Síða 1 af 1
Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 20:29
af Ripparinn
Sælir,
Ég var að kaupa mér örgjörva, móðurborð og vinnsluminni, var semsagt að uppfæra allt í ddr3.
Ég er með Corsair H50 kælingu sem er með smá krefi eftir á, semsagt kælikremi.
Á ég að setja nýtt kælikrem á örgjörvan og þrífa kremið af kælinguni ?
ef svo er hvernig er best að þrífa það og vhar fæ ég efnið til þess að þrífa ?
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 20:30
af FuriousJoe
Já best að skipta um kælikrem, setja eitthvað gott á þetta því þú veist að það líður langur tími þangað til þú skiptir um kælikrem næst

Annars ættiru að fá hreinsivökva fyrir kælikrem í næstu tölvuverslun, þeir fatta strax hvað þú ert að tala um.

Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 20:53
af vesley
Kælikremið á h50 er virkilega gott.....
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 21:25
af mercury
ég hef hingað til notað asington eða hvað sem það heitir. draslið sem konan notar til að þrífa af sér naglalakk. las einhvernstaðar að það væri fínt.... þrælvirkar.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 22:01
af Ulli
Ég hef hingað til ekki notað nein efni?
Er það eithvað verra?
Spyr sá sem ekki veit.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 22:06
af AntiTrust
Ulli skrifaði:Ég hef hingað til ekki notað nein efni?
Er það eithvað verra?
Spyr sá sem ekki veit.
Tjah, þetta er efni sem er undir miklum hita, ekki ólíklegt að það skilji eftir sig ónothæft lag ef þú notar ekki þar til gerð efni. Bensín, spritt, ashington eru efni sem eru oft notuð, ætla ekki að fara með það hvert þeirra er sniðugast að nota - en svo eru til spes CPU cooling hreinsiefni ásamt spes CPU cooling prep efnum, sem eiga að binda kælikremið betur við sökkulinn.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 22:08
af OverClocker
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Þri 17. Ágú 2010 22:20
af biturk

ég nota svona þegar liggur vel á mér
annars nota ég svona

Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 19:32
af TechHead
Hreinsað bensín úr apótekinu, nough said.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 20:15
af gardar
99% isopropanol er það sem atvinnumennirnir nota, fæst í næsta apóteki og í spraybrúsa formi hjá íhlutum.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 20:23
af svanur08
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 20:38
af lukkuláki
Já 30 ml. fyrir 2000 kall !
Farðu bara á næstu SHell bensínstöð og kauptu Isopropyl Alcohol (IPA) isopropanol
Kostar einhvern 1500 kall 1 líter. Svo bara góðan rykfrían klút og þetta er komið.
http://en.wikipedia.org/wiki/Isopropyl_alcohol
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 20:57
af Dazy crazy
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 21:01
af GuðjónR
TechHead skrifaði:Hreinsað bensín úr apótekinu, nough said.
Atvinnumennirnir nota hreinsað bensín, ég hef tvisvar þurft að þrífa svona krem af örgjörva og kælingu og ég notaði það sem hendi var næst (spritt) og eyrnapinna.
Re: Þrif á örgjörva ?
Sent: Mið 01. Sep 2010 23:32
af dragonis
GuðjónR skrifaði:TechHead skrifaði:Hreinsað bensín úr apótekinu, nough said.
Atvinnumennirnir nota hreinsað bensín, ég hef tvisvar þurft að þrífa svona krem af örgjörva og kælingu og ég notaði það sem hendi var næst (spritt) og eyrnapinna.
Ef þið eigið kellu heima þá er málið að nota A grade Nail polisher killer stuff
