Síða 1 af 1
Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 15:30
af Black

er með 3x 120mm viftur, stóra zalman örgjörvakælingu og 1 80mm viftu

Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 15:33
af Nördaklessa
skjákortið er svolítið heitt, en örrin í lagi
Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 16:18
af biturk
skjákortið er sosem í heitara lagi, gætir skipt um kælikrem á því eða tjekkað hvort viftan sé ekki í lagi.
Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 23:34
af Black
úff skjákortið fer uppí 80° í dirt 2

Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 23:41
af MatroX
hehe þetta er 8800gts. þetta er alveg eðlilegur hiti, hækkaðu bara smá í viftunni á því, þegar ég var að keyra vélina hjá mér með 8800gts í sli þá voru þau að fara upp í 92° þegar viftan var i stock stillingu í dirt 2
Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fim 21. Okt 2010 23:44
af Black
Davian skrifaði:hehe þetta er 8800gts. þetta er alveg eðlilegur hiti, hækkaðu bara smá í viftunni á því, þegar ég var að keyra vélina hjá mér með 8800gts í sli þá voru þau að fara upp í 92° þegar viftan var i stock stillingu í dirt 2
mjög noobaleg spurning, hvar hækka ég í viftuni ? bios eða einhvað forrit

Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fös 22. Okt 2010 00:04
af MatroX
náðu þér bara í msi afterburner getur notað það bæði til að overclocka skjákortið og hækka í viftunni. ég var með hana í 60% og það kældi kortið vel
Re: Er þetta eðlilegur hiti ?
Sent: Fös 22. Okt 2010 00:17
af AndriKarl
Ég er með 8800gt í SLI og þau voru í svona 50 - 60° í chilli og fóru stundum í 90+ í fullri vinnslu.
Þá tók ég mig bara til og keypti mér
250mm viftu í Kísildal, gerði gat á hliðina og skellti henni í.
Kortin eru núna í 40-45 í rólegheitunum og svona 70-80 í vinnslu.

Nvidia talar um að hámarks hiti fyrir 8800 kortin sé 105° þannig að ég held að þú sért í fínum málum.