Síða 1 af 1
USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 14:21
af Skari
Sælir, er í smá veseni hér og datt í hug hvort þið gætuð hjálpað.
Var að kaupa mér fartölvu-flakkara og ég get tengt hann við ps3 hjá mér, ekkert mál nema snúran er svo lítil að ég ákvað að fá mér usb framlenginu og þegar það er tengt þá hættir þetta að virka.
Flakkarinn virkar þegar ég með hann tengdan beint við ps3, virkar ekki þegar ég bæti usb framlengingu við :
keypti þetta:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... ory_id=818Ætti þetta ekki að virka ?
Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 14:31
af dadik
Þetta er þekkt vandamál, viðnámið í lengri kaplinum er nógu mikið til að diskurinn fái ekki nægan straum.
Ef ég tengi flakkara við borðtölvuna hjá mér þarf ég stutta snúru, langa snúran sem ég nota fyrir flash-drif, myndavélar o.fl. dugir ekki.
Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 14:34
af FuriousJoe
Getur verslað USB 2.0 framlengingu með magnara, fæst oftast í 5metrum samt

Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 14:53
af Skari
Maini skrifaði:Getur verslað USB 2.0 framlengingu með magnara, fæst oftast í 5metrum samt

Í öllum helstu tölvuverslunum ?
Takk báðir fyrir hjálpina
Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 15:25
af FuriousJoe
Skari skrifaði:Maini skrifaði:Getur verslað USB 2.0 framlengingu með magnara, fæst oftast í 5metrum samt

Í öllum helstu tölvuverslunum ?
Takk báðir fyrir hjálpina
Já myndi búast við því

Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 15:50
af Skari
Er núna kominn með usb framlengingu með magnara og þetta virrkar ekki.. Ekkert að framlengingunni en veit ekki hvað það gæti verið að flakkaranum sem vill ekki ná sambandi í gegnum þetta, búinn að prufa bæði tölvuna og ps3..
Flakkarinn er formataður sem fat32 og virkar eins og ég sagði bara þegar ég er með hann beint tengdan við usb portið en ekkert í gegnum snúruna.
edit: það kemur ljós á hann svo hann er að minnsta kosti að fá einhverja spennu inn á sig
Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 18:54
af BjarkiB
Skari skrifaði:Er núna kominn með usb framlengingu með magnara og þetta virrkar ekki.. Ekkert að framlengingunni en veit ekki hvað það gæti verið að flakkaranum sem vill ekki ná sambandi í gegnum þetta, búinn að prufa bæði tölvuna og ps3..
Flakkarinn er formataður sem fat32 og virkar eins og ég sagði bara þegar ég er með hann beint tengdan við usb portið en ekkert í gegnum snúruna.
edit: það kemur ljós á hann svo hann er að minnsta kosti að fá einhverja spennu inn á sig
Svona annað ekki tengt þessu...Áður en þú ferð að nota flakkarann formatuðu hann sem NTFS. Ef þú þarft að færa file-a yfir 4 gb þá komast þér ekki á diskinn ef hann er formattaður sem FAT32
Re: USB framlenging
Sent: Lau 21. Ágú 2010 18:59
af Skari
Tiesto skrifaði:Skari skrifaði:Er núna kominn með usb framlengingu með magnara og þetta virrkar ekki.. Ekkert að framlengingunni en veit ekki hvað það gæti verið að flakkaranum sem vill ekki ná sambandi í gegnum þetta, búinn að prufa bæði tölvuna og ps3..
Flakkarinn er formataður sem fat32 og virkar eins og ég sagði bara þegar ég er með hann beint tengdan við usb portið en ekkert í gegnum snúruna.
edit: það kemur ljós á hann svo hann er að minnsta kosti að fá einhverja spennu inn á sig
Svona annað ekki tengt þessu...Áður en þú ferð að nota flakkarann formatuðu hann sem NTFS. Ef þú þarft að færa file-a yfir 4 gb þá komast þér ekki á diskinn ef hann er formattaður sem FAT32
Takk fyrir það en ps3 hjá mér finnur ekki flakkarann ef hann er NTFS