búinn að prófa hann á tveim tölvum, búinn að formatta + keyrða chkdsk sem fann ekkert.

Er hann einfaldlega dauður?

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Lau 04. Des 2010 19:03
af OverClocker
Það getur allt bilað, bæði ódýrt og dýrt.
Farðu bara til buy.is og fáðu nýjann.

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Lau 04. Des 2010 19:05
af GullMoli
OverClocker skrifaði:Það getur allt bilað, bæði ódýrt og dýrt.
Farðu bara til buy.is og fáðu nýjann.


Já ég var að skjóta á ódýrleikann með því að segja hvað hann er hægur í gagnaflutningum. Aldrei lent í svona rusli áður.

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Lau 04. Des 2010 19:13
af Gúrú
Þúú veist samt að USB lyklar eru in general algjört rusl þegar kemur að flutningshraða right?

High class minnislykill borinn saman við low class minnislykil

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Lau 04. Des 2010 19:39
af GullMoli
Gúrú skrifaði:Þúú veist samt að USB lyklar eru in general algjört rusl þegar kemur að flutningshraða right?

High class minnislykill borinn saman við low class minnislykil


Yup, en þessi er alveg ferlegur miðað við alla aðra sem ég hef notað. Ég ætla einmitt að skella mér á Voyager GT fljótlega, kemur ekkert annað til greina.

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 16:28
af GullMoli
Jæja, fór og fékk nýjan hjá karlinum. Minnsta málið og ég fékk fría bók í leiðinni :D

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 16:43
af Hjaltiatla
Ég á einmitt 8 gb super talent usb minnislykil sem ég keypti mér fyrir ári síðan.
Hef aldrei verið sáttur við fluttningshraðann á honum.
Tók eftir því að vinnufélagi minn sem á minnislykil í líkingum við þennan http://www.tolvulistinn.is/vara/17918
var að ná mun betri hraða við að flytja sama efni yfir á sinn minnislykil.

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 16:48
af GullMoli
Hjaltiatla skrifaði:Ég á einmitt 8 gb super talent usb minnislykil sem ég keypti mér fyrir ári síðan.
Hef aldrei verið sáttur við fluttningshraðann á honum.
Tók eftir því að vinnufélagi minn sem á minnislykil í líkingum við þennan http://www.tolvulistinn.is/vara/17918
var að ná mun betri hraða við að flytja sama efni yfir á sinn minnislykil.


Já þessir lyklar eru skuggalega góðir.

Fæst á 7þús hérna; http://budin.is/vara/-16gb-corsair-voyager-mlc-gt/133

Og svo 32GB GTR útgáfa á 13þ; http://budin.is/vara/-32gb-corsair-voyager-gtr/139

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 16:55
af Hjaltiatla
Nice þarf að fara kaupa mér jafnvel eftir áramót 2 stykki 2*16 gb.
Enda líklega á að kaupa þessa http://budin.is/vara/-16gb-corsair-voyager-mlc-gt/133

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 17:23
af gardar
Var lykillinn eitthvað að hitna hjá þér?

Hef tekið eftir því að minn 8gb lykill missir algerlega niður flutningshraða þegar hann hitnar... Hef meira að segja brugðið á það ráð að henda honum inn í frysti áður en ég flyt mikið af gögnum inn/út af honum.

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 18:29
af Hjaltiatla
Lykillinn er ekkert að hitna óeðlilega við notkun.
Aldrei að vita nema maður prófi að frysta kvikindið einn daginn svona til að athuga hvort það hjálpi eitthvað :)

Re: Bilaður usb lykill? ;<

Sent: Þri 07. Des 2010 18:47
af GullMoli
Minn er heldur ekkert óeðlilega heitur, bara volgur.

En ég rakst á svolítið núna við fikt í Computer Management. Ef þið farið í Disk Management, hægriklikkið á USB lykilinn og farið í Policies, þá getið þið valið um "Removal policy".

Þar eru 2 valmöguleikar.

Quick removal (default):
Disables write caching on the device and in WIndows, but you can disconnect the device safely without using the Safely Remove Hardware notification icon.

Better performance:
Enables write chaching in Windows, but you must use the Safely Remove Hardware notification icon to disconnect the device safely.

Ég held maður prufi þetta Better Performace þar sem maður gerir hvort sem er safely remove (sérstaklega meðs vona stóran lykil).