hagur skrifaði:
Ú ... CarPC .... myndir/uppl. ?
Er reyndar ekki með nýlegar myndir en ég er með speca:
7"Xenarc snertiskjár í mælaborðinu þar sem útvarpið á að vera, 7" skjár taka svipað pláss og 2din (venjulegt útvarp er 1Din)
Intel D945GCLF2 Atom móðurborð með 2gb minni
Garmin GPS móttakra og Garmin Mobile PC leiðsöguforrit
OBDII bluetooth lesara og forrit sem sýnir hvað vélin/bíllinn eru að gera hverju sinni
USB FM/DAB útvarp sérsmiðað fyrir carPc
3G pung frá símanum til að tengjast netinu "on the road" (fínt til að hlusta Ástralskar útvarpsstöðvar á rúntinum)
Þráðlaust USB netkort
40gb 2,5 ATA harðan disk sem þolir frá -20°c uppí 80°c og 900G(það á að vera hægt að henda honum í gólfið og hann lifir það af) en ég held að hann sé farinn að stríða mér eitthvað og því er ég að hugsa um að fara að skifta honum út
og fl og fl
Til að knýja þetta er ég með spennugjafa sem þolir/tekur inná sig allt frá 6v og uppí 36v (venjulegir fólksbílar eru að nota frá 12-14v) og sér um að knýja tölvuna sjálfa og svo er ég með annan spennugjafa sem sér um að knýja 3 USB hubba með 5v spennu.
Spurning um hvort ég taki myndir eftir helgi ef einhverjir hafa áhuga
Annars er til síða sem snýst bara um þetta hún heitir Mp3car.com og þar er hægt að fræðast allt um þetta