andribolla skrifaði: - Núna er ég með Móðurborð með 6 Sata tengjum sem eru að ég held öll á sama Controler sem býður upp á raid 5. ætti það ekki að duga til þess að setja upp 5-6 x 1TB eða 5-6 x 2TB, eða þarf ég að kaupa mér Raid Kort ?
Þú ert líklega með NForce 570 chipsettið, svo já öll tengin eru líklega á sama controller. Borðið þitt býður upp á RAID5, en öll (svo ég viti til) consumer móðurborð bjóða hinsvegar eingöngu upp á FakeRAID/HostRAID. Þeas, CPU í tölvunni kemur til með að sjá um RAID overheadið, öfugt við TrueRAID kort sem eru með sinn eigin CPU til að sjá um RAID útreikninga. Munurinn getur verið gífurlegur hvað varðar afköst, en þetta chipset sem þú ert með fær ágætis dóma hvað varðar RAID uppsetningar. Annað sem ber að hafa í huga, er að ef þú kaupir þér "alvöru" RAID kort (mjög auðvelt að nálgast FakeRAID stýrisspjöld ódýrt, sem margir halda að séu TrueRAID kort) þá ertu með frelsið sem því fylgir, þeas þú getur farið með allt RAID array-ið yfir í aðra tölvu svo lengi sem kortið fylgir með. Ef RAID kortið fer/eyðileggst þá geturu keypt annað kort, sett í og array-ið ætti að virka eins og áður. Ef móðurborðið fer, og þú ert að nota onboard chipsetið ertu fastur við það að finna þér sama/mjög sambærilegt móðurborð, eða sætta þig við gagnatapið.
andribolla skrifaði: - Eithverstaðar sá ég að sumir controlerar ráða ekki við stærri partision en 2TB(Samtals í Raid5) ?
Já, sumir controller ráða ekki við x stærðir total í RAIDx uppsetningum - Helst á þetta við onboard controllera og þá sérstaklega Intel controllera. Ég fann ekkert í fljótu bragði um þitt, svo ein leiðin væri einfaldlega að prufa.
andribolla skrifaði: - Get ég bætt disk inn í Raid-ið seinna til þess að stækka það, eða þarf ég ekki að setja það upp í upphafi eins og það kemur til með að vera ?
Já og nei. Ég hef hingað til aldrei rekist á onboard controller sem býður upp á þennan fítus, sem kallast OCE, eða Online Capacity Expansion. Þetta er fítus sem er yfirleitt bara í gæðameiri RAID kortum,
andribolla skrifaði: - Ef einn diskur skemmist, er þá ekki nóg að taka hann úr og setja nýjann sömustærðar í staðinn og þá byrjar hann sjálfkrafa að endurbyggja það sem skemmdist ?
Yfirleitt jú. Aftur fer það eftir kortum/controllerum hvort það er automatískt, og svo er annar stór munur á kortum - það er hvort þú getur haldið áfram að keyra kerfið á meðan hann rebuildar, eða hvort þú þarft að hafa það offline á meðan það gerist. Athugaðu að rebuild á multi-TB kerfum getur tekið frá mörgum klst upp í nokkra sólahringa, veltur á controllernum.
andribolla skrifaði: - Þegar ég er búin að setja upp Svona Raid, er það ekki óháð stýrikerfinu sem ég er með, eða þarf ég eithvað sérstakt OS (32bit eða 64Bit)
Aftur, já og nei. Þarna veltur þetta á controllernum þínum og stýrikerfinu sem þú ert að setja upp. Sum stýrikerfi (XP, 2003) þurfa t.d. að fá controller driverinn í setupinu í gegnum floppy til að sjá RAID array-ið. WS2008/R2 og W7 sjá oft FakeRAID en þurfa samt af og til að fá driverinn í gegnum USB/ROM. Sum/jafnvel mörg Linux distro´s taka ekki vel í FakeRAID array og neita annaðhvort að sjá array-ið eða eins og ég hef lent í, klára uppsetningu og eftir reboot kemur "Array failure". Getur líka komið fyrir að þótt þú sért með diskana FakeRAID-aða þá sjái stýrikerfi samt sem áður bara marga diska.
Hinsvegar þegar kemur að TrueRAIDi þá sjá flest stýrikerfi array-ið strax, sem eitt volume. Hef aldrei lent í e-rju teljanlegu veseni með góð TrueRAID kort.
Ef þú ætlar að gera þetta af e-rri alvöru myndi ég skoða þetta kort :
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6816116042Svo geturu keypt expansion kort til að auka diskafjöldann, sem tengist svo í kortið. Þetta kort styður t.d. 256 diska total, er með sjálfstætt 256MB minni, 3GB/s multilane rásir, er eitt af fáum PCIe kortum, 64bit LBA support (mikilvægt til að styðja yfir 2TB diska) og margt fleira.