Síða 1 af 1

Smá vesen með Samsung hd103sj 1 Tb

Sent: Fim 26. Ágú 2010 14:53
af Molfo
Daginn.
Ég setti einn svona í hjá mér um daginn og allt í góðu með það. Setti fullt af gögnum á hann enda hugsaður sem geymsla.
En málið er að ef að ég ætla að færa gögn af disknum, yfir á USB kubb til dæmis, þá er transfer rate alveg ferlega lélegt, var að færa 5.6 gig yfir áðan og var að fá 6.9-7.5 mb hraða.
Það er eins og þetta gangi yfir í bylgjum, hann byrjar fínt en dettur svo niður í þennan hraða. Það koma smá pásur inn á milli líka.
Þetta gerist ekki þegar ég er að færa á kubbinn af öðrum diskum.

Ég er búinn að googla eftir lélegu transfer rate en fann ekkert.
Hefur einhver lent í þessu eða einhverju svipuðu?

Kv.

Molfo

Re: Smá vesen með Samsung hd103sj 1 Tb

Sent: Fös 27. Ágú 2010 21:50
af Molfo
Enginn sem hefur lent í svona vandamálum??
ekkert víst að þetta sé einskorðað við Samsung diska.

Re: Smá vesen með Samsung hd103sj 1 Tb

Sent: Lau 28. Ágú 2010 10:34
af mind
Ég geri ráð fyrir að þú eigir við MegaByte/s

Flestir USB kubbar hafa ekki skrifhraða nema uppá 5MB/s eða svo.

Ef viðkomandi harður diskur er eins tengdur og hinir diskarnir sem þetta virkar fínt með þá myndi ég athuga eftirfarandi:

1) Sata kapalinn getur verið ónýtur
2) Er í lagi með skráarkerfið á diskinum ? chkdsk
3) Harðir diskar staðfesta ekki gögn þegar þau eru skrifuð á sig heldur þegar þau eru lesin upp aftur, ef það koma upp villur við þessa lesningu(bad sectors) þá neyðist diskurinn til að vera alltaf að bakka og leiðrétta. Getur notað búnað frá framleiðanda til að staðfesta hvort þetta vandamál er til staðar.

Hvað skeður þegar þú afritar á milli tveggja harðra diska ?