Síða 1 af 1

ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 23:23
af gullis
Sælir,, var að fá ORION SAMSUNG WISE VIEW TFT-LCD SKJÁ, nágranni minn lét mig hafa hann og sagði mér að borga sér bara eitthvað fyrir hann,, hann vissi ekkert hvað hann ætti að rukka fyrir hann. Ég ætla að láta hann hafa pening um mánaðarmótinn en veit sjálfur ekkert hvað ég á að borga fyrir skjáinn,, hann er í góðu lagi fyrir utan 3 litla dauða pixla punkta sem bögga mann ekki mikið,Og það fylgdi ekki með vga snúra. Bara power snúrann og skjárinn, hvað er réttlátt verð fyrir svona ská ??????????



kv Gulli.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mán 30. Ágú 2010 19:09
af gullis
Haha enginn sem hefur svör á reiðum höndum núna,,,, en þegar maður auglýsir eitthvað til sölu þá vantar ekki kommentinn frá verðlöggunum :lol:

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mán 30. Ágú 2010 19:15
af Cikster
Þú gefur t.d. engar upplýsingar annað en að þetta sé 17 tommu lcd skjár frá Orion. Ef þú hefðir hins vegar gefið upp týpunúmer þannig að svoldið eftir að giska hversu góður skjárinn er.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mán 30. Ágú 2010 21:40
af biturk
svona fimmkall miðað við 3 dauða pixla og ég veit ekki hvað hann er gamall eða hvernig hann lýtur almennilega út


allavega ef þetta væri auglýsing myndi ég ekki borga meira :wink:

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mán 30. Ágú 2010 21:48
af AntiTrust
Býð 3500kr.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Þri 31. Ágú 2010 23:12
af gullis
Alright... þetta er ekki auglýsing btw ;) Vissi bara ekkert hvað ég ætti að gefa manninum fyrir þetta :D annars er serial nr: 03467 Ef þú/einhver getur einhvað fundið um skjáinn,,, væri alveg til í að fá gott mat á þennan skjá ;)

kv Gulli.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Þri 31. Ágú 2010 23:16
af SolidFeather
Hann ætti að borga þér 3000 fyrir að taka við þessu.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Þri 31. Ágú 2010 23:20
af gullis
Haha neinei,, þetta er mjög góður skjár og ég er rosa sáttur við hann,, fínt að losna við túbuskjáinn loksins,, tók alltof mikið pláss ;) Það er Nákvæmlega ekkert að þessum skjá fyrir utan þessar þrjá litlu punkta, Þetta þarf ekki að vera Nýtt til að þetta sé eitthvað gott ;)

Kveðja

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Þri 31. Ágú 2010 23:32
af SolidFeather
Ég myndi aldrei sætta mig við dauðan punkt, hvað þá 3.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mið 01. Sep 2010 12:26
af hagur
Borgaðu honum 3k og málið er dautt. Svona gamlir no-name 17" LCD skjáir eru ekki verðmætir í dag, tala nú ekki um ef hann er með 3 dauða pixla.

Re: ORION 17" LCD SKJÁR.

Sent: Mán 27. Sep 2010 19:50
af gullis
Jæja,, það fór svo að ég greiddi manninum 5000kr fyrir skjáinn :lol: