Síða 1 af 1

AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:07
af Klemmi
Sælir,

ég er bara forvitinn, hversu margir hér eru að "bíða" eftir að HD6850/6870 kortin komi í sölu hér heima?

Og hvað þykir ykkur eðlilegt verð fyrir þessi kort út úr búð og hversu miklu máli skiptir framleiðandi ykkur. S.s. hvaða framleiðendur forðisti, hvaða framleiðendur væruði tilbúnir til að borga 2-5þús krónum meira fyrir o.s.frv. :)

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:09
af donzo
Væri frábært að fá ASUS / Sapphire hingað til landsins, miðað við að 6870 er að performa betra/jafnvel og GTX460 í mörgum benchmarks þá væri rétt verðið vera um ~50k ?

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:14
af mercury
verðin á þessu ættu auðvitað bara að vera í samræmi við það sem gerist erlendis en ekki hvað. get ekki sagt að ég sé að bíða eftir þessu eeeen það verður gaman að sjá hvernig verðin verða. þá er aldrei að vita hvað maður gerir.
En já gigabyte asus. vill einnig sjá meira af XFX og EVGA kortum hér á landi. Þó að þau framleiði ekki endilega ati.

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:18
af donzo
mercury skrifaði:verðin á þessu ættu auðvitað bara að vera í samræmi við það sem gerist erlendis en ekki hvað. get ekki sagt að ég sé að bíða eftir þessu eeeen það verður gaman að sjá hvernig verðin verða. þá er aldrei að vita hvað maður gerir.
En já gigabyte asus. vill einnig sjá meira af XFX og EVGA kortum hér á landi. Þó að þau framleiði ekki endilega ati.


XFX framleiða ekki lengur Nvidia bara AMD nuna. (AMD droppuðu ATI, kallast nuna AMD Radeon)
EVGA framleiðir ekki ATI/AMD w/e.

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:20
af Plushy
XFX Kortin eru einfaldlega flottari en flest in, að mínu mati :)

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 20:22
af donzo
Plushy skrifaði:XFX Kortin eru einfaldlega flottari en flest in, að mínu mati :)


Asus / XFX eru þau flottustu ;) enn ég myndi nú halda mér í burtu frá XFX núna miðað við allt þetta sem ég er buinn að vera að heyra um þá nýlega, mjög léleg þjónusta hjá þeim og enhv mikið af vesen með kortin, oft að faila.

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 21:01
af chaplin
Væri til að sjá EVGA/PNY 6990 þegar þau koma á markaðinn! :8)

.. oh wait!! :sleezyjoe

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 21:21
af mercury
doNzo skrifaði:
mercury skrifaði:verðin á þessu ættu auðvitað bara að vera í samræmi við það sem gerist erlendis en ekki hvað. get ekki sagt að ég sé að bíða eftir þessu eeeen það verður gaman að sjá hvernig verðin verða. þá er aldrei að vita hvað maður gerir.
En já gigabyte asus. vill einnig sjá meira af XFX og EVGA kortum hér á landi. Þó að þau framleiði ekki endilega ati.


XFX framleiða ekki lengur Nvidia bara AMD nuna. (AMD droppuðu ATI, kallast nuna AMD Radeon)
EVGA framleiðir ekki ATI/AMD w/e.

veit vel að amd droppuðu ati finnst bara einhvað svo kjánalegt að segja amd 6850 finnst þá alltaf eins og það sé verið að tala um örgjörva.

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 21:28
af Klemmi
daanielin skrifaði:Væri til að sjá EVGA/PNY 6990 þegar þau koma á markaðinn! :8)

.. oh wait!! :sleezyjoe


Haha já, að mínu mati er það eiginlega bara PNY ef þú vilt nVidia kort og XFX ef þú vilt ATI, en skoðun mín byggist á ábyrgðarþjónustu þessara fyrirtækja fyrir fólk búsett á Íslandi :)
Einu fyrirtækin (fyrir utan BFG, RIP) sem ég hef ekki lent í neinu veseni með varðandi ábyrgð, nokkurn tíman :P

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 21:40
af mercury
mig finnst bfg reyndar vera frekar töff merki :)

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 21:44
af Klemmi
mercury skrifaði:mig finnst bfg reyndar vera frekar töff merki :)


Var það já, en fór á hausinn því af sömu ástæðu og talið er að XFX hafi hætt að selja nVidia, því nVidia fuckuðu þeim þegar þeir Fermi kortin komu fyrst á markað, hvorki XFX né BFG fengu eitt einasta eintak ](*,)

Var með helvíti góðan díl við þá, 5ára ábyrgð á hvaða BFG korti sem er, hvort sem það hafði verið skráð á heimasíðunni hjá þeim eða ekki og hvort sem það var pantað frá USA eða Evrópu... geri aðrir betur!

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 22:16
af gummih
held að tölvulistinn sé að fara að selja msi 6850 á 33þús og 6870 á 46þús

Re: AMD 68xx

Sent: Mið 03. Nóv 2010 23:14
af donzo
gummih skrifaði:held að tölvulistinn sé að fara að selja msi 6850 á 33þús og 6870 á 46þús


Do want ef þeir selja 6850 á 33k oO !

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 08:04
af beatmaster
Þar sem að 6870 er að taka við af 5770 myndi ég ekki hafa áhuga á að borga meira en 30.000 fyrir 6870 kort, það er einfaldlega fáránlegt ef að það verður selt á 45.000 kr. :evil:

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 11:10
af Halli25
beatmaster skrifaði:Þar sem að 6870 er að taka við af 5770 myndi ég ekki hafa áhuga á að borga meira en 30.000 fyrir 6870 kort, það er einfaldlega fáránlegt ef að það verður selt á 45.000 kr. :evil:

6850 er að skora betur en 5770 og er á par við 460GTX frá nvidia og 6870 er svipað og 470GTX... svo ég myndi ætla að þú viljir endurskoða verðin :)
http://www.tomshardware.com/reviews/gam ... 782-7.html

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 12:28
af Benzmann
Klemmi skrifaði:
mercury skrifaði:mig finnst bfg reyndar vera frekar töff merki :)


Var það já, en fór á hausinn því af sömu ástæðu og talið er að XFX hafi hætt að selja nVidia, því nVidia fuckuðu þeim þegar þeir Fermi kortin komu fyrst á markað, hvorki XFX né BFG fengu eitt einasta eintak ](*,)

Var með helvíti góðan díl við þá, 5ára ábyrgð á hvaða BFG korti sem er, hvort sem það hafði verið skráð á heimasíðunni hjá þeim eða ekki og hvort sem það var pantað frá USA eða Evrópu... geri aðrir betur!



WTF fóru BFG á hausinn ?

ég var mjög sáttur með þá

er með 9600 gt og 260GTX kort frá þeim

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 12:35
af nonesenze
beatmaster Skrifaði:
Þar sem að 6870 er að taka við af 5770 myndi ég ekki hafa áhuga á að borga meira en 30.000 fyrir 6870 kort, það er einfaldlega fáránlegt ef að það verður selt á 45.000 kr.
6850 er að skora betur en 5770 og er á par við 460GTX frá nvidia og 6870 er svipað og 470GTX... svo ég myndi ætla að þú viljir endurskoða verðin
http://www.tomshardware.com/reviews/gam ... 782-7.html


skoaðu aðeins betur

http://www.anandtech.com/show/3987/amds-radeon-6870-6850-renewing-competition-in-the-midrange-market/21

6870 tapar fyrir 5870 og 6850 tapar fyrir 5850, þessi kort eru búin til, til að keppa við 460gtx umm 200$ kortið því öll ati kortin í svipuðu performance og 460gtx voru to expensive í 5*** seriunni

þannig að þetta er ekki performance boost (nema kannski þegar 69** kemur) heldur er þetta til að vera samkeppnishæfir í verði

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 14:50
af Halli25
nonesenze skrifaði:
beatmaster Skrifaði:
Þar sem að 6870 er að taka við af 5770 myndi ég ekki hafa áhuga á að borga meira en 30.000 fyrir 6870 kort, það er einfaldlega fáránlegt ef að það verður selt á 45.000 kr.
6850 er að skora betur en 5770 og er á par við 460GTX frá nvidia og 6870 er svipað og 470GTX... svo ég myndi ætla að þú viljir endurskoða verðin
http://www.tomshardware.com/reviews/gam ... 782-7.html


skoaðu aðeins betur

http://www.anandtech.com/show/3987/amds-radeon-6870-6850-renewing-competition-in-the-midrange-market/21

6870 tapar fyrir 5870 og 6850 tapar fyrir 5850, þessi kort eru búin til, til að keppa við 460gtx umm 200$ kortið því öll ati kortin í svipuðu performance og 460gtx voru to expensive í 5*** seriunni

þannig að þetta er ekki performance boost (nema kannski þegar 69** kemur) heldur er þetta til að vera samkeppnishæfir í verði

sama og ég sagði??? :) eða varstu að svara Beatmaster með skringilegri tilvitnun í mig og hann í samansulli :roll:

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 15:36
af beatmaster
Málið er að þetta er öflugt Mid-Range skjákort, af hverju á það að hækka í verði, yfirleitt hætta þeir bara að framleiða kortið (eins og í þessu tilfelli 5770) og láta hitt taka við, var þá öll nafnabreytingin sem felstí því að í staðinn fyrir að öfluga mid-range serían heiti *750 og *770 uppí það að heita *850 og *870 aðeins gerð til að geta hækkað verðið á vörunum sínum?

Á þá 7870 að kosta 60.000 og 8870 svo að kosta 75.000? af því að það verður aflmunur á þeim kortum?

Hvað munu þá high end 6970, 7970 og 8970 kosta þegar að þau koma á mrkaðinn? 75.000 kr. 95.000 kr. og svo 110.000 kr. finnst þér það líka eðlileg þróun? og þá 8970X2 á hvað 200.000 kr?

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 18:25
af nonesenze
nonesenze Skrifaði:
beatmaster Skrifaði:
Þar sem að 6870 er að taka við af 5770 myndi ég ekki hafa áhuga á að borga meira en 30.000 fyrir 6870 kort, það er einfaldlega fáránlegt ef að það verður selt á 45.000 kr.
6850 er að skora betur en 5770 og er á par við 460GTX frá nvidia og 6870 er svipað og 470GTX... svo ég myndi ætla að þú viljir endurskoða verðin
http://www.tomshardware.com/reviews/gam ... 782-7.html

skoaðu aðeins betur

http://www.anandtech.com/show/3987/amds ... -market/21

6870 tapar fyrir 5870 og 6850 tapar fyrir 5850, þessi kort eru búin til, til að keppa við 460gtx umm 200$ kortið því öll ati kortin í svipuðu performance og 460gtx voru to expensive í 5*** seriunni

þannig að þetta er ekki performance boost (nema kannski þegar 69** kemur) heldur er þetta til að vera samkeppnishæfir í verði
sama og ég sagði??? eða varstu að svara Beatmaster með skringilegri tilvitnun í mig og hann í samansulli




opnaði bara þráðinn og ýtti á svara (hefði kannski átt að skrolla niður aðeins), samt líka fínt að ég setti anandtech urlið inn svo fólk gæti séð þetta í details

Re: AMD 68xx

Sent: Fim 04. Nóv 2010 19:32
af emmi
Smá offtopic, Klemmi, þið megið alveg endurskoða verðin á Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz, CL9, PC3-10666 Silverline, sama minni kostar 36þ hjá buy.is. :)

Re: AMD 68xx

Sent: Fös 05. Nóv 2010 20:00
af Klemmi
Sæll Emmi,

þakka þér fyrir ábendinguna, ég lækkaði verðið aðeins, má svo búast við áframhaldandi lækkunum á næstunni :)

Svo ákvað ég að panta þessi blessuðu HD6870 og HD6850 kort... Spurning hvort maður skelli einu í gang hjá sér til að prófa :megasmile

Re: AMD 68xx

Sent: Fös 05. Nóv 2010 22:33
af gummih
eru þá 68xx kortin komin til tölvutækni ?
ef ekki, hvað er þá sirka langt í þau og hvað munu þau kosta?

Re: AMD 68xx

Sent: Fös 05. Nóv 2010 22:35
af Klemmi
gummih skrifaði:eru þá 68xx kortin komin til tölvutækni ?
ef ekki, hvað er þá sirka langt í þau og hvað munu þau kosta?


Vil helst auglýsa sem minnst hér, er örugglega ekki vel liðið... en þarna sérðu hvaða kort eru að mæta á mánudaginn :santa

http://tolvutaekni.is/products_new.php

Re: AMD 68xx

Sent: Fös 05. Nóv 2010 22:52
af gummih
ok takk