Síða 1 af 1

Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Fös 03. Sep 2010 18:35
af Plushy
Góðann daginn kæru vaktarar!

Ég keypti mér tölvu í júlí sem ég valdi sjálfur parta í og lét svo setja saman fyrir mig í Tölvutek, nema eini ásættanlegi kassinn sem þeir voru með var Gigabyte Luxo og hafði ég planað að finna annan og svo skipta.

Ég hafði planað að detta í Coolermaster HAF X kassann hjá Tölvutækni og fá þá líka til að færa hlutina yfir því ég treysti mér ekki til þess sjálfur (gæti það svo sem, en ef ég eyðilegg eitthvað þá fer ég bara að gráta ^^) :) Auk þess ætlaði ég að taka út nokkrar stock fan og hafa Red LED í staðinn, veit einhver hvort að það passi 4x 120MM í side panelið eða er það bara á 932 gerðinni? Eða hvort það yrði vandamál fyrir þá hjá Tölvutækni að láta vifturnar í líka?

Breytt: Ég er með i7 930, Gigabyte x58a- ud3r, ATI 5770 crossfire skjákort en 2x2 gb (4gb) af mushkin 1333 mhz minni, er minnið slappt miðað við rest eða er þetta allt að fúnkera vel saman?

Ef ég gleymdi einhverjum nauðsynlegum upplýsingum sem ég þyrfti að bæta inn í, eða að þið séuð með einhverjar uppástungar um hvernig ég ætla að fara að hlutunum, þakka ég öll innlegg.

Cheers :D

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Fös 03. Sep 2010 18:57
af ZoRzEr
Það er ekki pláss fyrir 4 120mm viftur í hliðinni líkt og var í 932. Bara pláss fyrir eina 200mm + fan duct.

Þú getur keypt 2 200mm Red LED viftur frá Coolermaster og sett þær í plássin upp í kassanum. Það er það sama og ég gerði. Getur séð myndir af því í Unboxing þræðinum sem ég gerði.

Frábær kassi annars. Mjög ánægður.

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Fös 03. Sep 2010 19:06
af Plushy
Þakka þér svarið, er þá pláss fyrir eina þannig líka á hliðina eða er hún stock viftan s.s. föst?

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Fös 03. Sep 2010 19:20
af ZoRzEr
Plushy skrifaði:Þakka þér svarið, er þá pláss fyrir eina þannig líka á hliðina eða er hún stock viftan s.s. föst?


Ekkert mál að skipta henni út fyrir eina rauð 200mm. Bara alveg eins og þú villt hafa það.

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Fös 03. Sep 2010 19:29
af eythorion
Haf X er snilld. Það er pláss fyrir eina 230mm viftu, þrjár 200mm og eina 140mm. Síðan er líka nóg pláss fyrir næstum hvað sem þér gæti dottið í hug að setja í hann. Mér finnst hann líka líta miklu betur út þegar maður sér hann í alvörunni heldur en á myndum.

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Mán 06. Sep 2010 09:33
af Plushy
Vitið þið hvort að þeir telji í klukkutímum við samsetinguna?

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Mán 06. Sep 2010 10:06
af ZoRzEr
Plushy skrifaði:Vitið þið hvort að þeir telji í klukkutímum við samsetinguna?


Gæti alveg verið. Ef að þú kæmir með partana tilbúna í lausu tekur þetta ekki langan tíma. Reyndur maður ætti að getað reddað þessu á hálftíma. Ef þú ætlar að bæta við rauðu viftunum tekur það aðeins lengri tíma. Lenti í bölvuðu basli með seinni viftuna ofaná HAF X kassanum mínum.

Mæli með að þú farir og spjallir við kunnigja okkar í Tölvutækni eða Kísildal. Þeir eru alltaf tilbúnir að redda einhverju svona á no time.

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Mán 06. Sep 2010 12:31
af Plushy
Lenti með tölvuna upp úr 10, þetta verður bara klukkutíma kostnaður og verður tilbúið seinna í dag, auk þess sem einn starfsmannana sýndi mér hvernig ég opna toppinn á kassanum og þar með ætti að vera auðvelt að setja vifturnar í og tengja við móðurborðið.

Góð þjónusta hjá Tölvutækni, thumbs up frá mér ef þið eruð í vafa.

Ég á líka gamescon 367 headset sem brotnaði öðru megin þegar ég ætlaði að láta það á mig, sem mér fannst skrítið þar sem það átti að vera nánast ógerlegt.. en ég er þannig gaur sem passar vel upp á alla sína hluti á allar kvittanir og sér eftir öllu ef það eyðileggst eða bilar.

Re: Kassauppfærsla og það sem því fylgir.

Sent: Mán 06. Sep 2010 13:06
af ZoRzEr
Ætli Danni hafi ekki reddað þessu ;)

Eina vandamálið eru helvítis skrúfurnar. Þær voru eitthvað leiðinlega langar og skrítnar, kannski ekki eitthvað sem þú átt liggjandi heima hjá þér en tölvuverslun sem veit eitthvað í sinn haus ætti að eiga til.

Ánægjulegt að þeir gátu reddað þessu fyrir þig.