Síða 1 af 1

USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 22:05
af Skari
Sælir

Er í smá vandræðum með tölvuna/flakkarann að ég get einungis tengt honum í usb aftan á tölvunni til að hann virki. Get ekki notað usb að framan, kemur ljós á flakkarann en þeir bara virðast ekki ná að tengja.

Einnig búinn að tengja usb framlengingu (með magnara) aftan í tölvuna og þaðan í flakkarann en samt vill þetta ekki virka.

Flakkarinn er formataður sem FAT32.

Einhver sem hefur lengt í svipuðu veseni ?

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 22:48
af Fylustrumpur
hvernig flakkari er þetta?

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 22:55
af Skari
Fylustrumpur skrifaði:hvernig flakkari er þetta?


320gb WD fartölvuflakkari

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 23:19
af Benzmann
er að lenda í þessu með minn flakkara líka, ég á 500gb WD fartölvuflakkara, kemur alltaf eitthvað skrítið tikk hljóð þegar ég sting honum í samband í usb að framan á borðvélinni, en ég sting honum í samband að aftan, þá er allt í lagi, og allt í lagi líka ef ég tengi hann við fartölvuna.

myndi helst halda að hann er ekki að fá eins mikið rafmagn svo hann nær ekki að kveikja á sér nægilega,

annars prófaði ég aðra snúru en fylgdi með honum, og þá virkaði hann ef ég tengdi hann að framan á tölvunni hjá mér,. finnst þetta voða spes.

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 23:25
af nonesenze
tikk hljóð í hörðum diskum kemur stundum þegar þeir fá ekki nóg rafmagn og ef þið hafið þá tengda lengi með þetta hljóð geta hlutir í prent plötuni brunnið, alltaf skoða að þeir fái nóg power fyrst, annars myndi ég skoða hvernig usb tengin að framan eru tengd í móðurborðið, ef það eru lausir vírar gæti verið að eitthver + eða - er á vitlausum stað, oftast eru þetta samt heil stikki og þá bara að skoða hvort þau sitji nægilega vel í tenginu á móðurborðinu

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 23:46
af bixer
það er oftast usb1 tengi framan á eða allavega minna rafmagn heldur en aftaná. ég myndi skoða það aðeins

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Mán 01. Nóv 2010 23:47
af Benzmann
usb 2.0 hjá mér að framan og aftan

Re: USB vandræði með flakkara

Sent: Þri 02. Nóv 2010 00:02
af Olafst
Straumtengið hjá þér að framan er líklega ekki að gefa nógu háa spennu til að keyra diskinn.