Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
Sent: Fös 10. Sep 2010 23:18
Sælir,
Er að glíma við vandamál sem ég hef aldrei áður lent í. Er með tvo 1TB Samsung diska í Vantec Nextar USB hýsingu. Tek diskana úr hýsingunni og set þá inn í nýja vél sem ég er að setja saman. Þetta eru SATA diskar.
Ræsi vélina og inn í Windows-ið (2k3 server), en hún sér diskana ekki. Fer í disk management, og þá eru þeir báðir þar, en í RAW mode og virðast vera tómir. Ég fékk náttúrulega vægt sjokk, ríf þá úr og skelli þeim aftur í USB hýsinguna, tengi hana við vélina og þá er allt eðlilegt.
Hvað getur orsakað að þeir detti í RAW mode ef ég tengi þá beint inní vélina? Get ég reddað þessu einhvernveginn án þess að tapa gögnum?
Já, svo er ég reyndar líka með annan disk, sem er gamall IDE diskur. Færði hann úr gömlu vélinni og yfir í þá nýju og það sama gerist þar. Er viss um að hann sé eðlilegur ef ég set hann aftur yfir í gömlu, nenni samt varla að prófa það.
Hvaða rugl er í gangi?
Er að glíma við vandamál sem ég hef aldrei áður lent í. Er með tvo 1TB Samsung diska í Vantec Nextar USB hýsingu. Tek diskana úr hýsingunni og set þá inn í nýja vél sem ég er að setja saman. Þetta eru SATA diskar.
Ræsi vélina og inn í Windows-ið (2k3 server), en hún sér diskana ekki. Fer í disk management, og þá eru þeir báðir þar, en í RAW mode og virðast vera tómir. Ég fékk náttúrulega vægt sjokk, ríf þá úr og skelli þeim aftur í USB hýsinguna, tengi hana við vélina og þá er allt eðlilegt.
Hvað getur orsakað að þeir detti í RAW mode ef ég tengi þá beint inní vélina? Get ég reddað þessu einhvernveginn án þess að tapa gögnum?
Já, svo er ég reyndar líka með annan disk, sem er gamall IDE diskur. Færði hann úr gömlu vélinni og yfir í þá nýju og það sama gerist þar. Er viss um að hann sé eðlilegur ef ég set hann aftur yfir í gömlu, nenni samt varla að prófa það.
Hvaða rugl er í gangi?