Síða 1 af 1

Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:21
af Akumo
Ætla fara versla mér almennilega tölvu og hef verið að setja saman einhvern lista ef hlutum og hvað þeir kosta.

19.950 - Cooler Master HAF 922 - att.is
24.900 - Antec TruePower New 750W modular aflgjafi með hljóðlátri viftu - tölvutækni
35.900 - ASRock X58 Extreme, Intel LGA1366, 6xDDR3, SLI og CrossFire - tölvutækni
51.900 - Intel Core i7-950 3.06GHz, Quad-Core, 8MB í flýtiminni - tölvutækni
26.860 - CSX PC3-12800 1600 MHz 6GB CL8 3x2048MB - tölvuvirkni
42.900 - PNY NVIDIA GeForce GTX460 XLR8 1024MB, 2xDVI-I & Mini-HDMI - tölvutækni

Endilega segjið mér ef ég get fengið eitthvað af þessu ódýrara eða betra einhverstaðar hef ekki mikið vit á hversu mikið vinnsluminni væri hentugt og heldur ekki hve stórar aflgjafa ég myndi þurfa?

Og hver er munurinn á þessum gtx 460 kortum á buy.is? fyrir utan 700mb og 1gb gerðirnar, sé nefnilega að það eru svo margar gerðir af þessum 1gb.
Er ekki annars 460 kortin bara nokkuð góð?
http://buy.is/search.php?orderby=positi ... arch=Leita

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:27
af BjarkiB
Frekar flott val. Ekkert sem ég sé strax sem þarf að bæta.
Svo væri fínt að vera með aftermarket kælingu fyrir örgjörvan.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:28
af Akumo
Já gleymdi að nefna það, hvað eru menn mest að nota í dag? h50?

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:31
af Plushy
Enginn munur á kortunum nema kannski lúkkið og kælingin, því þetta er sami hluturinn frá mismunandi framleiðendum.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:32
af BjarkiB
Akumo skrifaði:Já gleymdi að nefna það, hvað eru menn mest að nota í dag? h50?


Þarft ekkert endilega að fara úti vatnskælingu.
Viftur eins og Scythe Mugen 2, CoolerMaster 212 o.fl eru allveg nógu góðar. Svo getur bætt annari 120mm hinumegin þá.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:46
af Akumo
Virkar stock þá ekki fínt? eða eru þessar miklu öflugari?

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 19:50
af BjarkiB
Akumo skrifaði:Virkar stock þá ekki fínt? eða eru þessar miklu öflugari?


Jú auðvitað.
Ert samt að kæla mjög vel með þessum aftermarket viftum.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 20:23
af Akumo
Vantar endilega comment á hversu stóran aflgjafa ég þarf í raun og eins með vinnsluminnið hvort 6gb sé ekki fínt bara eða hvort ég ætti að taka 4x2gb uppí 8?

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 20:29
af BjarkiB
Akumo skrifaði:Vantar endilega comment á hversu stóran aflgjafa ég þarf í raun og eins með vinnsluminnið hvort 6gb sé ekki fínt bara eða hvort ég ætti að taka 4x2gb uppí 8?


Þetta er allveg nógu stór aflgjafi.
Maximum Graphics Card Power (W) 160 W
Minimum Recommended System Power (W) 450 W
Supplementary Power Connectors 6-pin & 6-pin


Nei taktu 3*2gb tripple channel.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 21:04
af FriðrikH
Hvernig er með harða diska? Nota gamla? Hafðir þú hugsað þér að hafa sérstakan disk undir stýrikerfið?

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 21:27
af Akumo
Ég er ekki alveg klár þarf eflaust að kaupa mér nýjan er ekki http://buy.is/product.php?id_product=181 bara nokkuð basic?

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 21:34
af FriðrikH
Jú, en væri náttúrulega svaka munur að hafa solid state disk undir stýrikerfið ef þú hefur pening til að splæsa í þannig.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 21:38
af Akumo
Er nú bara að reyna hafa þetta eins ódýrt og vera samt alveg goodshit :þ

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 22:02
af BjarkiB
Akumo skrifaði:Er nú bara að reyna hafa þetta eins ódýrt og vera samt alveg goodshit :þ


Bara að segja þér SSD (solid state drive) skiptir miklu máli uppá hve hratt stýrikerfið er, forrit og margt. Fólk hefur verið að uppfæra örgjörva o.fl til að reyna gera tölvuna hraðvirkari en þá er SSD besta lausnin.

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 22:03
af Akumo
Jább veit allt um það bara þessir diskar eru svo fokkdýrir eins og er :/

Re: Ný samsett tölva

Sent: Fim 07. Okt 2010 22:34
af Akumo
Hvernig samt er með vinnsluminninn, einhver sérstök sem myndu henda mér betur? s.s timings og eitthvað?