Síða 1 af 1

Sameina 2 diska

Sent: Þri 31. Ágú 2010 20:35
af yamms
Sælir.

Ég fékk mér tölvu í byrjun ágúst sem kostaði sitt og er mjög góð, t.d. i7 930, 5870 kort, x58móbó og fleira dót.

Ég fékk mér 64gb ssd disk undir stýrikerfið og leikina en nú er hann að fyllast. Er ekki hægt að sameina 2 64 gb þannig að þeir verða að "einum 128gb"

Mæliði kannski frekar bara með því að kaupa einn 128gb disk?
er hægt að sameina einn 64gb disk og svo annan 128gb?

Afsakið þessar fáránlegu spurningar, ég bara veit ekkert um þetta #-o :)

Re: Sameina 2 diska

Sent: Þri 31. Ágú 2010 21:01
af Hvati
Ég mæli frekar með því að þú sparir þér og kaupir þér 1TB+ disk í staðin ;)

Re: Sameina 2 diska

Sent: Þri 31. Ágú 2010 21:29
af yamms
er með nægt geymslupláss :)


ssd er undir leikina og stýrikerfi... set lög, bíómyndir og allt annað inná aðra diska ;)

Re: Sameina 2 diska

Sent: Þri 31. Ágú 2010 21:36
af AntiTrust
Kaupa annan og RAID-a. Færð 128GB pláss og meiriháttar leshraða aukningu.

Re: Sameina 2 diska

Sent: Þri 31. Ágú 2010 21:45
af yamms
AntiTrust skrifaði:Kaupa annan og RAID-a. Færð 128GB pláss og meiriháttar leshraða aukningu.



Takk fyrir þetta svar :) læt verða af því að kaupa mér annan disk þá :D