Síða 1 af 1
tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:35
af flottur
Halló
Ég er ekki fær í þessu enn svona er þetta, ég er búin að setja AMD Sempron 3300+
http://www.computer.is/vorur/6384/ örgjöva á þetta móðurborð 760GX-M (V1.1)
http://www.ecs.com.tw/ECSWebSite/Product/Product_Detail.aspx?CategoryID=1&DetailID=504&DetailName=Feature&MenuID=24&LanID=0 þá startar hún sér ekki, það kemur vinnsluljós á tölvukassan enn ekkert meir enn það.
Eru einhverjar stillingar sem ég er að gera rangar eða á ég eftir að stilla eitthvað inn í BIOS eða passar draslið einfaldlega ekki saman?

Ég er búin að gúggla enn finn ekki neitt.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:42
af BjarkiB
Fara vifturnar á stað?
Kemur ekkert upp á skjáinn?
Örgjörvakælingin vel föst á örgjörvanum?
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:42
af Daz
Settirðu örgjörvann rétt í? Settirðu hitaleiðandi efni milli örgjörva og kælingar? Settirðu kælingu? Virkar tölvan með þeim örgjörva sem var í áður? Er örgjörvinn örugglega studdur af móðurborðinu?
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:46
af flottur
Fara vifturnar á stað?já þær gera það
Kemur ekkert upp á skjáinn?Neibb það kemur ekkert á skjáin
Örgjörvakælingin vel föst á örgjörvanum?já og gott betur enn það.
Settirðu örgjörvann rétt í?Já það gerði ég, getur ekki farið á milli mála hvernig hann á ða snúa
Settirðu hitaleiðandi efni milli örgjörva og kælingar?jamm
Settirðu kælingu? jamm
Virkar tölvan með þeim örgjörva sem var í áður? jebb
Er örgjörvinn örugglega studdur af móðurborðinu?miða við specs á móðurborð og örgjörva þá mun það vera jákvætt
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:57
af Zpand3x
prufaðu að aftengja stýrikerfis- harðadiskinn þinn og sjá hvort þú komist inn í BIOS.
Ef það virkar þá er þetta líklegast stýrikerfið sem er í fýlu og þú þarft að setja windows diskinn í og installa driver fyrir örgjorfan rsum.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 15:59
af flottur
ok ég tékka á þessu, já ég er með win xp á leikfanginu
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:02
af dori
Zpand3x skrifaði:prufaðu að aftengja stýrikerfis- harðadiskinn þinn og sjá hvort þú komist inn í BIOS.
Ef það virkar þá er þetta líklegast stýrikerfið sem er í fýlu og þú þarft að setja windows diskinn í og installa driver fyrir örgjorfan rsum.
Ólíklegt þar sem það kemur ekkert á skjáinn. Þ.a.l. er tölvan væntanlega ekki að POSTa og þá kemur stýrikerfið ekkert nálægt þessu.
@OP: góð regla er að rífa allt úr sambandi, prufa að ræsa bara með minni og örgjörva. Ættu að koma einhver píp/ljós/viftur í gang. Setja svo allt hitt í samband eitt af einu og finna þannig hvað var að. Ef það ræsir sig ekki með bara minni og örgjörva ættirðu að ath. að setja örgjörvann í aftur og skoða hvort allt sé tengt eins og það var. Stundum er vesen ef örgjörvaviftan er ekki tengd í rétt slot etc.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:04
af hagur
Ef það gerist ekkert, ekki einu sinni píp og engin mynd á skjáinn .... þá er spurning hvort þessi CPU sé bara dauður.
En um að gera að reyna að útiloka annað fyrst.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:10
af KermitTheFrog
Prufa að hreinsa cmos. Annaðhvort er takki aftan á móðurborðinu eða þú þarft að taka batteríið úr móðurborðinu í x margar sek.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:13
af Daz
flottur skrifaði:Virkar tölvan með þeim örgjörva sem var í áður? jebb
Ertu s.s. búinn að prófa að taka nýja örgjörvann úr og setja þann gamla í aftur? Þú gætir vel hafa shockað eitthvað með stöðurafmagni í þessu fikti. Ef sá gamli virkar enþá, þá steiktirðu þann nýja, ef sá gamli virkar ekki heldur, þá er allt í steik.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:29
af flottur
Búin að prófa að aftengja HD frá móðurborð....ekkert gerðist.
hagur skrifaði:Ef það gerist ekkert, ekki einu sinni píp og engin mynd á skjáinn .... þá er spurning hvort þessi CPU sé bara dau
Var að kaupa hann nýjan frá computer.is
KermitTheFrog skrifaði:Prufa að hreinsa cmos. Annaðhvort er takki aftan á móðurborðinu eða þú þarft að taka batteríið úr móðurborðinu í x margar sek.
Á eftir að prufa það.
Daz skrifaði:flottur skrifaði:Virkar tölvan með þeim örgjörva sem var í áður? jebb
Ertu s.s. búinn að prófa að taka nýja örgjörvann úr og setja þann gamla í aftur? Þú gætir vel hafa shockað eitthvað með stöðurafmagni í þessu fikti. Ef sá gamli virkar enþá, þá steiktirðu þann nýja, ef sá gamli virkar ekki heldur, þá er allt í steik.
finnst það ólíklegt þar sem ég ákvað fyrir lifandis löngu að taka A+ námskeið og hef líka lent í að shocka móðurborð og það var ekki skemmtilegt, hef alltaf passað mig á stöðu rafmagninu.
dori skrifaði:Zpand3x skrifaði:prufaðu að aftengja stýrikerfis- harðadiskinn þinn og sjá hvort þú komist inn í BIOS.
Ef það virkar þá er þetta líklegast stýrikerfið sem er í fýlu og þú þarft að setja windows diskinn í og installa driver fyrir örgjorfan rsum.
Ólíklegt þar sem það kemur ekkert á skjáinn. Þ.a.l. er tölvan væntanlega ekki að POSTa og þá kemur stýrikerfið ekkert nálægt þessu.
@OP: góð regla er að rífa allt úr sambandi, prufa að ræsa bara með minni og örgjörva. Ættu að koma einhver píp/ljós/viftur í gang. Setja svo allt hitt í samband eitt af einu og finna þannig hvað var að. Ef það ræsir sig ekki með bara minni og örgjörva ættirðu að ath. að setja örgjörvann í aftur og skoða hvort allt sé tengt eins og það var. Stundum er vesen ef örgjörvaviftan er ekki tengd í rétt slot etc.
Vinnslu ljósið er í gangi og hitt til að sjá hvort það sé kveikt á tölvunni er í gangi, örgjöva viftan er í gangi.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 16:43
af flottur
KermitTheFrog skrifaði:Prufa að hreinsa cmos. Annaðhvort er takki aftan á móðurborðinu eða þú þarft að taka batteríið úr móðurborðinu í x margar sek.
Búin að gera þetta og það var víst ekki málið.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 17:08
af beatmaster
Ef að þetta er AM2 örgjörvi þá er minnisstýringin í örgjörvanum og gæti verið að honum líki ekki við minninn sem að virka með gamla örgjörvanum
Ef að þú setur nýja örgjörvan í en tekur minnin úr, lætur tölvan þá alveg eins? (vifturnar fara af stað, sama ljós, etc...)
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 17:14
af hagur
flottur skrifaði:hagur skrifaði:Ef það gerist ekkert, ekki einu sinni píp og engin mynd á skjáinn .... þá er spurning hvort þessi CPU sé bara dau
Var að kaupa hann nýjan frá computer.is
Það er hægt að kaupa gallaða hluti nýja beint úr búð
flottur skrifaði:Daz skrifaði:flottur skrifaði:Virkar tölvan með þeim örgjörva sem var í áður? jebb
Ertu s.s. búinn að prófa að taka nýja örgjörvann úr og setja þann gamla í aftur? Þú gætir vel hafa shockað eitthvað með stöðurafmagni í þessu fikti. Ef sá gamli virkar enþá, þá steiktirðu þann nýja, ef sá gamli virkar ekki heldur, þá er allt í steik.
finnst það ólíklegt þar sem ég ákvað fyrir lifandis löngu að taka A+ námskeið og hef líka lent í að shocka móðurborð og það var ekki skemmtilegt, hef alltaf passað mig á stöðu rafmagninu.
Myndi nú samt prófa að setja gamla örgjörvann í. Ef hann virkar, þá ertu búinn að útiloka nokkuð margt.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 17:35
af flottur
skilðig, já ég tékkað á því og hann virkar(gamli örrinn þar að segja).
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 17:41
af BjarkiB
flottur skrifaði:skilðig, já ég tékkað á því og hann virkar(gamli örgjörvinn þar að segja).
Þá er líklegast að örgjörvin sé ekki allveg í topp. Eða eins og beatmaster sagði með minnin.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 17:42
af flottur
ok, þetta er samt 754 örri
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 18:21
af flottur
jæja ég er búin að prufa allt sem mér dettur í hug og ykkar hugmyndir einnig og ekkert virkaði.
Þá er það að fara bara upp í computer.is á morgun og athuga hvað hægt sæe að gera.
Ég þakka fyrir góðan stuðning/hugmyndir frá vökturum.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 18:51
af Glazier
Þetta kom fyrir hjá vini mínum, hann setti saman tölvu frá grunni og hún fór í gang og það kom nákvæmlega ekkert á skjáinn.
Við nánari athugun kom í ljós að örgjörvinn var ekki allveg réttur í..
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 19:28
af flottur
Við skulum vona að það er vandamálið og þá verð ég töluvert glaðari enn ég var áðan.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fim 07. Okt 2010 20:06
af Daz
Svo er alltaf spurning með aflgjafann, er hann mjög gamall, er mjög mikil orkunotkun á gamla og nýja örgjörvanum? (Það ætti að vera hægt að prófa orkunotkunina með því að taka sem mest úr sambandi, diska, drif, jafnvel taka út skjákortið er þú ert með innbyggt). Ég lenti í því einusinni að ný tölva sem ég setti saman frá grunni virkaði ekki á no-name aflgjafanum úr gamla kassanum.
Ég er bara að skjóta út í loftið samt, ég hef ekkert A+

Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fös 08. Okt 2010 01:29
af flottur
hey það gæti verið góð pæling, ég tékka á þessu og læt í mér heyra.
Re: tölvan ræsir sig ekki eftir að sett er í hana örgjörva
Sent: Fös 08. Okt 2010 12:29
af Benzmann
prófaðu að þrífa örgjörvann allan, bara með própanoli eða einhverju sótthreinsandi, getur verið að það hafi verið fingrafar or some á honum.
en stundum ræsa tölvur sér ekki vegna þess að örgjörvakælingin sé ekki nóguvel sett á. kanski skrúfuð of fast eða laust.