Jæja. Hérna kemur semsagt unboxing og ágætis myndashow til að sýna ykkur gripinn. Strípaði flest og setti 2 200mm CM viftur með rauðu ljósi efst í stað þessara einu ljóslausu sem var fyrir. Það var algjört pain in my anus að setja seinni optional viftuna í því það þarf extra langara skrúfur sem fylgdu ekki. Þurfti að fara að grafa neðst í skrúfu kassann til að finna réttan skrúfgang og lengd. En það tókst á endanum. En nóg truflun!
ENJOYHérna er kassinn. Stór og stæðilegur. Greinilegt að hér voru sterar ofnotaðir.

Ágætlega innpakkaður.

Einhver ketlinga bæklingur fylgdi á yfir 23 tungumálum

Kassinn tómur. Dvergar samt gamla HAF 932

Smá stærðarsamanburður að framan

Að aftan

Nýji glugginn og viftan plús viftugöngin

Inní kassann. Vel pakkað inn og snyrtilegt

Tengin úr portunum að framan. Mun fjarlægja USB 3 snúrurnar og SATA tengið.

Rennan til að loka fyrir Power og Reset takkana

Hot Swap drifið

Að innan. Rennur bara beint í SATA power og data tengi

Og hvernig Hot swapið er tengt

Framviftan með Dust filternum af.

Viftu plássið að ofan. Bara ein vifta, ljóslaus, fylgir. Önnur að sömu stærð er hægt að bæta við

Tengin á Front plug frændanum

Fór einnig og keypti þessar tvær elskur í dag. Þær verða settar efst

Front IO tengin eins og ég vil hafa þau. Nokkuð stílhrein.

Ein af 200mm viftunum laus

Kassinn strípaður

PSU coverið og GPU tunnelið orðið laust

Myndarlegur!

Það sem var inní kassanum : Skrúfur, 8 pin power extension, GPU holder, kapalbindi og hjól

Báðar vifturnar lausar úr dauðapakkningunum. Þurfti dúkahníf til að losa þær úr harðplastinu

Báðar komnar í eftir smá basl með skrúfurnar

Kassinn tilbúinn til ísetningar

Allt draslið sem fór út

Þar hafði það. Nú hefst alvöru djobbið að fara allt yfir. Það mun vera fært inn í þráðinn fyrir neðan. Njótið vel drengir.