Síða 1 af 1

Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Mán 22. Nóv 2010 22:36
af coldcut
Sælir

Var að velta fyrir mér hvort að einhver hefði reynslu af því að panta/nota lyklaborð frá Kinesis-fyrirtækinu. Ætla nefnilega að splæsa í uppfærslu í janúar og þar sem tölvan mun mikið vera notuð við t.d. forritun að þá vil ég fá e-ð lyklaborð sem er ergonomic svo ég sé ekki alltaf slæmur í öxlum og úlnliðum.
Hefur einhver reynslu af þessum lyklaborðum eða hefur heyrt reynslusögur?

Er sérstaklega að spá í þessu hérna: http://www.kinesis-ergo.com/Merchant2/m ... ode=FKBDPC

Svo var ég að velta fyrir mér, þar sem lyklaborðið hefur t.d. sér copy/paste takka, hvort að það sé ekkert mál að fá það til að virka undir GNU/Linux-kerfum

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 00:06
af Benzmann
er þetta ekki eitt af þessum lyklaborðum fyrir fatlaða ?

örtækni er að selja ekkert svo ósvipað lyklaborð
http://www.ortaekni.is/hug-og-velbunadur/ymsar-vorur/
sérð það þarna, heitir comfort eitthvað....

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 01:02
af coldcut
Þetta eru nú ekki beint lyklaborð fyrir fatlaða heldur þá sem hugsa um líkamann á sér. En já þetta comfort lyklaborð lítur nokkuð vel út, spurning hvort maður geti prófað það hjá þeim.

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 05:10
af Black
benzmann skrifaði:er þetta ekki eitt af þessum lyklaborðum fyrir fatlaða ?

örtækni er að selja ekkert svo ósvipað lyklaborð
http://www.ortaekni.is/hug-og-velbunadur/ymsar-vorur/
sérð það þarna, heitir comfort eitthvað....


hahahahahahahaha made my day \:D/

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 07:06
af DJOli
Bwahahahaha

Jumbo XL...segjum bara að ég sé búinn að finna jólagjöfina fyrir 59 ára gamla pabba minn :D

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 09:15
af AntiTrust
Ég get nú ekki sagt að svona lyklaborð (sbr. Comfort borðið) séu meira fyrir fatlaða en aðra.

Ég keypti mér Microsoft Ergonomic4000 borð fyrir ári síðan þegar ég þríbraut á mér hendina og gat ekki skrifað með góðu móti á venjulegt lyklaborð þar sem ég var með nokkra nagla í gegnum úlnliðinn á mér. Að skrifa á venjulegt lyklaborð í dag er kvöð fyrir mig, óþæginlegra, verra fyrir úlnliði, hægara. Ég skil hreinlega ekki afhverju það eru öll lyklaborð ekki í þessu layouti.

Ergonomics borðið :
http://www.newtekuy.com/catalog/images/ ... ey4000.jpg

Re: Kinesis ergonomic lyklaborð

Sent: Þri 23. Nóv 2010 18:06
af coldcut
Jámm ég hef nú lesið nokkuð mörg review og þar fær Microsoft borðið nú ekkert alltof háa einkunn miðað við t.d. þessi Kinesis-borð.

Að auki legg ég mig fram við að nota ekkert frá Microsoft og ef ekki væri fyrir það að ég þyrfti að nota Silverlight til þess að spila vídeó á einni síðu að þá væri ég Microsoft frír.

En veit einhver hvort það sé tekinn tollur af lyklaborðum eða eru þau flokkuð sem tölvuvörur?