Síða 1 af 1
Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:14
af Hargo
Konan á Macbook fartölvu og er farin að kvarta undan því að tölvan sé of hæg þegar hún er að vinna í mörgu í einu. Ég ætlaði því að stækka vinnsluminnið hjá henni en núna er hún með 1GB DDR2 667MHz (2x 512MB) í RAM.
Ég fór því á stúfana og ætlaði að skella mér á 2x1GB kubba fyrir hana. Fékk nett áfall þegar ég sá að verðið á svoleiðis grip er
23.900 hjá computer.is og ég myndi þurfa tvö svoleiðis stykki, þar með samtals 47.800kr.
Er þetta svona dýrt því þetta er eitthvað official Apple vinnsluminni? Er lítið inn í þessum Apple málum, hélt það væri bara jafn ódýrt að uppfæra vinnsluminnið í þessum vélum eins og PC.
Fann Super Talent 2GB vinnsluminni í Apple fartölvur hjá
buy.is á 8.990kr. Er maður ekki alveg safe að taka það? Er það þá ekki Apple certified eða eitthvað álíka?
Er búinn að vera að reyna að senda þeim hjá buy.is póst en þeir svara mér aldrei...
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Mið 11. Ágú 2010 03:31
af darkppl
þú getur hríngt í buy.is það er símanúmer á síðuinni
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Mið 11. Ágú 2010 07:26
af einarhr
Ég veit ekki betur en að það séu standard DDR2 667mhz vinnsluminni í þessum MacBook Pro
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Mið 11. Ágú 2010 11:20
af oskarom
Hei þetta er vel orðað hjá þér... Apple = dýrt spaug.
Takk fyrir þetta, núna get ég farið að vinna

kv.
Oskar
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 20:31
af Kristján Gerhard
Sæll,
Þú þarft ekki Apple certified minni eða neitt sérstakt. Það eina sem að þú þarft að passa er að kaupa
sama pc-rating og er í vélinni. Samkvæmt öllu ætti að vera hægt að kaupa betra minni og það
keyri bara á lægri klukkuhraða en mín reynsla er að svo er ekki.
KG
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 20:37
af aevar86
Þetta er dýrt spaug..
Ég uppfærði tölvuna hjá pabba mínum með "venjulegum" ddr2 kubbum og það er komið ár síðan, þannig að ég held þú sért alveg safe þó þú
látir þá ekki ræna þig..
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 22:10
af rapport
En veistu, ef þu kaupir ekki þessa á 24þ þá mun enginn raunverulegur Apple maður geta horft á þig sömu augum aftur...
Þetta er bara svik og prettir hjá þér að gera þetta, ótrúlegt...
Það vita ALLIR að APPLE vörur með þessu logoi eru bara bestar og það þarf ekkert að ræða frekar, það er ekki séns að fá jafn góða eða betri vöru fyrir minni pening...
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 22:16
af GuðjónR
rapport skrifaði:Það vita ALLIR að APPLE vörur með þessu logoi eru bara bestar og það þarf ekkert að ræða frekar, það er ekki séns að fá jafn góða eða betri vöru fyrir minni pening...
heyr heyr !!!
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 22:18
af Hargo
Spurning hvort konan fái ekki bara vírus í tölvuna með því að vera með non-Apple vinnsluminni, svona í stíl við áróðurinn sem er í gangi í útvarpinu núna
Jón átti að skila ritgerð. Kvöldið fyrir skiladaginn fékk hann vírus. Hann átti ekki Apple tölvu....or something like that.
Búinn að finna hentugt vinnsluminni á ebay stores sem ég ætla að kaupa. Það er meira að segja frá Apple en er notað þannig að ég fæ það ódýrt. Þannig að ég mun ekki svíkja lit (já eða konan öllu heldur, ég á Thinkpad) og hún mun vera áfram Apple certified. Thank God for that...
Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 22:35
af rapport
GuðjónR skrifaði:rapport skrifaði:Það vita ALLIR að APPLE vörur með þessu logoi eru bara bestar og það þarf ekkert að ræða frekar, það er ekki séns að fá jafn góða eða betri vöru fyrir minni pening...
heyr heyr !!!
m.v. undirskriftina þína þa ertu ekki að fatta að ég er að reyna vera kaldhæðinn...

Re: Uppfærsla á Apple vinnsluminni - dýrt spaug?
Sent: Fös 13. Ágú 2010 22:43
af Minuz1
rapport skrifaði:GuðjónR skrifaði:rapport skrifaði:Það vita ALLIR að APPLE vörur með þessu logoi eru bara bestar og það þarf ekkert að ræða frekar, það er ekki séns að fá jafn góða eða betri vöru fyrir minni pening...
heyr heyr !!!
m.v. undirskriftina þína þa ertu ekki að fatta að ég er að reyna vera kaldhæðinn...

ohhh ég held að viti hvað hann er að tala um....bara eitthvað að villast gæðingurinn
