Síða 1 af 1

Hjálp með vinnsluminni

Sent: Mið 20. Okt 2010 16:26
af omare90
Er að pæla hvort ég geti sett vinnsluminni sem ég fann ofaní skúffu í tölvuna mína
ég er með þetta http://www.newegg.com/Product/Product.aspx?Item=N82E16813128059R móðurborð og þetta http://www.chip.de/preisvergleich/13437 ... -5-15.html vinnsluminni og svo er ég að pæla hvort ég get sett http://www.valueram.com/datasheets/KVR667D2N5_2G.pdf þennan kubb með?

Með von um góð svör
Ómar

Re: Hjálp með vinnsluminni

Sent: Mið 20. Okt 2010 17:05
af mpythonsr
Já þú getur það en þá lækkar hraðinn á hraðara minninu niður í 667mhz.
En ef þú vilt hafa meira minni og minni hraða þá virka þetta en þú ættir frekar að kaupa þér
minni með sama hraða og timing til að þú fáir sem mest útúr þessu. Einnig þá þarftu 64-bita
stýrikerfi til að geta nýtt öll 4gb, 32-bita kerfi tekur ekki nema 3gb í hæsta lagi þó það sé
hægt að plata með smá forriti í að mappa öll 4gb.

Vona að þetta dugi
MP.