Síða 1 af 1
Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Sun 19. Sep 2010 23:13
af TechHead
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Sun 19. Sep 2010 23:19
af chaplin
Þar sem þetta er "software" að þá bíð ég bara eftir að þetta verður crackað.
OCN eru búnir að vera með skiptar skoðanir á þessu -
http://www.overclock.net/hardware-news/ ... nlock.html.
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Sun 19. Sep 2010 23:27
af johnnyb
ætli komi ekki eitthvað sjóræningja forrit sem að getur reiknað út kóðan og þá þarf ekki að kaupa þessi kort.
síðan eftir einhvern tíma þá hættir intel að bjóða uppá þetta
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Sun 19. Sep 2010 23:33
af Benzmann
allt til að græða meira, hef alltaf verið INTEL maður, en er að pæla að skipta í AMD
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Sun 19. Sep 2010 23:58
af appel
Veit ekki nógu mikið til að fordæma.
Er þetta betrumbæting, sem er mögulegt með því að patcha hvernig stýrikerfið schedular vinnu processa/cores á þráðum?
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 00:21
af GuðjónR
Ef þetta er ekki lélegur fimmaurabrandari eða aprílgabb þá er þetta eitthvað það AUMASTA sem ég hef séð í tæknigeiranum og hefur maður nú séð ýmislegt.

Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 01:49
af Hargo
appel skrifaði:Er þetta betrumbæting, sem er mögulegt með því að patcha hvernig stýrikerfið schedular vinnu processa/cores á þráðum?
Ég spyr að því sama....

Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 08:11
af emmi
Ég veit það ekki, gerir Microsoft ekki það sama með Windows, þ.a.e.s. Anytime upgrade?

Allt í lagi ef fólk vill kaupa ódýrari CPU, og ákveður svo seinna að það vilji meiri kraft, þá þarf það ekki að rjúka útí búð og kaupa nýjan örgjörva.
Persónulega myndi ég alveg vilja geta uppfært i7 930 í i7 980 með svona, án þess að þurfa að standa í því að þurfa að selja 930 með tilheyrandi tapi og kaupa nýjan.

Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 10:07
af dori
Intel eru aðeins að droppa í geek-credibility nýlega. Ég missti mest allt álitið sem ég hafði á þeim þegar ég keypti netbook sem var með GMA500 kubbasetti. Intel sem hafði alltaf verið svo rosalega linux vænt var allt í einu farið að spila einhvern rebranding leik með illa hannað chip/drivera til að græða aðeins meiri pening. URRR... ég verð reiður þegar ég hugsa um þetta.
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 15:35
af audiophile
Það verður líklega AMD næst hjá mér þegar Bulldozer kemur. Fíla ekki svona peningaplokk.
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 17:19
af GuðjónR
emmi skrifaði:Persónulega myndi ég alveg vilja geta uppfært i7 930 í i7 980 með svona, án þess að þurfa að standa í því að þurfa að selja 930 með tilheyrandi tapi og kaupa nýjan.

En þú ert þá í rauninni að kaupa i7 980 sem er læstur sem i7 930 og til að fá fulla orku þá þarftu að borga meira?
Mjög líklega sami örrinn af færibandinu.
Svona lagað gerir ekkert annað en að ala á tortryggni. Næst þegar maður kaupir CPU þá veltir maður fyrir sér hvort hann performi á 50% afköstum og maður þurfi að kaupa rándýran skafmiða til að fá fulla virkni.
Mér finnst þetta er riiisaskref afturábak.
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 17:50
af NFSMW
Þetta er nú bara mjög sniðugt eins og sagt var hér að ofan fyrir skrifstofur og venjulegt fólk.
En Guðjón i7 980x er ekki sami chip og i7 930 annar er 45 nm og hinn er 32, held að ég fari rétt með það að Intel hafi ekki núna í seinni tíð slökkt á kjörnum og selt þannig, AMD hefur hinsvegar gert mikið af því og suma er hægt að opna aftur, þannig þeir eru heldur verri ef eitthvað er.
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 18:06
af Gúrú
NFSMW skrifaði:En Guðjón i7 980x er ekki sami chip og i7 930 annar er 45 nm og hinn er 32, held að ég fari rétt með það að Intel hafi ekki núna í seinni tíð slökkt á kjörnum og selt þannig, AMD hefur hinsvegar gert mikið af því og suma er hægt að opna aftur, þannig þeir eru heldur verri ef eitthvað er.
Hahaha, rétt skal vissulega vera rétt en þú skilur pointið hans

Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 18:35
af rapport
En er AMD ekki búið að vera gera þetta "the stupid way" með því að selja fjögura kjarna örgjörva með tveim kjörnum læstum?
Intel er að gera það sama nema bíður möguleikann að borga til að aflæsa tveim kjörnum...
Það má alveg sjá win win situation fyrir alla í þessu, sérstaklega ef kostnaðurinn við framleiðsluna liggur mikið í stopp/start kostnaði framleiðslulínunar.
Það er fræg sagan um Benetton sem framleiddi bara hvíta boli og litaði þá svo eftir pöntunum.
Í þessu tilfelli framleiðir Intel færri tegundir örgjörva en stillir þá svo í samræmi við þarfir neytenda.
Þessi strategia hjá Intel finnst mér vera algjör snilld og gæti leitt til þess að örgjörvarnir þeirra yrðu mun ódýrari, nú má AMD fara að vara sig...
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 18:59
af chaplin
rapport skrifaði:En er AMD ekki búið að vera gera þetta "the stupid way" með því að selja fjögura kjarna örgjörva með tveim kjörnum læstum?
Intel er að gera það sama nema bíður möguleikann að borga til að aflæsa tveim kjörnum...
Það má alveg sjá win win situation fyrir alla í þessu, sérstaklega ef kostnaðurinn við framleiðsluna liggur mikið í stopp/start kostnaði framleiðslulínunar.
Það er fræg sagan um Benetton sem framleiddi bara hvíta boli og litaði þá svo eftir pöntunum.
Í þessu tilfelli framleiðir Intel færri tegundir örgjörva en stillir þá svo í samræmi við þarfir neytenda.
Þessi strategia hjá Intel finnst mér vera algjör snilld og gæti leitt til þess að örgjörvarnir þeirra yrðu mun ódýrari, nú má AMD fara að vara sig...
Reyndar er þetta ekki alveg rétt þar sem ekki allir Dual core örgjörvar eru aflæsanlegir. Þessir 2 auka kjarnar eru merktir sem "gallaðir", en eru þó X miklar líkur að það sé hægt að fá þá til að virka. Sjálfur keypti ég 4 x 550 á sínum tíma til að sjá hvernig þetta virkaði í raun og veru. Náði að "aflæsa" 3 af 4 örgjörvum, 2 örgjörvar fór í ca. 3.8 GHz Quad, 1 örgjörvi fór ca. 4.1 GHz Quad á meðan sá fjórði var alvega fastur í Dual, yfirklukkaðist einnig ekki vel.
Aftur á móti, glænýr Quad @ 4.1 GHz fyrir 15.000kr var pretty god damn impressive.
Mæli með að þú lesir þessa grein, mjög fróðlega. -
http://www.overclock.net/amd-cpus/53550 ... cache.html 
Re: Ósiðlegt move hjá Intel...
Sent: Mán 20. Sep 2010 19:01
af GuðjónR
Gúrú skrifaði:NFSMW skrifaði:En Guðjón i7 980x er ekki sami chip og i7 930 annar er 45 nm og hinn er 32, held að ég fari rétt með það að Intel hafi ekki núna í seinni tíð slökkt á kjörnum og selt þannig, AMD hefur hinsvegar gert mikið af því og suma er hægt að opna aftur, þannig þeir eru heldur verri ef eitthvað er.
Hahaha, rétt skal vissulega vera rétt en þú skilur pointið hans

Ég held hann hafi eitthvað misskilið mig, eða tekið "of" bókstaflega.
