Síða 1 af 1

Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 20:32
af kjarribesti
er með eitthvað frekar lelegt Ati Radeon 1050 skjákort málið er að það er að hitna svo feitt þegar tölvan hefur verið í gangi í smá stund .. einhver sem á svipað gott skjákort sem er ekki í notkun eða er til í að selja ódýrt eða gefa, er hræddur um að þetta sé að gefa sig ef eitthvað er ?
Mynd
held þetta sé barasta nákvæmlega eins 8)

___
Choice

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 22:50
af Halli25
er með mun betra skjákort til sölu sjá:
viewtopic.php?f=11&t=32343

sama lína og þitt bara high end kort...

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Fim 09. Sep 2010 16:01
af littli-Jake
hvað kallar þú sjúklegan hita samt?

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Fim 09. Sep 2010 17:34
af kjarribesti
þannig að ég brenni mig næstum við að taka utan um það ..

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Fim 09. Sep 2010 17:39
af vesley
kjarribesti skrifaði:þannig að ég brenni mig næstum við að taka utan um það ..



Það kemur fyrir á mörgum kortum... Hvað þá Viftulausum kortum eins og þessu.

Prufaðu að sækja forrit eins og HWmonitor og athugaðu hitastigið á kortinu. link: http://www.cpuid.com/softwares/hwmonitor.html

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Fös 10. Sep 2010 00:51
af Blackened
Mjeh.. kortið sem að ég er með í undirskrift keyrir í 76° í Idle.. allan sólarhringinn.. undanfarin 2 ár eða eitthvað.. hefur ekki orðið meint af ennþá ;)

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Lau 11. Sep 2010 19:27
af kjarribesti
haha bara vona það kveikni ekki í :P -yeah bíð þá frekar eftir að það brenni og geri eitthvað í því þá..

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Mið 29. Sep 2010 20:07
af stubbur312
náðu þér frekar forrit sem heitir speccy

Re: Sjúkleg hitnun á skjákorti ?

Sent: Fim 30. Sep 2010 09:07
af Sydney
90°C telst eðlilegur hiti fyrir sum kort, þó að viftulaust kort í kassa með lélegu loftflæði er ekkert sérlega sniðugt ef þú skyldir vera með svoleiðis kassa.