Síða 1 af 1

Uppfærsla á tölvunni minni... HJÁLP VEL ÞEGIN

Sent: Þri 30. Nóv 2010 20:54
af Eiiki
Sælir, mig langar rosalega að uppfæra tölvuna mína svo hún keyrir tölvuleikina betur, ég er semsagt með tvö 8800GT kort, eitt er 512MB en hitt er 1024MB. Þau eru bæði með G92 kjarna þannig ég á að geta tengt þau saman með SLI tengjum :-).
En getiði bent mér á hvort ég ætti að fá mér nýtt móðurborð og nýjan örgjörva? Þyrfti ég betri aflgjafa og hvað með vinnsluminnið?
Hjálp væri vel þegin :-)

Tölvan:
Aflgjafi; 500w fortron
Örgörvi; AMD Athlon 4200+ X2 2.21 GHz
Vinnsluminni; 3gb DDR2
HDD; 1000GB Western digital Green glænýr
HDD2; 200GB Seagate
Móðurborð; ASUS A8N
Skjákort; GeForce 8800GT 1GB + 512MB
Turn; CoolerMaster Elite 335 Glænýr
Kassinn og 1TB diskurinn er glænýtt, tölvan er nýuppsett með 64b Windows7 ULTIMATE og yfirfarin af Tölvulistanum.

Re: Uppfærsla á tölvunni minni... HJÁLP VEL ÞEGIN

Sent: Mán 06. Des 2010 01:38
af Eiiki
getur ekki einhver gefið smá info um pimpið?

Re: Uppfærsla á tölvunni minni... HJÁLP VEL ÞEGIN

Sent: Mán 06. Des 2010 02:10
af rapport
Ertu með eitthvað budget, að að kaupa eitthvað nýtt?

Það er bara ein leið til að raða þessu öllu saman svo það virki (ef það virkar)

Hugsanlega mögulega gætir þú lent í vandræðum með skjákortin vegna; aldur móðurborðsins, aflvana aflgjafa eða SLi milli mismunandi korta.

4200+ er ekki að fara keyra alla leiki og 3Gb minnið mætti bæta.

Ef þú færð skjákortin til að vinna saman þá er spurningin um að fá sér öflugri CPU og meira minni, held að það tvennt væri að bottlenecka þetta (en ég er alveg talandi með rassgatinu... spila enga leiki sjálfur)