Síða 1 af 1

Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 01:02
af Son of a silly person
Daginn. Ég gerði mér ferðalag hringinn kringum landið og keypti tölvu í leiðinni. Búsettur á fáskrúðsfyrði. Kísildalur varð fyrir valinu, ég var búinn að vera í sambandi með hvað ég hafði í huga. Var stjanað við mig fram yfir lokun daginn sem ég kom við í dalnum. Val á hlutum staðfest og allir sáttir. Fékk ég vélina tveim dögum síðar :) Sagði ég bless við borgina og hélt austur á leið heim. Þannig frá fyrsta tölvupósti til afhendingar var svona vika. Ekki ósáttur með það.

Nokkrar myndir:

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Ekki glæsilegustu myndir heims en dugar. Ekki er ég fagmaður :)

Þetta er semsagt:

Kassi: Antec p183

Aflgjafi: Tagan 1100w

Móðurborð: Asrock 890FX deluxe 3

Örgjörvi: Amd Phenom II X6 1090T

Vinnsluminni: Geil 8gb black dragon DDR3 PC-3 10660 CL6 DC

SSD: Mushkin Calisto 120GB 285/275MB/s R/W Trim stuðningur. Diskurinn var ekki kominn til landsins þegar samsettning átti sér stað, fæ hann seinna. Ekkert að því :)

Skjákort: 2 PowerColor Radeon HD 5870 PCS+ 1024MB í crossfire

Örgjafakæling: Scythe Mugen 2

Geisladrif: LG Blu-ray combo drif

Kassaviftur: 4 Gelid silent 12 120mm 1000rpm (20,2db) 37cfm

Er ég mjög svo sáttur með þetta allt saman. Alveg frá A til Ö Frágangur á vélinni við afhendingu frábær. Allir kaplar og allt bara mjög snyrtilegt. Vélinn nánast alveg hljóðlaus, þarf að leggja eyrun við vifturnar til að heyra eitthvað :) Finn fínan blástur þegar ég set hendurnar yfir. Get ekki annað sagt enn að Kísildalur fái 11 frá mér. Mæli mjög sterklega með þeim. Öll vandamál leyst og ekkert vesen. Bara olnbogafeiti og sviti! Eins og það á að vera =D>

Hvað varðar yfirklukkun þá sé ég ekki þörf á því, og ef þess þarf þá prófa ég sjálfvirku kerfin sem AMD/ATI bjóða uppá :twisted:

Að lokum vil ég þakka fyrir gott hljóð og vona að þetta hafi verið ykkur til einhvers fróðleiks og skemmtunar. Góðar stundir
Annars já bara kátur og sáttur :8)

Son of a silly person out!

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 01:21
af GullMoli
Sweeeet!! Til hamingju med thessa mulningsvel! :D

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 02:03
af Frost
Flott þessi vél og algjör fegurð að horfa inní kassann hjá þér. Til hamingju.

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 07:44
af ZoRzEr
Þetta er engin smá vél félagi. Mátt alveg vera stoltur af þessari.

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 08:44
af Son of a silly person
Takk fyrir :D

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Þri 17. Ágú 2010 23:45
af Son of a silly person
Ég prófaði ATI Overdrive og fékk ekki eins niðurstöður?

Kortin eru orginal 875/1225

nr. 1 er núna 935/1290
nr. 2 er núna 990/1440

Skjárinn er tengdur við kort 1

Alls ekki að það sé eitthvað vandamál. Finnst bara skrítið að það sé munur á kortonum. Tvö eins kort og bæði klukkuð með ATI Overdrive.

Ég veit ekki með örgjafan. AMD Overdrive tekur svo langan tíma í auto clock læt það bíða þangað til ég finn eitthvað sem kallar á meira afl :shock:

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 00:04
af TestType
Hólí mólí, þvílík draumavél! Má maður forvitnast hvað herlegheitin kostuðu?

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 00:22
af Son of a silly person
TestType skrifaði:Hólí mólí, þvílík draumavél! Má maður forvitnast hvað herlegheitin kostuðu?


Kringum 365.000kr ég bjóst við meiri kostnaði en eins og áður þá komu strákarnir í dalnum með tilboð til að toppa öll tilboð =D>

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 01:34
af svanur08
held ég myndi yfirklukann hann í svona 4GHz til að fá sem mest út úr kortunum

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 01:36
af Lallistori
Flott setup =D>

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 16:09
af Son of a silly person
Ég læt AMD Overdrive vinna vinnu sýna í kvöld/nótt. Nota auto clock [-o<

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 16:14
af JohnnyX
djöfulsins massíva vél! Til hamingju með þetta! :D

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 17:59
af Leviathan
Til hamingju með vélina!

Svona fyrst þú nefndir AMD overdrive; Ef maður er að nota AMD overdrive og vélin verður óstöðug og krassar við ákveðið OC, eru það þá voltin á örgjörvan sem maður á að hækka?

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 18:09
af Son of a silly person
Það sem ég hef lesið um þetta. Þá er viðvörun þegar maður opnar forritið að AMD tekur enga ábyrgð á skemmdum :twisted:

Auto clock á að redda þessu öllu. Voltum og öllu, Kerfið gerir stöðuleika prófanir og finnur það besta fyrir 24/7 keyrslu. Með smá google fann ég að fólk er að ná 3.8 - 4.2 fer eftir kælingu og uppsettningu.

Ég ætla að setja Auto clock af stað í kvöld þegar ég fer í háttinn og þegar ég vakna. Hver veit? [-o<

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 20:45
af TestType
Ef þú ætlar að overclocka á annað borð myndi ég eyða smá tíma í að kynna mér hvernig overclock á örgjörvum virkar. Það er ekkert rocket-science og hreinlega barnaleikur ef þú ert með unlocked multiplier sem 1090t hefur. Þú getur lært öll undirstöðu atriðin með smá lestri, myndi marg borga sig.

Þessi auto-overclock virka mörg alveg ágætlega eftir því sem ég hef lesið en geta í einstaka tilfellum haft skrítin áhrif, sérstaklega ef þau overclocka í gegnum front side bus á móðurborðinu sem ég held nú að flest auto-overclock gera. Í einhverjum tilfellum droppar það multipliernum á vinnsluminninu til öryggis og gerir það þar með hægara.

edit: "multiplayer" breytt í "multiplier" :P

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Mið 18. Ágú 2010 23:35
af Son of a silly person
Ég hef verið að lesa mig til og kynna mér þetta. Ætla að gefa mér tíma í þetta. Þakka ráðgjöfina :)

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Fim 19. Ágú 2010 01:58
af Son of a silly person
Eftir um 2klst lestur hef ég lesið að flestir segja að þetta sé biti af köku. Samkvæmt http://www.guru3d.com/article/phenom-ii ... t-review/6 Ættu 1.4v og multiplier í 20 að gera 4ghz

Ég er núna með 3.6ghz á ölum kjörnum án volt breytinga. Hef aldrei fiktað með volt. Oftast bara látið stöðuga klukku án volt breytinga duga. Er ekki best að breyta voltum í þrepum en ekki bara hoppa beint í 1.4 og 20 multiplalier? Smá smeykur við rafmagn:)

Re: Amd Phenom II X6 1090T Crossfire :) Kísildalur

Sent: Fim 19. Ágú 2010 11:05
af chaplin
1.404v @ 4.0 GHz hjá mér undir álagi, mjög algengt að menn þurfi 1.45v til að ná sama overclocki.