Síða 1 af 1
Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 22:23
af kobbinn
Ég veit voða lítið um tölvur og tölvuparta almennt og því gekk ekki beint einsog í sögu þegar ég keypti mér skjákort(R5670-PMD1G) í tölvuna mína.
Þegar ég reyndi að tengja það í tölvuna kom í ljós að það var ekki með eins tengi og móðurborðið, held það sé kallað pci en allaveganna þá þarf ég núna að kaupa nýtt móðurborð en er smeykur við að gera það því að ég veit ekkert hvort það muni virka með restinni af tölvunni. Því bið ég ykkur um hjálp með að velja móðurborð helst í kringum 20þúsund krónur, ég veit ekkert hvaða upplýsingar þið þurfið um tölvuna þannig þið þurfið bara að spurja og ég mun svara eins fljótt og ég get.
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 22:35
af Klemmi
Kortið er fyrir PCI-Express rauf.
Ef þú ert með móðurborð sem er bara með AGP þá þarftu annað hvort að finna móðurborð sem tekur við sama örgjörva og vinnsluminni og þú ert með nú þegar (þú finnur að öllum líkindum ekkert slíkt nýtt, aðeins notað) eða kaupa þér nýtt móðurborð, örgjörva og vinnsluminni

Vildi að ég hefði skemmtilegri fréttir fyrir þig en miðað við lýsingarnar er ég svolítið hræddur um að þetta sé það eina í stöðunni :/
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 22:41
af biturk
væri gaman að vita hvernig örgjörva og minni þú ert með
náðu þér í forritið speccy, settu það upp, opnaðu og taktu skjáskot af því, smelltu því á síðu á borð við photobucket og sendu myndina hér inn.
það er alveg möguleiki á því að þetta gæti gengið upp þó líkurnar séu leiðinlega mikið á móti þér!
en það er líka alveg í stöðunni að þú gæti fengið ódýrt notað dót hér ef þú ert með neinar rosa kröfur, spurning hvað þú ert að fara að nota tölvuna í!
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 22:57
af kobbinn
http://i1124.photobucket.com/albums/l57 ... 1287874338vonandi virkar þessi linkur...
en allaveganna ætlaði ég aðallega að fá mér betra skjákort til að geta spilað nýrri tölvuleiki. En ef maður þarf nú að kaupa örgjörva meira þá er það svosem ekkert mál.
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:03
af biturk
gætir sloppið með að kaupa þér bara eitthvað notað móðurborð með pci exp rauf og örgjörva, ef þú finnur það svona í eldri kantinum (amd 939 til dæmis ) þá eru meiri líkur á að það noti ddr1 minni.....og þá myndiru sleppa við þau kaup.
síðann ef budget er ekki issue þá gætiru náttlega bara fjárfest í þessu þrennu alveg nýju
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:19
af kobbinn
takk kærlega fyrir.
en ég held að það sé best í stöðunni að kaupa nýtt... eru einhverja sérstakar vörur sem þú mundir mæla með þá meina ég móðurborð örgjörva og vinnsluminni
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:22
af Lallistori
kobbinn skrifaði:takk kærlega fyrir.
en ég held að það sé best í stöðunni að kaupa nýtt... eru einhverja sérstakar vörur sem þú mundir mæla með þá meina ég móðurborð örgjörva og vinnsluminni
Hvað ertu til að eyða í þetta ? betra að setja saman þegar maður veit hvað hámarkið er

Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:24
af kobbinn
helst ekki yfir 30-35þúsund

Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:25
af Klemmi
Held ég verði að vera sammála. Koma þínu dóti í verð (ca. 10þús kall fyrir örgjörvann, móðurborðið og minnið) og leggja í þetta aðeins meir en 20þús kall sem þú nefndir í upphafi

Getur þá keypt þér þokkalegt AMD borð ~10þús
2x1GB DDR3 ~9þús
AMD Athlon II X3 4xx ~15þús
Þá ertu að koma út á ca. 24þús kall og ert með upgrade möguleika í framtíðinni

Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:34
af kobbinn
ok takk
en þegar þú segir koma í verð meinaru þá að selja það? get ég selt búðinni það eða þarf ég að auglýsa það?
Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:46
af Lallistori
kobbinn skrifaði:ok takk
en þegar þú segir koma í verð meinaru þá að selja það? get ég selt búðinni það eða þarf ég að auglýsa það?
Held að engar tölvuverslanir kaupi það af þér , en auglýsir t.d hér á vaktinni til sölu (jafnvel barnaland líka)

Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Lau 23. Okt 2010 23:48
af kobbinn
ok takk maður

Re: Vantar ráðleggingar með kaupum á móðurborði
Sent: Sun 24. Okt 2010 01:09
af Oak
ég er hérna með eina vél sem þú getur fengið á 20.000 og skjákortið þitt gengur fínt með þessu
viewtopic.php?f=11&t=32919