Síða 1 af 1
Core i7 950
Sent: Fös 03. Sep 2010 14:22
af corflame
Erlendis (Amazon.com) munar einungis nokkrum $ á
i7 930 ($284.99) og
i7 950 ($299.99).
Ég hefði því haldið að það væri rakið dæmi að selja þessa örgjörva hér, en hef enga verslun séð sem selur þetta.
Hvet því tölvuverslanir hérlendis til að taka þetta í sölu!
Re: Core i7 950
Sent: Fös 03. Sep 2010 15:15
af vesley
Minna en vika síðan verðið á i7 örgjörvunum fór að lækka, Og gæti verið að það verði hætt með sölu á 930
Re: Core i7 950
Sent: Fös 03. Sep 2010 23:57
af Klemmi
corflame skrifaði:Erlendis (Amazon.com) munar einungis nokkrum $ á
i7 930 ($284.99) og
i7 950 ($299.99).
Ég hefði því haldið að það væri rakið dæmi að selja þessa örgjörva hér, en hef enga verslun séð sem selur þetta.
Hvet því tölvuverslanir hérlendis til að taka þetta í sölu!
Haha, þú gerir þér grein fyrir því að flestar ef ekki allar verzlanir á Íslandi panta örgjörva frá stórum birgjum (ekki beint frá Intel) og bæði þær og birgjarnir vilja helst klára sínar birgðir áður en þeir panta inn þessa og bjóða á svipuðu eða sama verði og i7-930

Svolítið óþolinmæði finnst mér í þér, verðið á þessum örgjörvum lækkaði ekki úti (nema í forpöntunum) fyrr en fyrir 1-2 dögum

Re: Core i7 950
Sent: Lau 04. Sep 2010 10:10
af everdark
corflame skrifaði:Erlendis (Amazon.com) munar einungis nokkrum $ á
i7 930 ($284.99) og
i7 950 ($299.99).
Ég hefði því haldið að það væri rakið dæmi að selja þessa örgjörva hér, en hef enga verslun séð sem selur þetta.
Hvet því tölvuverslanir hérlendis til að taka þetta í sölu!
Verðið á 950 var uþb helmingað síðasta mánudag.. svo það er varla hægt að ætlast til þess að þeir séu komnir með þetta í hillur strax, sérstaklega þeir sem eiga birgðir af 930 (sem eru þó líklega ekki margir..)
Re: Core i7 950
Sent: Lau 04. Sep 2010 15:52
af corflame
Ég held þið séuð að misskilja þetta innlegg mitt, er ekki að ætlast til að þessu sé teleportað beint í hillur.
Heldur hugsaði ég sem svo, að fyrst ég sem áhugamaður um vélbúnað veit þann 23. ágúst að það er von á lækkun 30. ágúst, er þá ekki líklegt að þeir sem hafa lifibrauð af verslun með tölvuíhluti geri það líka?
Að þeir hafi hætt að taka inn eldri týpur og panti þetta inn um leið og lækkun hefur átt sér stað?
Ef Amazon getur verið með lækkað verð á þessari týpu frá fyrsta degi, hví geta íslenskar verslanir það ekki 4 dögum síðar?
Var því hissa að þetta væri ekki komið til landsins.
Re: Core i7 950
Sent: Lau 04. Sep 2010 16:03
af corflame
Og í þeim skrifuðu orðum, þá sé ég þetta hjá Tölvutækni:
Kóði: Velja allt
Intel Core i7-950 3.06GHz, LGA1366, Quad-Core, 8MB cache, OEM
Vara #: 1802
Varan er væntanleg á lager 7. september, 2010.
50.900.-Þá þarf maður að fara á stúfana í næstu viku og uppfæra
