Síða 1 af 1

Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 13:44
af Eiiki
Ég var að fá mér nýja tölvu, var að spá í hvaða skjákort ætti að henta mér best miðað við verð. Tölvan er svona:

Aflgjafi; 500w fortron
Örgörvi; AMD Athlon 4200+ core 2duo
Vinnsluminni; 3gb DDR2
HDD; 1000GB Western digital Green glænýr
HDD2; 200GB Seagate
Móðurborð; ASUS A8N
Skjákort; GeForce 8800GT DDR3
Turn; CoolerMaster Elite 335 Glænýr

Endilega gefið mér good info

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 13:56
af rapport
:-k :-k :-k :-k :wtf \:D/

Ef ég væri þú, þá mundi ég ekki kaupa neitt annað en PCI-express skjákort.

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 14:23
af Predator
Ert náttúrulega með 8800GT kort sem á að geta spilað allt þó svo að það fari kannski ekki að tækla crysis og sambærilega leiki í meiru en low/medium gæðum.

Annars veit ég ekki því þessi örgjörvi mun líkast til bottleneck-a flest kort sem eru betri en það sem þú ert með núna, en ef þú ert alveg staðráðin í því að fá þér nýtt kort mundi ég mæla með ATi Radeon HD5770 kortinu.

BTW AMD Athlon X2 4200+ er ekki Core2Duo örgjörvi, Core2Duo örgjörvarnir eru allir frá Intel, það er aftur á móti rétt hjá þér að hann er Dual Core sem er þá táknað með X2 hjá AMD ef mér skjátlast ekki.

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 15:45
af littli-Jake
ef þetta er SLi móðurboð hjá þér sem ég held þá á ég 8800GT kort til sölu. 2 svona kort eru alveg að gera góða hluti

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 16:03
af Frost
Mæli eindregið með því að fá sér annað 8800GT. Var með 2 svona í SLI og það var brjálað performance :megasmile

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 16:56
af sakaxxx
ég held nú að 4200 örrinn verði bottleneck ef þú færð þér eithvað ofur kort eða annað í sli

Re: Hvernig skjákort ætti ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Nóv 2010 21:57
af rapport
sakaxxx skrifaði:ég held nú að 4200 örgjörvinn verði bottleneck ef þú færð þér eithvað ofur kort eða annað í sli


hann er líklega farinn að gera það í dag...