Síða 1 af 1

Skjárinn of bjartur eða litirnir í ruglinu?

Sent: Sun 24. Okt 2010 13:28
af Plushy
Sælir.

Það var verið að ryksuga svona og rugla í nokkrum tengjum frammi í stofu með þeim afleiðingum að rafmagnið dettur út með þeim afleiðingum að tölvan slekkur á sér. Rafmagnið er látið aftur á og tölvan ræsir sig, síðan kem ég inn á desktopið nema að núna er eins og litirnir séu daufari og allt á skjánum bjartara.

Ég er búinn að prófa að tweaka í Personalize og birtustillingum á skjánum sjálfum, kannski þetta sé eitthvað tengt skjákortinu...

Það er alveg hægt að lifa með þetta en þetta er svo öðruvísi að manni verður illt

Einhverjar hugmyndir?

Re: Skjárinn of bjartur eða litirnir í ruglinu?

Sent: Sun 24. Okt 2010 15:06
af Plushy
ó JÁ!

Eftir að hafa endurræst tölvuna ætlaði hún að starta sér, en neei, kom blue screen í 2 sec síðan "Verifying DMI Pool Data .........." "Boot from CD/DVD:" "DISK BOOT FAILURE, INSERT SYSTEM DISK AND PRESS ENTER"

Lenti í svona líka fyrir stuttu þegar ég ætlaði að uppfæra skjákorts driverana, fór með tölvuna á verkstæði og það var eitthvað í gangi með BIOS og hugbúnaðinn.

Þurfti endilega að gerast á Sunnudegi þegar engin verkstæði eru opin.