Síða 1 af 1

Lifecam Cinema vesen.

Sent: Lau 07. Ágú 2010 20:03
af Gilmore


Ég keypti Microsoft Livecam Cinema um daginn og setti hana up í gær. Allt virkaði 100%, þangað til í morgun þá get ég ekki notað upplausn hærri en 640x360, ef ég fer hærra þá fæ ég bara brenglaða mynd eða bara svartan skjá og enga mynd.

Ég fór með vélina í Tölvutek í dag þar sem ég keypti hana og hún virkaði fínt hjá þeim, ég fékk meira að segja að fara á bakvið og skoða sjálfur. Ég botna ekkert í þessu. Ég er búinn að prófa alla drivera fyrir vélina og uppfæra Nvidia driverana líka og meira að segja gera update á Windows.

Hefur einhver lent í þessu?