Síða 1 af 1

Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Sun 17. Okt 2010 23:19
af Carragher23
Hvað mæla menn með í fljótu bragði? Þarf að spila þetta helsta. .264 , mkv. og þetta dót :)

Verður aðallega notaður til að spila HD efni. Á að vísu DVico M-4100SH sem er alveg hreint magnað tæki en hann er orðinn gamall og fjarstýringin orðin treg. Spurning samt hvort það sé skynsamlegra
að kaupa bara 2 TB Disk og hýsingu þar sem hægt er að tengja venjulega flakkara við hann?


Það sem að ég hef fundið í fljótu bragði:

http://buy.is/product.php?id_product=981

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=21752

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 10:08
af AndriKarl
http://www.ejs.is/Pages/1014/itemno/XTREAMER
Þetta er snilldar græja.
1080p
Getur tengt flakkara í þetta og hefur innbyggðan 2.5" disk.
Nettengt, getur spilað efni á local networkinu.
Ofl.

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 10:35
af Halli25
Ef þú vilt halda þig við Tvix þá er S1 að koma frá þeim:
http://www.tvix.co.kr/ENG/products/HDSlimS1.aspx

skilst að hann verði á ca. 50K

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 12:32
af Carragher23
Verður hann seldur á Íslandi ?

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 12:40
af Halli25
Carragher23 skrifaði:Verður hann seldur á Íslandi ?


Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 12:54
af Carragher23
Og verður það Tölvulistinn sem verður með hann ?

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mán 18. Okt 2010 13:02
af Halli25
Carragher23 skrifaði:Og verður það Tölvulistinn sem verður með hann ?

Þeir verða pottþétt með hann en þú ættir líka að geta nálgast hann í fleiri búðum eins og t.d. att, start o.fl.

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Mið 20. Okt 2010 23:29
af FreyrGauti

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 00:05
af Tiger
Mig langar í þennan nýja Slim og skipta út HD4100 sem ég er búinn að eiga í nokkur ár. En því miður er ekki til NetShare fyrir Mac og NFS lausnin þeirra virkar bara ekki skít fyrir stórar .mkv myndir (10GB og yfir). Þannig að það er því miður ekki möguleiki, líklega enda ég í Boxee bara.

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 09:16
af Sydney
Fátt pirrar mig meira en sjónvarpsflakkarar. Er virkilega svo erfitt að tengja bara tölvuna við sjónvarpið? Allar nýlegar fartölvur eru með HDMI/DP og öll nýleg sjónvörp eru með HDMI inngang...

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 09:49
af Halli25
Sydney skrifaði:Fátt pirrar mig meira en sjónvarpsflakkarar. Er virkilega svo erfitt að tengja bara tölvuna við sjónvarpið? Allar nýlegar fartölvur eru með HDMI/DP og öll nýleg sjónvörp eru með HDMI inngang...

það er bara svo einfalt að nota sjónvarpsflakkar plús er hægt að tengja marga yfir netið, það oftast handhægara en að leggja hdmi eða aðra sjónvarpskapla aukalega... Ódýrari lausn líka en að gera MC vél

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 11:06
af biturk
Sydney skrifaði:Fátt pirrar mig meira en sjónvarpsflakkarar. Er virkilega svo erfitt að tengja bara tölvuna við sjónvarpið? Allar nýlegar fartölvur eru með HDMI/DP og öll nýleg sjónvörp eru með HDMI inngang...



ef þetta er ekki bara með heimskari commentum!

1. það eru ekki allir með tölvuna nálægt sjónvarpi og það er hundleiðinlegt að borga gat á alla veggi og þræða kapla bara til að tengja tölvuna við sjónvarp

2. það eru ekki allir með nýleg sjónvörp, ég til dæmis er bara með gamalt 28" túpusjónvarp sem er að gera allt sem ég vil, enda hef ég engann áhuga á að eiða plássinu í eitthvað hd bull.

3. en ef þig langar að fara með efnið til systur þinnar eða vinar? taka tölvuna með öllum snúrum og drasli með? tengja allt uppá nýtt? þá er nú þægilegra að hafa einn flakkara með scart/hdmi snúru og straumsnúru og voila, allt tengt á innan við 2 min

4. ekki allir eiga fartölvu og hvað þá fartölvu með humangus hörðum disk.....og nennirinn í að færa alltaf bæði fartölu og flakkara á milli er allavega enginn hjá mér..........fyrir utan það að fjarstýringin er góður gaur sem gæti orðið leiðinlegt að framkvæma á fartölvu.


og þetta eru bara 4 helstu atriðin ](*,)

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 11:14
af mundivalur
En toppurinn er að hafa flakkarann hjá krökkunum og fá frið með mitt tv sem er tengt í pc

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 11:36
af Sydney
biturk skrifaði:
Sydney skrifaði:Fátt pirrar mig meira en sjónvarpsflakkarar. Er virkilega svo erfitt að tengja bara tölvuna við sjónvarpið? Allar nýlegar fartölvur eru með HDMI/DP og öll nýleg sjónvörp eru með HDMI inngang...



ef þetta er ekki bara með heimskari commentum!

1. það eru ekki allir með tölvuna nálægt sjónvarpi og það er hundleiðinlegt að borga gat á alla veggi og þræða kapla bara til að tengja tölvuna við sjónvarp

2. það eru ekki allir með nýleg sjónvörp, ég til dæmis er bara með gamalt 28"
túpusjónvarp sem er að gera allt sem ég vil, enda hef ég engann áhuga á að eiða plássinu í eitthvað hd bull.

3. en ef þig langar að fara með efnið til systur þinnar eða vinar? taka tölvuna með öllum snúrum og drasli með? tengja allt uppá nýtt? þá er nú þægilegra að hafa einn flakkara með scart/hdmi snúru og straumsnúru og voila, allt tengt á innan við 2 min

4. ekki allir eiga fartölvu og hvað þá fartölvu með humangus hörðum disk.....og nennirinn í að færa alltaf bæði fartölu og flakkara á milli er allavega enginn hjá mér..........fyrir utan það að fjarstýringin er góður gaur sem gæti orðið leiðinlegt að framkvæma á fartölvu.


og þetta eru bara 4 helstu atriðin ](*,)

Nokkrir gildir punktar, sé þó enga þörf fyrir að taka þessu svona svakalega nærri þér.

Ég setti saman server úr gömlum pörtum, kostaði mig 20.000kr fyrir kassan og eitthvað annað sem mig vantaði. Er með öll mín gögn þar inni, tengist honum bara með fartölvunni og tengi fartölvuna í sjónvarpið, einfalt mál.

Svo er serverinn jafnvel overkill, venjulegur flakkari er alveg nóg, ekki eins og þeir séu neitt stærri en sjónvarpsflakkarar.

Ef þú ert með túbu gætiru bara notað gamla vél með s-video?

Ágætis punktur hjá þér varðandi að taka gögnin með sér eitthvert, það er í raun eini ókosturinn.

Þessi lausn hentaði mér annars, ódýrari og þægilegri lausn en sjónvarpsflakkari.

Re: Sjónvarpsflakkari fyrir 50 þús

Sent: Fim 21. Okt 2010 12:57
af hagur
Best of both worlds ...

Popcorn Hour flakkari inní hjónaherbergi og full-blown HTPC tengd við græjurnar inn í stofu.

Annars finnst mér sjónvarpsflakkarar snilld. Þeir bara virka ... ekkert codec config vesen eins og svo oft með HTPC vélar. En reyndar ef þeir spila ekki eitthvað, þá ertu í raun bara up shit creek. Nema það komi firmware update sem lagar.