Síða 1 af 1

HP Pavilion dv 6 - Drasl?

Sent: Fim 16. Sep 2010 23:19
af Magginn
Ég keypti HP Pavilion dv 6 1232eo í september í fyrra og er búinn að lenda í bölvuðu veseni með hana síðan þá.

Kannski rétt að byrja á smá upplýsingum um vélina.
2.3 Ghz AMD Turion X2 Dual-Core Mobile Processor RM-77
4096 MB (2 x 2048 MB) memory
ATI Mobility Radeon HD 4650
500 GB (5400) hdd
15.6" Diagonal High Definition HP Brightview Display (1366 x 768)
og fullt af einhverju fancy stöffi sem er varla hægt að fá til að virka eðlilega en lítur engu að síður út fyrir að vera nokkuð solid tölva.

Eftir rúmlega 1-2 mán. notkun fannst mér hún farin að verða helvíti hávær og hitna mikið, það var alltaf eins og hún væri að vinna svakalega mikið... en samt var ekkert að gerast ?!? engin forrit í gangi eða neitt. Lyklaborðið varð alveg óþægilega heitt, maður varð alveg sveittur á fingrunum. Á sama tíma byrjaði tölvan að crasha mér til mikillar gleði, þökk sé recovery í word þá fleygði ég ekki tölvunni út um gluggann. Þegar hún crashaði þá kom svona blár skjár með einhverjum error og alveg brjáluð læti. :? Svo það fór ekki framhjá neinum í húsinu að tölvan væri að crasha. Þetta gerðist einu sinni í tíma... það var stemming. Frá desember og þangað til að ég fór með hana í viðgerð crashaði hún að meðaltali 3-4 í viku líklega.

En ég var alltaf að draga það að fara með tölvuna niðrí HP að láta kíkja á þetta þar sem ég hafði af einhverjum ástæðum trú á því að þetta myndi hætta. [-o<
Loksins drullaðist ég með tölvuna í febrúarmánuði og lá hún á borðinu hjá þeim í HEILANN MÁNUÐ án þess að nokkuð væri gert. Þá fékk ég loksins að komast að því hvað væri að tölvunni, jú það vantaði nýtt kælikerfi í tölvuna og það var ekki til á lager, hvorki hjá þeim hjá Opnum kerfum né lagernum sem þeir panta hjá og þurftu þeir því að bíða eftir því að sá aðili fengi þetta á sinn lager. Bíddu er ekki árið 2010? ](*,) En allavega þá fékk ég loksins tölvuna eftir 5 vikna bið.

Eftir að ég fékk tölvuna var hún ennþá nokkuð hávær, en hún ofhitnaði ekki eins og áður, lyklaborðið varð ekki sjóðandi og hún var hætt að crasha í fyrstu.

Í sumar varð svo rafhlaðan ónýt, hún dugði í 5-10 mín sem er auðvitað langt frá því að vera í lagi, það er kannski eðlileg ending á 4-5 ára gamalli rafhlöðu. Ég fékk nýja rafhlöðu innan 4 daga...no problemo.

En þá er ekki sagan öll því aftur um þetta sumar byrjaði tölvan að crasha sem endaði með því að stýrikerfið hrundi alveg á tölvunni. Yfirleitt hefði maður nú bara sett það upp að nýju en þar sem það var nú búið að vera svo mikið vesen á tölvunni þá ákvað ég að fara með hana niðrí HP. Viðgerðarmaðurinn hringir í mig og segir við mig að þetta sé bara bilun í stýrikerfinu og það þurfi að setja recovery í gang (eða eitthva svoleiðis) eða einfaldlega setja hana alveg upp á nýtt, já og þetta sé bara eitthvað mér að kenna, eitthvað utanaðkomandi sem hafi valdið því að stýrikerfið hafi hrunið. Gott og vel, þar sem ég var með fokking Vista sem ég var aðeins of pirraður á og notaði því tækifærið og skellti Windows 7 á tölvuna. Þetta var í kringum mánaðarmótin júlí-ágúst. Þvílíkur munur að fá W7 fannst mér, tölvan vann betur, ég þurfti ekki lengur að bíða t.d. eftir því að My computer loadaði. En núna aftur í september er tölvan byrjuð að crasha aftur. :evil:

Hvað er til ráða? #-o

[viðbót] Tölvan crashaði aftur og ég sá að error-inn sem kemur er system encountered an uncorrectable hardware error.... awesome =D>

Re: HP Pavilion dv 6 - Drasl?

Sent: Lau 25. Sep 2010 16:13
af Magginn
hardware encountered an uncorrectable error, þegar tölvan crashar og það kemur blue screen þá kemur þessi error. Dettur engum í hug hvað gæti verið vandamálið?