Síða 1 af 1

Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 18:18
af Plushy
Sælir.

Er með i7 930 cpu (engin yfirklukkun) á stock kælingu í HAF X kassa. Ég hef tekið eftir því að hann er oft í 60-65 C° samkvæmt speccy. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Hef aldrei tekið eftir því að hann hitni meira en 50-55 gráður.

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 18:24
af BjarkiB
Plushy skrifaði:Sælir.

Er með i7 930 cpu (engin yfirklukkun) á stock kælingu í HAF X kassa. Ég hef tekið eftir því að hann er oft í 60-65 C° samkvæmt speccy. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Hef aldrei tekið eftir því að hann hitni meira en 50-55 gráður.


Prufaðu að reyna 100% á hann, getur notað Prime95 til þess og gáðu hvað hitinn fer hátt.

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 18:32
af Plushy
Fór frá 55 C° upp í 80 C° og silaðist svo upp í 88 C° síðan stoppaði ég það

finnst eins og eitthvað sé að.

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 19:14
af BjarkiB
Plushy skrifaði:Fór frá 55 C° upp í 80 C° og silaðist svo upp í 88 C° síðan stoppaði ég það

finnst eins og eitthvað sé að.


Er frekar óvenjulegt miðað við óyfirklukkaðan örgjörva. Eru vifturnar, og kælingin allveg föst á örgjörvanum?

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 19:43
af svanur08
Plushy skrifaði:Fór frá 55 C° upp í 80 C° og silaðist svo upp í 88 C° síðan stoppaði ég það

finnst eins og eitthvað sé að.


spurning að fá sér betri kælingu

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 19:48
af svanur08
og já myndi byrja á að taka kælinguna af og prufa smella henni aftur á, getur verið lélegt contact milli örrans og kælingunar

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 19:49
af BjarkiB
svanur08 skrifaði:
Plushy skrifaði:Fór frá 55 C° upp í 80 C° og silaðist svo upp í 88 C° síðan stoppaði ég það

finnst eins og eitthvað sé að.


spurning að fá sér betri kælingu


Örgjörvin ætti enganveginn að fara svona hátt, ekki einu sinni á stock kælingu. Hlítur að vera ein skrúfa eða festing laus eða eitthvað annað.
Hvað léstu mikið af kælikremi?

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 20:27
af Plushy
Ég veit ekkert með kælikrem, lét setja hana saman fyrir mig, gerði það ekki sjálfur.

Hef ekkert orðið var við neina hitnun fyrr en fyrst núna, gæti uppfærsla mín á vinnsluminni getað haft einhver áhrif eða er kannski komið eitthvað mikið af ryki? finnst það samt ekki útskýra hitnunia..

Hugmyndir um góða örgjörvakælingu?

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 20:29
af BjarkiB
Plushy skrifaði:Ég veit ekkert með kælikrem, lét setja hana saman fyrir mig, gerði það ekki sjálfur.

Hef ekkert orðið var við neina hitnun fyrr en fyrst núna, gæti uppfærsla mín á vinnsluminni getað haft einhver áhrif eða er kannski komið eitthvað mikið af ryki? finnst það samt ekki útskýra hitnunia..

Hugmyndir um góða örgjörvakælingu?


CoolerMaster Hyper 212. Á sjálfur eitt stykki. En ertu búinn að kíkja inní hana?

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Sun 03. Okt 2010 20:36
af Plushy
Jaaa.. horfði bara á þetta með hliðina af, þorði ekki að ýta í neitt :)

Er ekki Corsair H50 málið nú í dag?
Mynd

:(

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 16:52
af littli-Jake
hentu SpeedFan og fáðu þér CPUID hardware monitor.

H50 virðist vera að gera góða hluti sérstakelga ef þú miðar við kostnað

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 19:16
af gardar
Plushy skrifaði:Er ekki Corsair H50 málið nú í dag?


Nei

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 19:35
af Plushy
Hverju mælirðu þá með?

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 19:45
af gardar
Fer eftir því hvort þú nennir að standa í vatni eða sért sáttur með loft...

H50 er bara alls ekki að standa sig nógu vel, getur fengið loftkælingar sem eru að standa sig betur en hún.

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 20:09
af Plushy
er nokkuð sama hvort það er :)

Vill amk ekki hafa þotu hljóð, en það yrði allt í lagi svo lengi sem þetta væri ekkert að hitna upp úr öllu valdi. Eina sem ég hræðist við vatnskælingu er að það leki útum allt ^^

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 20:10
af chaplin
Samt sem áður, H50 /m. einu litlu forðabúir, auka 120mm vatnskassa ef þú nennir því og þá er hún mun betri en nokkur loftkæling. Annars er Megahalems alltaf í uppáhaldi hjá mér þótt það sé til betri. ;)

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 20:16
af Plushy
Samt sem áður, H50 /m. einu litlu forðabúir, auka 120mm vatnskassa ef þú nennir því og þá er hún mun betri en nokkur loftkæling. Annars er Megahalems alltaf í uppáhaldi hjá mér þótt það sé til betri.


Sé það ekki í sölu hjá Tölvutækni, pantið þið það inn? (Megahalem)

Opnaði turninn minn samt í gær og þreif spaðana og tók ryk úr viftunni og örgjörvinn er milli 50-58 í leikjum í staðinn fyrir 60-65 C°

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 20:37
af vesley
Plushy skrifaði:
Samt sem áður, H50 /m. einu litlu forðabúir, auka 120mm vatnskassa ef þú nennir því og þá er hún mun betri en nokkur loftkæling. Annars er Megahalems alltaf í uppáhaldi hjá mér þótt það sé til betri.


Sé það ekki í sölu hjá Tölvutækni, pantið þið það inn? (Megahalem)

Opnaði turninn minn samt í gær og þreif spaðana og tók ryk úr viftunni og örgjörvinn er milli 50-58 í leikjum í staðinn fyrir 60-65 C°




Mæli virkilega með Megahalem.

Langbesta kælingin sem þú getur nokkurn tíman fengið fyrir peninginn, enda er kælingin algjör hlunkur.

Annars er 50-58°C svona "allt í lagi" hiti.

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 21:04
af gardar
daanielin skrifaði:Samt sem áður, H50 /m. einu litlu forðabúir, auka 120mm vatnskassa ef þú nennir því og þá er hún mun betri en nokkur loftkæling. Annars er Megahalems alltaf í uppáhaldi hjá mér þótt það sé til betri. ;)



Þá ertu líka basically kominn í full blown vatn ;)

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Mán 04. Okt 2010 23:26
af Flamewall
Getur líka farið í eina svona, er sjálfur með þessa

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_76&products_id=1593

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Þri 05. Okt 2010 08:03
af Benzmann
Flamewall skrifaði:Getur líka farið í eina svona, er sjálfur með þessa

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_76&products_id=1593



þessi er góð, er með svona og 120mm viftu á þessu fyrir Q6700 örrann minn, og runnar smooth í 35 gráðum í eðlilegri vinnslu :D

Re: Eðlilegur hiti örgjörva?

Sent: Lau 09. Okt 2010 00:47
af Plushy
Svínvirkar þessi Thermalright kæling?

Ef h50 er ekkert mál og kælir nóg með engu hljóði yrði það samt fínt, annars skelli ég mér á þessa þarna (watch out Tölvutækni here I come again ^^)

Er í 50'ish gráðum að skoða vaktina og vafra, upp í 60+ í leikjum.