Síða 1 af 1
Mac og external drive
Sent: Sun 03. Okt 2010 23:52
af KermitTheFrog
Mac getur alveg lesið NTFS flakkara er það ekki?
Re: Mac og external drive
Sent: Sun 03. Okt 2010 23:56
af Leviathan
Ekki úr kassanum en það er ekkert mál með einhverju forriti.
Re: Mac og external drive
Sent: Sun 03. Okt 2010 23:57
af Hargo
Minnir að það sé þannig að Mac getur lesið NTFS en ekki skrifað.
Getur hinsvegar notað forrit sem heitir Macfuse til að skrifa og lesa á NTFS.
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 00:18
af Sæþór
Ég hef notað Paragon hingað til, og aldrei klikkað..
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 00:42
af zdndz
Sæþór skrifaði:Ég hef notað Paragon hingað til, og aldrei klikkað..
2 línur í undirskrift

Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 01:40
af KermitTheFrog
Þannig að fyrir græningja sem kann lítið sem ekkert á tölvur þannig séð þarf hann að vera Fat32? Eða eitthvað mac format?
Jesús hvað er Jobs að spá?
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 09:07
af BjarniTS
KermitTheFrog skrifaði:Þannig að fyrir græningja sem kann lítið sem ekkert á tölvur þannig séð þarf hann að vera Fat32? Eða eitthvað mac format?
Jesús hvað er Jobs að spá?
Þeir sem að geta ekki höndlað partition format gátur ættu að fara varlega fram úr rúminu á morgnanna.
Tengist ekkert Steve Jobs , gætir alveg eins ætlast til að win læsi hfs eða ext4
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 09:18
af Hargo
Er það samt ekki þannig að Win XP getur mest formattað 32GB í Fat32?
Ef maður er með stóran disk sem mann langar til að formatta í Fat32, hver eru size limitin á hverju partition? Segjum bara að ég sé með 500GB disk sem ég ætla að formatta í Fat32 gegnum Win 7. Varla get ég haft 1 partition sem er 500GB?
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 11:30
af dori
Hafa bara NTFS disk með litlu FAT partitioni sem er með install fæl fyrir driverinn sem þarf. Eða hafa þetta öfugt, HFS+ drif með litlu NTFS/FAT partitioni fyrir windows driver. Fer eftir því hvernig diskurinn er notaður (mest win/mest mac).
Annars þá er þetta allt stutt útúr boxinu með flestum ef ekki öllum nýlegum dreifingum af linux (*hint hintiti hint hint*).
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 12:12
af coldcut
Re: Mac og external drive
Sent: Mán 04. Okt 2010 13:36
af Sydney
Mæli virkilega með því að ná í NTFS driver fyrir OSX. Að geta ekki haft stærri skrár en 4GB sukkar.