Hætti allveg að nota stýrikerfið sem ég notaði áður og notaði þetta alltaf þangað til allt í einu bara hvarf partition-ið.
Það kemur í start-up þar stendur nafnið á stýrikerfinu og ég get valið það en svo kemur bara bluescreen og tölvan restartar sér.
Ég gafst upp á því að laga þetta og hefur þetta "dauða" partition bara verið dautt síðan og ég notað stærri helminginn fyrir allt sem ég geri.
Núna var ég að leita að myndum í tölvunni sem ég síðan man að voru inná þessu partition-i og mig vantar þessar myndir.
Hvað get ég gert til að ná þeim aftur ?
Hvað get ég gert til þess að sameina þetta ósýnilega partition "aðal" partinum af harða disknum ?
Er það mögulegt að eitt partition geti bara crash-að og bókstaflega horfið bara og við það er harði diskurinn bara orðinn minni og ekkert hægt að gera ?
Ef ég fer inn í "Disk management" þá sé ég þetta partition þar en það er í raun bara reitur sem stendur 60,01 GB og ég get ekkert gert við hann.
Ef ég hægri smelli og click-a á "Format" þá kemur upp rammi sem stendur nákvæmlega þetta:
Kóði: Velja allt
An unexpected error has occured. Check the System Event Log for
more information on the error. Close the Disk Management console,
then restart Disk Management or restart the computer.