Síða 1 af 1

Það er víst komið að uppfærslu..

Sent: Mán 20. Sep 2010 21:48
af Klaufi
Jæja,
Nú er tölvan orðin of hæg fyrir það sem mig langar að gera, ég verslaði BFBC2 og hún nær ekki einu sinni að keyra hann upp..
Einnig er ég í þungri forritavinnslu en engu grafísku.

Nú spyr ég, kæru vaktarar, á ég að reyna að uppfæra þetta setup með notuðu eða nýju eða á ég að leita að komplett (notuðu) nýju, þar sem ég tými einfaldlega ekki að eyða mikið meira en 40-70k (70k algjörlega tops), vegna þess að ég nota tölvuna ekki eins mikið og maður gerði í den tid..

Hér er speccy shot af gripnum, ath að það er ekki að marka hitastigið þar sem það tvöfaldast (special edition kort sem er með 2 gpu, leggur saman hitastigið á báðum)

Einnig er vert að taka fram að hitastigið í kassanum er mun lægra, hann var viftulaus og opinn í miðjum þrifum þegar þessi mynd var tekin svo þið hefðuð eitthvað að lesa úr..

Mynd

M. fyrirfram þökk.
Klaufi

Re: Það er víst komið að uppfærslu..

Sent: Mán 20. Sep 2010 21:53
af Klaufi
Kannski vert að taka fram að ég hallst frekar í AMD áttina, frekar neutral á nvidia vs. ati en þó myndi ég hlaupa í ati hornið í skotbolta..