Síða 1 af 1

Vesen með dauðan raid flakkara

Sent: Þri 10. Ágú 2010 16:56
af dori
Sælir,

Ég er með dauðan flakkara sem var með tvo diska í raid 0 (striped). Diskarnir eru í góðu lagi og mig langar ótrúlega mikið að komast aftur í gögnin en þar sem raid stýringin var í flakkaranum veit ég ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu máli.

Ég er búinn að prufa að setja þetta í annað sams konar box (á að vera með sömu stýringu, en er samt önnur útgáfa) og það vildi ekki virka. Þekkið þið einhverjar leiðir sem er hægt að fara í þessu aðrar en að kaupa annað nákvæmlega eins box (það sökkaði og ég vil síður eyða pening í annað slíkt)? Það hlýtur bara að vera til einhver hugbúnaður sem hjálpar mér að endurbyggja raid arrayið.

Re: Vesen með dauðan raid flakkara

Sent: Þri 24. Ágú 2010 01:49
af dori
Enginn sem veit um eitthvað tól sem gæti hjálpað mér? Raid arrayið var með HFS skráarkerfi sem öll þau tól sem ég hef fundið nú þegar hafa koxað á. Einhver sem kann mdadm-fu og vill deila upplýsingum um hvernig --build optionið virkar? Ég reyndi mdadm -A og það sagði mér að diskarnir væru ekki með superblock þannig að mig langar aðeins að fræðast um --build og hvort það geti bjargað mér.

Ég er líka sjúklega hræddur við að gera eitthvað sem eyðir gögnum (það er eins og allir hugsi að fólk vilji bara búa til nýtt raid) þannig að allt sem formattar er óó.