Síða 1 af 1

Unboxing a Gigabyte GTX 460 1GB OC

Sent: Mán 09. Ágú 2010 04:14
af Saber
Góða nótt vaktarar! :nerd_been_up_allnight

Mynd

Jæja þá var maður að versla sér kortið sem allir eru að tala um þessa dagana. GTX 460 kortið er klárlega mesta bang-for-the-buck kortið núna, sérstaklega vegna hversu auðvelt er að ná mikilli yfirklukkun á því. 1GB útgáfan skilar þónokkuð meira afli í háum upplausnum, sem ætti að henta 27.5" Hanns.G skjánum mínum betur. :8)
Ég ætlaði að fá mér MSI Cyclone 1GB kortið en það varð uppselt, þá var ákveðið að reyna fá EVGA kort, en ég meikaði ekki biðina eftir því svo ég stökk á Gigabyte kortið á endanum.

Mynd

Eins og sjá má, þá er bundle-ið bara bare basics (afsakið sletturnar), ekkert verið að fylla kassann af demo-um og trial-um. Bara sáttur með það. (Það vantar driver diskinn á myndina)

Mynd

Nokkuð vígalegt kort. Kælingin á þessu á víst að vera ein sú besta sem fáanleg er á 460 kortunum og það besta við þessa kælingu er að hún er nánast dead silent! Rykhlífar á tengjunum er sniðug viðbót.

Mynd

Afturendinn á kortinu. Tveir 6 pinna power pluggar. Það sést ekki á þessarri mynd (og ég gleymdi að skoða það nógu vel) en m.v. það sem ég hef lesið á spjöllum úti, þá eiga að vera heatsink á VRM-unum (voltage regulator module). Ég sá þó að heatsink-ið á GPU-inu nær ekki snertingu við minnin, svo þau eru ókæld.

Mynd

Kortið komið í. Það ætti nú að vera ágætis air-flow innan í þessum kassa en mér finnst dótið keyra frekar heitt hjá mér, en ég fer í það seinna.

Mynd

Black is beautiful.

Mynd

Jæja þá er kortið komið í gagnið. Gekk alveg klakklaust fyrir sig. Ég er langt kominn með að yfirklukka það eins og ég get og stefni að því að gera annan þráð um það í yfirklukkunardálknum hér á vaktinni. Stay tuned.

Re: Unboxing a Gigabyte GTX 460 1GB OC

Sent: Mán 09. Ágú 2010 04:28
af svanur08
Já þetta er gott skjákort er með sama kortið, Gigabyte var fyrst fyrir valinu hjá mér, kannski af því ég er gigabyte fan, enda fíla ég Custom PCB Ultra Durable VGA :D

Re: Unboxing a Gigabyte GTX 460 1GB OC

Sent: Mán 09. Ágú 2010 08:27
af Danni V8
Var að spá í að gera svona unboxing þegar ég fékk GTX480 kortið mitt... en var svo spenntur að ég ákvað að sleppa því og henda því bara beint í :D


En til hamingju með kortið, verður ekki svikinn af þessum grip ;)

Re: Unboxing a Gigabyte GTX 460 1GB OC

Sent: Mán 09. Ágú 2010 11:48
af Gilmore
Til hamingju með frábært kort. :)

Ég vildi að það væri svona flott kæling á mínu GTX480, örugglega mikið betri og hljóðlátari kæling en þessar litlu standard hárþurrkaraviftur.

Re: Unboxing a Gigabyte GTX 460 1GB OC

Sent: Mán 09. Ágú 2010 11:55
af GullMoli
Gilmore skrifaði:Til hamingju með frábært kort. :)

Ég vildi að það væri svona flott kæling á mínu GTX480, örugglega mikið betri og hljóðlátari kæling en þessar litlu standard hárþurrkaraviftur.


Ohh, já.

En annars, til lukku með kortið :D verður ekki svikinn af því.