Spurningar um Raid0/1/5 á hörðum diskum
Sent: Sun 12. Sep 2010 20:39
af zdndz
Skil þetta dálítið takmarkað en það veltur á mér nokkrar spurningar ef eitthver væri geðveikt kúúl að geta gefið mér svar
1. Eru venjulegir diskar (oftast) Raid1 eða eitthvað annað?
2.Virkar að hafa stýrikerfi á raid0 diski, sem sagt ef ég er með 2 raid0 diska?
3. er mikill munur í hraða við að hafa 2 raid0 diska í staðinn fyrir að hafa bara einn venjulegan (eins og flestir eru), væri það góð hugmynd að hafa leiki og kannski forrit á 2 raid0 diskum (efni sem má glatast), væri ég að græða eitthvað mikið á því eða er það bara smá hraðaaukning?
4. Getur eitthver skýrt fyrir mér raid5, er ekki alveg að skilja það sem ég googla?
Re: Spurningar um Raid0/1/5 á hörðum diskum
Sent: Sun 12. Sep 2010 20:48
af AntiTrust
1. Tjah "venjulegir diskar" geta verið raid-aðir, diskur settur upp sem simple volume tilheyrir ekki RAID-i nei. Þú þarft tvo diska eða fleiri til að geta sett upp RAID.
2. Já, það virkar að hafa stýrikerfi á RAID0, sem og flestum öðrum RAIDum. Kosturinn við RAID0 eða striped volume eins og það er líka kallað er að hraðinn eykst umtalsvert. Gallarnir eru þeir að það er ekkert redundancy, ef annar diskurinn hrynur, þá eru öll gögnin glötuð, alveg.
3. Já, mikill. Seek hraði helmingar niður og transfer hraði margfaldast skv. fjölda diska, nema controllerinn höndli ekki total throughputtið, þá verður hann flöskuhálsinn.
4. RAID5 notar parity. Þeas, ef þú ert með 4stk af diskum, þá getur einn diskur og það skiptir engu máli hvaða diskur hrunið. Þú setur annan disk í staðinn fyrir þann sem hrundi og rebuildar array-ið. Allir diskarnir innihalda parity upplýsingar sem notast til að endurreikna gögnin upp á þann disk sem hrynur. Á móti kemur að total pláss samanlagt á öllum diskunum í array-inu verður alltaf sem samsvarar stærð á einum disk. Þeas, ef þú ert með 4x500Gb diska færðu 1.5Tb af nothæfu plássi, 500Gb fara samtals í parity geymslu. Hinsvegar ef það hrynja tveir diskar í RAID5 array alveg burtséð frá því hversu margir diskar eru í heildina þá eru öll gögnin týnd. Í RAID6 hinsvegar geturu misst tvo diska án þess að verða fyrir gagnatapi.
Re: Spurningar um Raid0/1/5 á hörðum diskum
Sent: Sun 12. Sep 2010 20:59
af zdndz
AntiTrust skrifaði:1. Tjah "venjulegir diskar" geta verið raid-aðir, diskur settur upp sem simple volume tilheyrir ekki RAID-i nei. Þú þarft tvo diska eða fleiri til að geta sett upp RAID.
2. Já, það virkar að hafa stýrikerfi á RAID0, sem og flestum öðrum RAIDum. Kosturinn við RAID0 eða striped volume eins og það er líka kallað er að hraðinn eykst umtalsvert. Gallarnir eru þeir að það er ekkert redundancy, ef annar diskurinn hrynur, þá eru öll gögnin glötuð, alveg.
3. Já, mikill. Seek hraði helmingar niður og transfer hraði margfaldast skv. fjölda diska, nema controllerinn höndli ekki total throughputtið, þá verður hann flöskuhálsinn.
4. RAID5 notar parity. Þeas, ef þú ert með 4stk af diskum, þá getur einn diskur og það skiptir engu máli hvaða diskur hrunið. Þú setur annan disk í staðinn fyrir þann sem hrundi og rebuildar array-ið. Allir diskarnir innihalda parity upplýsingar sem notast til að endurreikna gögnin upp á þann disk sem hrynur. Á móti kemur að total pláss samanlagt á öllum diskunum í array-inu verður alltaf sem samsvarar stærð á einum disk. Þeas, ef þú ert með 4x500Gb diska færðu 1.5Tb af nothæfu plássi, 500Gb fara samtals í parity geymslu. Hinsvegar ef það hrynja tveir diskar í RAID5 array alveg burtséð frá því hversu margir diskar eru í heildina þá eru öll gögnin týnd. Í RAID6 hinsvegar geturu misst tvo diska án þess að verða fyrir gagnatapi.
takk fyrir góðar upplýsingar

, en eru eitthverjir sem nota 2 raid0 diska og eru með stýrikerfið á því og kannski eitthverja leiki, er stýrikerfið þá mun hraðar að starta sér...?
Re: Spurningar um Raid0/1/5 á hörðum diskum
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:22
af AntiTrust
zdndz skrifaði:takk fyrir góðar upplýsingar

, en eru eitthverjir sem nota 2 raid0 diska og eru með stýrikerfið á því og kannski eitthverja leiki, er stýrikerfið þá mun hraðar að starta sér...?
Ég er með RAID0 á Workstation (i7 vélin í undirskrift). Er með 2x7200.12 500GB Seagate diska í RAID0 uppsetta á x58 Intel controllernum og það er að skila sér í heilmiklu, sjá mynd.

Svo er ég með serverinn settann þannig upp að tveir glænýjir 160Gb Seagate diskar eru í RAID1 (mirror) og svo er ég að fara að setja 16x1.5Tb Seagate 7200.11 upp í RAID6 þegar ég fæ Norco 4220 kassann og 1680 RAID controllerinn.
Sem þýðir að ég get misst annað stýrikerfisdiskinn án þess að verða fyrir neinum niðurtíma, set annan 160Gb disk í og rebuilda array-ið, og er kominn í samt horf á notime. Svo get ég misst allt að tvo diska á sama tíma í RAID6 arrayinu án þess að verða fyrir gagnatapi. Hinsvegar tapa ég sem samsvarar 2xdiskum í geymsluplássi sem fer í parity upplýsingar. Þeas, 16x1.5TB diskar verða 24TB total en bara 21 usable þar sem 3TB fara í parity.