Síða 1 af 1

Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Mið 06. Okt 2010 21:52
af Harkee
Daginn meistarar, ég er með 24" samsung 2493HM skjá 16:10 og mig langar í annan við hliðiná, hef aldrei verið með þannig setup áður þannig ég spyr:

er ekki óþæginlegt og óstílhreint að vera með 16:9 skjá hliðiná 16:10 ? einhver með reynslu af því ?

myndi 17" eða 19" í svipuðum hlutföllum virka ss ekki widescreen ?

er að pæla í að punga út svona 20-25fyrir skjá, kannski meira ef hann er rosa góður

allar pælingar og hugmyndir vel þegnar

kv,

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Mið 06. Okt 2010 21:59
af gardar
gæti hugsað að 16:10 og 16:9 sé frekar óþægilegt... Sjálfur kýs ég að hafa sömu stærð með sömu upplausn á skjáum sem eru hlið við hlið.

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Mið 06. Okt 2010 22:27
af KermitTheFrog
Það er mun þægilegra að hæðin sé sú sama.

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Mið 06. Okt 2010 22:32
af Revenant
Það er yfirleitt birtumismunur / litirnir sem fara frekar í taugarnar á fólki heldur en sjálf stærðin.

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Lau 09. Okt 2010 14:25
af rapport
Ég er með 24" 16:9 skjá og 19" 4:3 skjá...

Hæðin er sú sama og litirnir/birtan svipaðir (þurfti að stilla þá til)...

Mjög þægilegt... (langar samt í annan 24" BenQ G2420HDB)

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Lau 09. Okt 2010 15:21
af teitan
Harkee skrifaði:Daginn meistarar, ég er með 24" samsung 2493HM skjá 16:10 og mig langar í annan við hliðiná, hef aldrei verið með þannig setup áður þannig ég spyr:

er ekki óþæginlegt og óstílhreint að vera með 16:9 skjá hliðiná 16:10 ? einhver með reynslu af því ?

myndi 17" eða 19" í svipuðum hlutföllum virka ss ekki widescreen ?

er að pæla í að punga út svona 20-25fyrir skjá, kannski meira ef hann er rosa góður

allar pælingar og hugmyndir vel þegnar

kv,


Ég er með Samsung Syncmaster 2493HM eins og þú og svo fékk ég mér Samsung Syncmaster 2494 (16:9) við hliðin sem aukaskjá, það angrar mig ekkert þó svo að 2494 skjárinn sé aðeins lægri enda er ég aldrei að láta neitt spanna neitt yfir þá báða... nota 2494 skjáinn eingöngu fyrir það sem ég vil hafa alltaf uppi þegar ég er að vinna á hinum skjánum (messenger, winamp o.s.frv.)

Re: Pælingar með aukaskjáinn

Sent: Lau 09. Okt 2010 16:49
af AntiTrust
Úff.. Ég er svo mikil OCD týpa að ég gæti ekki verið með annan lit á umgjörðinni þótt annað væri eins.

Ég er með 3x22" BenQ, allir eins nema hvað miðjuskjárinn er LED baklýstur og það er að gera mig insane :popeyed