Síða 1 af 1
Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 19:48
af lalaa111
Var að kaupa mér nýtt móðurborð, cpu, gpu, cpu kælingu og ram var að setja þetta saman og ég beygði 3 pinna pinku pinku lítið rétt svo mikð að hann kemst ekki í socketinn er að spá hvort það sé ekki hægt að laga þetta og á hvaða verkstæði væri berst að fara með þetta (verð skiptir eiginlega ekki mǽli)
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 20:08
af Starman
Flísatöng eða sambærilega netta töng og stöðuga hendi er allt sem þú þarft
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 20:23
af vesley
Farðu frekar með þetta á verkstæði og láttu þá skoða þetta því ef þú brýtur pinna þá er móðurborðið eða örgjörvinn gott sem ónýtt.
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 20:33
af Glazier
http://www.kisildalur.is !!
Farðu með þetta þangað

Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 20:44
af lalaa111
Þetta er btw amd örri 1090t
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 22:58
af Kobbmeister
lalaa111 skrifaði:Þetta er btw amd örri 1090t
Farðu frekar á verkstæði en að eyðileggja hann.
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 23:45
af Leviathan
Veit um einn sem hefur notað sprautunál til að rétta pinnann af. Hann sagði að það væri besta leið sem hann hefði fundið til að gera þetta og hefur víst töluverða reynslu í svona löguðu. Annars beygði ég einusinni nokkra pinna í örgjörvanum mínum aðeins og náði að beygja þá til baka með rakvélablaði bara. Ef ég væri með þennan, hvað þá glænýjan, myndi ég líklegast fara með hann í Kísildal samt.

Re: Beygði cpu pinna
Sent: Mið 25. Ágú 2010 23:59
af bixer
kreditkort er það besta sem ég hef notað en með svona flotta græju farðu þá í kísildal eða eitthvað
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 12:37
af gardar
Ég hef nú alltaf bara notað fingurna við að rétta svona pinna við... En það er líklegast ekkert sniðugasta aðferðin

Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 13:20
af ManiO
Beyglaði eitt sinn nokkra pinna á horni á 939 örgjörva. Skellti bara beygluðu pinnunum fyrst í móðurborðið og sveigði þar til að hinir pössuðu. Sennilega ekki besta aðferðin.
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 13:23
af GuðjónR
Ég braut einu sinni 4 pinna af...lóðaði þá bara á aftur.
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 13:27
af emmi
Fáðu þér bara alvöru cpu, þ.a.e.s. i7, engir pinnar á honum.

Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 15:24
af gardar
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 16:10
af vesley
emmi skrifaði:Fáðu þér bara alvöru cpu, þ.a.e.s. i7, engir pinnar á honum.

*facepalm* pinnarnir eru bara á móðurborðinu í staðinn.
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 18:29
af biturk
ég hef nú bara notast við vashníf......eða eitthvað svipað
Re: Beygði cpu pinna
Sent: Fim 26. Ágú 2010 19:13
af Ulli
Flatt skrúfjárn hefur virkað fyrir mig.
775 er líka með pinnana á í socketinu.
Reyndar eru þetta ekki pinnar leingur.
Þarft að vera snillingur til að getað beiglað svoleiðis.