Síða 1 af 1
Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 13:25
af Eiiki
Ég er semsagt að spá í hvað af AMD örgjörvunum eru bestir fyrir svona basic tölvuleikja keyrslu.
Er með tölvu sem er svona:
Aflgjafi; 500w fortron
Örgörvi; AMD Athlon 4200+ X2 2,21 GHz
Vinnsluminni; 3gb DDR2
HDD; 1000GB Western digital Green glænýr
HDD2; 200GB Seagate
Móðurborð; ASUS A8N
Skjákort; GeForce 8800GT DDR3
Turn; CoolerMaster Elite 335 Glænýr
Ég spila CS:S og er að spá í að fá mér annað 8800GT skjákort, hvernig örgjörva mælið þið með?
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 13:29
af AntiTrust
Í fyrsta lagi, nei - þú ert ekki með AMD Athlon 4200+ "Core2Duo." Core2Duo er Intel heitið á multikjarnalínunni sinni. Þú ert líklega með AMD Athlon 4200+ X2, þar sem X2 stendur fyrir fjölda kjarna.
Ef þetta móðurborð sem þú ert með er 939 socket myndi ég einfaldlega uppfæra móðurborð + örgjörva. Ég er ekki AMD maður og ætla því ekki að fullyrða neitt, en mig grunar að þú fáir ekki mikið öflugri örgjörva í þetta socket að það sé að fara að borga sig.
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:10
af Benzmann
Eiiki skrifaði:
Örgörvi; AMD Athlon 4200+ core 2duo 2,21 GHz

Fail

Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:16
af Eiiki
Jæja strákar flottir, takk fyrir ábendinguna

. Vill samt fá hjálp, ekki hlægja af nýliðanum
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:17
af AntiTrust
Betra að svara þér hér frekar en í PM, leyfa öðrum að pitcha inn hugmyndum.
Langar þér að halda þér í AMD?
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:25
af Eiiki
Bara finnst of mikið vesen að skipta umm allt settið, þá meina ég móðurborð og örgjörva og kannski vinnsluminni. Ég vill halda mér í AMD útaf það er í tölvunni nú þegar bara... ég hef í raun ekkert vit á þessu, þannig þið getið hent á mig hugmyndum og upplýsingum um hvað ég get gert :-).
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:34
af Benzmann
tjahh, ef þú villt vera áfram í AMD og ekki skipta um móðurborð, þá finnuru þér bara AMD örgjörva sem passar í þetta socket. og gáir hvort móðurborðið sé með stuðning fyrir sá örgjörva, og þá ertu góður.
annars. ef þú villt fara yfir í intel, þá þarftu að skipta um móðurborð
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 14:50
af AntiTrust
Eiiki skrifaði:Bara finnst of mikið vesen að skipta umm allt settið, þá meina ég móðurborð og örgjörva og kannski vinnsluminni. Ég vill halda mér í AMD útaf það er í tölvunni nú þegar bara... ég hef í raun ekkert vit á þessu, þannig þið getið hent á mig hugmyndum og upplýsingum um hvað ég get gert :-).
Hm, eins og ég sagði áðan, ég er ekki viss um að það sé til mikið öflugri örgjörvi fyrir þetta móðurborð sem þú ert með. Öflugasti örgjörvinn sem ég finn út í búð í dag er 3500+. Þú getur örugglega fengið öflugri örgjörva hérna á vaktinni notaðann, en ég er bara ekki viss um að þu komir til með að finna neinn marktækan mun í leikjaspilum.
Þeas, eina raunhæfa lausnin fyrir þig er að upgrade-a bæði móðurborð og örgjörva.
Re: Hvernig örgjörva er best að fá sér?
Sent: Fös 26. Nóv 2010 15:24
af Eiiki
takk takk :-)