Síða 1 af 1

Klárlega nýliði.

Sent: Mið 25. Feb 2004 08:53
af fallen
Já, ég hef verið að spá í þessu í smá tíma og er ekki að fatta.
Hvað er RAID 0 eða 1 eða ofar (ef það er til) :?
Svo líka munurinn á hdd sem eru IDE eða SATA.

Væri eitthver fínn gaur til í að útskýra þetta fyrir mér :D

Sent: Mið 25. Feb 2004 09:48
af gnarr
raid er samheiti yfir tæknir til að láta marga diska vinna saman "sem einn" með þar til gerðum stýringum. orðið raid er skammstöfun á "Redundant Arrai of Inexpensive Disks"(Villuvarið Mengi af Ódýrum Diskum.. væri VMÓD á íslensku ;) hehe). þessi staðall var hannaður sem ódýr leið til að fá mikil afköst og áreiðanleika úr ódýrum diskum.

Raid 0 (sem er BTW ekki alvöru raid, þar sem það er ekki villuvarið) er þannig byggt upp að þú ert með 2 eða fleiri diska og deilir (strípar) gagna blokkum á milli diskanna þannig að hún les helmingin af gögnunum af hvorum disk fyrir sig. þetta veldur því að þú getur fengið mun meiri afköst (theoratically tvöfalt performance), en á móti því, þá eru tvöfalt meiri líkur á því að þú tapir gögnum, vegna þess að bara annar diskurinn þarf að bila til að þú tapir öllum gögnunum.

Raid 1 eða mirror virkar þannig að þú ert með 2 jafn stóra diska sem eru í rauninni bara afrit af hvorum öðrum. þannig eru mjög litlar líkur á að þú tapir nokkurntíman gögnum þar sem að þú ert sjálfkrafa alltaf með glænýtt bakcup af öllu. stór galli við þetta er að megabætið verður 2x dýrara.

Raid 5 er þannig að þú þarft að ver með 3-7 diska í mengi (semsagt að vinna saman). Raid stýringin notar jafn stórann hluta af hverjum disk og diskarnir eru margir undir parity gögn (semsagt 1/7 af hverjum disk ef það eru 7 diskar eða 1/3 af hverjum disk ef það eru 3 diskar). þannig að ef að einn diskur í menginu bilar, þá ertu alltaf með parity gögn sem þú getur notað til að "byggja" gögnin aftur upp á nýjann disk.
Þetta er lang besta Raid leiðin sem er til. býður uppá mikið öriggi mikinn hraða og tiltölulega lítinn kostnað á megabæti, en gallinn er sá að byrjunarkostnaðurinn er mjög hár (verð á raid5 stýringu og að minstakosti 3 diskum).

síðan eru til nánast endalaust af stöðlum í viðbót, en þetta eru þeir 3 vinsælustu.

Sent: Mið 25. Feb 2004 10:21
af Snikkari

Sent: Mið 25. Feb 2004 10:40
af fallen
Ok kúl, takk fyrir góð svör :)

Sent: Mið 25. Feb 2004 12:31
af wICE_man
Ekki gleyma 1+0 ef þú átt fjóra diska þá geta 2 og 2 geymt sömu gögn og síðan getur sitthvort þessara para notað RAID 0. Þannig færðu afköst og öryggi, en það kostar slatta að koma sér upp 4 diskum:)

Sent: Mið 25. Feb 2004 14:13
af gnarr
það er sniðugra að nota raid5 heldur en raid0+1 ef þú hefur fjóra diska. með raid 5 færðu meiri hraða á 4 diskum en með raid 0+1. nánast sama öriggi, en ert þó lengur að gera við array ef einn diskur bilar (sem gerist hvorteð er ekkert mjög oft. og megabætið er 33% ódýrara

Sent: Mið 03. Mar 2004 10:25
af so
Flott svör strákar og fræðandi :D Best að fara að hugsa um RAID á draslið

Sent: Mið 03. Mar 2004 12:10
af ParaNoiD
Raid getur samt verið pain in da butt ef mar td. þarf svo að nota diskana á venjulegann IDE controller sem er ekki RAID ég seldi Móbóið mitt og tók 2 stæðstu diskana úr sem voru raidaðir og ætlaði barasta að skella þeim á IDE í annarri vél(já ég veit núna að það var fáfræði á RAID) :oops:
Diskarnir virkuðu ekkert auðvitað vegna RAID array og ég fann enga leið til að redda þessu endaði með því að ég fiktaði frá mér góðann slatta af gögnum :cry:

en það góða við þetta er samt að ég lærði slatta um RAID :D og þetta voru ekkert merkileg gögn svosem ;)
Nema kannski Allir Klaufabárðaþættirnir sem ég var búinn að sanka að mér :P

Mæli eindregið að ef einhver ætlar að prófa RAID þá lesa sér vel til um það og vita hvað hann er að gera :)

Sent: Mið 03. Mar 2004 18:01
af Snikkari
Flottast að vera með a.m.k. 3 74Gb Raptor í Raid 5 :)

Sent: Mið 03. Mar 2004 18:08
af GuðjónR
Og þá heyrnahlífar? er ekki flottara að vera með 3 x SCSI í raid? (og þá líka heyrnahlífar.)