Síða 1 af 1

vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 01:05
af ingibje
sælir, ég var að spá í að fá mér skjávarpa, hvað er það helsta sem menn eru að fá sér.
svo væri líka gaman því ég er ekki mikið inn í þessu, myndi vera fyrsti skjávarpin, native upplausnin á honum hlýtur að skipta máli enn hvaða öðrum speccum er ég að leita eftir?

hvernig myndi geta tengt digital ísland inn á það?

ég myndi helst nota hann til að tengja ps3(fifa) og síðan auðvita myndir maður horfa á bíomyndir í honum.

veit einhver um góða skjávarpa á hagstæðum prís ?

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 08:48
af hagur
Það er lítið úrval af þessu hérna á klakanum.

Buy.is er að selja Optoma Full HD varpa á 199þús minnir mig, sem er í raun ágætis verð.

Það sem þú vilt leita eftir er að hann sé a.m.k 720p native, 1080p væri ekki verra. DLP v.s LCD er svo eitt, en hvort um sig hefur sína kosti og galla. Svo eru það tengimöguleikarnir, þú vilt auðvitað hafa HDMI tengi á honum fyrir PS3 og jafnvel PC tölvu. Þetta er varla issue í dag þar sem allir 720p/1080p varpar í dag hafa a.m.k 1 HDMI tengi.
Svo er það contrastinn og ljósmagnið. Þar gildir reglan "því hærra því betra", í rauninni. 1500-2000 lumens í ljósmagn er gott. Því hærra sem það er því betur virkar varpinn í herbergi þar sem ekki er alveg myrkur.

Stórt mál er svo endingartími lampans, en nýr lampi getur verið dýr, 30-60 þús krónur er ekki óalgengt.

Hvernig tengirðu þetta við Digital Ísland? Ef þú ert með gamla góða afruglarann (þennan venjulega), er ekki um neitt annað að ræða en að nota bara composite video tengið (þetta gula kringlótta). Þessi afruglari býður reyndar uppá SCART/RGB output sem er mikið betra, en það heyrir til algjörra undantekninga að skjávarpar séu með SCART tengi.

Ef þú ert með Digital Ísland upptökumyndlykilinn, þá býður hann upp á S-Video útgang og því myndirðu nota hann. Færð betri mynd þannig en með composite.

Ef þú ert svo með DÍ HD afruglarann, þá náttúrulega notarðu HDMI tengið (gætir líka nota component).

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 09:23
af AntiTrust
Ég er með varpann sem hagur bendir á, OptomaHD20. Búinn að vera með þennan varpa núna í hálft ár og gæti ekki verið sáttari. Mjög fínir litir, birtustig og contrast m.v. verð - mörg review báru myndgæðin í honum saman við marga 3-4000$ varpa, munurinn lá aðallega í aukafítusunum.

Varpinn býður upp á 4 submode og 2 main mode, þeas Bright mode on/off. Í bright mode verður varpinn vel nýtanlegur með dregið frá og þokkalega birtu inni, en að sama skapi pínu brenndir litir sem sést þá ef það væri myrkur. Ég er með heilan vegg í stofunni sem snúa að veggnum sem ég varpa á sem eru bara gluggar, og samt nota ég bright mode lítið sem ekkert. Peran í varpanum endist um helmingi lengur en í hefðbundnum vörpum eða í 3-4000klst. Framleiðandi gefur upp 3000klst í Bright mode og 4000 í normal. Peran kostar um 50þús síðast þegar ég athugaði, sem þýðir að m.v. 5 tíma sjónvarpsgláp á dag allt árið í kring þarftu að endurnýja peruna á 2 ára fresti.

Það eru 2HDMI tengi á varpanum en ég nota bara annað þeirra. Tek kapalinn í stokk úr varpanum og niður að græjuskápnum, og þar er ég með HDMI sviss með 4xinn og 1x út. Tek þar inn digital ísland, PS3 og HTPC vélina, bað bara um að fá HD myndlykilinn og það var ekkert mál.

Overall er ég mjöög sáttur við varpann, gríðarlega sáttur með hvað ég er að fá mikið fyrir þennan pening. Flestir sem koma í heimsókn eru alveg hissa á gæðunum.

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 12:53
af ingibje
jaa mér lýst best þá þessa frá buy.is, http://buy.is/product.php?id_product=9202756 -> http://buy.is/product.php?id_product=9202756

skil samt ekki afhverju þessi; http://buy.is/product.php?id_product=1732 , mætir allt í einu með 2700 lumens ? og 4000 - 6000 tíma á perunni.

þó ég sé virkilega dottinn í það að horfa á allt mitt efni í HD, þá gæti verið dáldið freistandi að byrja á þessum ódýrasta ef það er einhvað vit er í honum
svo myndi maður bara selja hann með ~50% aföllum eftir hálft/heilt ár og detta í alvöru græju þá.

upplausnin í honum er samt agaleg og hann er eingöngu með vga tengi :l væri einhvað gaman að honum ?

ef einhver er með fleiri hugmyndir endilega pósta þeim.

þakka líka fyrir fantafín svör ;)

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 12:59
af Revenant
Bara til að láta ykkur vita.. langflestir skjávarpar í dag hafa 800x600 ("ódýrir"), 1024x768 eða í hæsta lagi 1280x1024 native upplausn ("dýrari"). Skiptir engu þótt að skjávarpinn geti birt 1920x1080 upplausn. Ef þú keyrir skjávarpann í hærri upplausn þá verða myndgæðin léleg (það er svarthvít "taflborð" verður grátt á lit).

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 13:04
af AntiTrust
Revenant skrifaði:Bara til að láta ykkur vita.. langflestir skjávarpar í dag hafa 800x600 ("ódýrir"), 1024x768 eða í hæsta lagi 1280x1024 native upplausn ("dýrari"). Skiptir engu þótt að skjávarpinn geti birt 1920x1080 upplausn. Ef þú keyrir skjávarpann í hærri upplausn þá verða myndgæðin léleg (það er svarthvít "taflborð" verður grátt á lit).


Akkúrat mjög algengt að fólk rulgi saman supported upplausnum og native upplausnum.

Hinsvegar er þessi varpi sem ég á og tala um hér f. ofan, HD20 - með 1080p (1920x1080) native upplausn.

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Mið 24. Nóv 2010 16:27
af Hauksi
Þór HF er með þennan varpa
á ágætis verði.
Hér er skemmtileg lesning um mismun á
milli tveggja Epson varpa.

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Lau 04. Des 2010 19:00
af ingibje
sælir, ákvað að bumba aðeins þráðinn, enn nú stendur valið svona nokkurn vegin á milli http://www.epson.co.uk/Store/Projectors/Epson-EH-TW3200 eða http://www.buy.is/product.php?id_product=1023

eini munurinn sem ég sé á þeim er 4000:1 Contrast Ratio (optoma) vs 25, 000:1 dynamic (epson) og síðan 1800 lumens (epson) vs 1700(optoma).

miðan við munin á contrast ratio ætti epson skjávarpinn ekki að vera með töluvert skarpari mynd ? eða er ég allveg út á túni.

er 3d líka allveg out þegar maður er farin í þessa upplausn?, 70 til 100k skjávarpar sem eru þó allir 800x600 virðast allir vera með 3d.

maður er smá stressaður fyrir að vera ekkert að flobba í kaupum þegar maður er farin í svona fjárhæð á sviði(tv vs skjávarpi) sem maður er ekki mikið inn í.

svo allar athugasemdir væru þegnar :)

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Lau 04. Des 2010 19:11
af AntiTrust
Ég hugsa að Epsoninn sé betra val, HD20 varpinn er búinn að vera á markaðnum núna í dálítinn tíma og það fer líklega að koma replacement model og HD20 á þá eftir að droppa verulega í verði á meðan Epsoninn er tiltölulega nýtt módel og hangir aðeins lengur inni. Hann er líka á blaði aðeins betur spekkaður, eini kosturinn umfram Epsoninn sem HD20 hefur er líklega að hann er talsvert minni.

Ég myndi gleyma 3D í bili. Þú átt eftir að njóta þess MIKIÐ oftar og MIKIÐ meira að vera með HD varpa heldur en að þurfa að sætta þig við skítaupplausn alla daga og eitt og eitt 3D bíókvöld.

Hvar ert þú annars að finna 3D varpa á 70-100k? Ertu ekki að rugla saman e-rjum tölum?

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Lau 04. Des 2010 20:38
af ingibje

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Sun 05. Des 2010 18:32
af Hauksi
Ef þú ert að leita að HD-varpa, sem ég held þú sért að gera,

Þá eru 800x600 og 1024x768 varpar ekki inn í myndinni.

Eitthvað að spá í..
Hefur þú stjórn á lýsingu í herberginu sem varpinn verður í (dimmt inni þegar bjart er úti)
Stærð á myndfleti.
Staðsetning á varpa.
Kosnaður vegna perukaupa.

Ef 3-D varpi sé málið fyrir þig, þá að gleyma skjávarpakaupum í allaveganna 2-3 ár!

Skjávarpi með stóóórum myndfleti er magnað, þessum búnaði er samt ekki alltaf auðvelt að koma fyrir
svo gott sé.
Þegar búið er að spá og spekulera þá er kannski betra þegar upp er staðið að kaupa sjónvarp í staðinn!
:|

Re: vantar upplýsingar um skjávarpa

Sent: Sun 05. Des 2010 20:54
af ingibje
já, ég held ég muni gefa sjálfum mér epson skjávarpan í jólagjöf, ég er þegar búin að prófa aðstöðuna hjá mér með skjávarpa sem ég fékk lánaðann, og þetta er alltof töff. enn auðvita er meira batterý í kringum þetta enn sjónvarp.

3d er allt annað enn einhver deal breaker hjá mér, ég er með flatskjá sem er 3d og maður finnur vel fyrir því hversu mikið þetta er í raun á tilraunar stigi, þetta á eftir að vera mun þægilegra og flottara enn þetta er í dag eftir nokkur ár.