Síða 1 af 1
Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 12:52
af nonni95
Hef hérna 3 pælingar
1. Getur loftpressa skaðað vélbúnaðinn?
2. Þarf að passa að vifturnar snúast ekki eða er það allt í lagi
3. Getur myndast stöðurafmagn
Og ef það eru eitthver tips við að hreinsa tölvu með loftpressu endilega komið með þau
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 12:57
af vesley
skellir einhverju á milli viftunnar eins og eyrnapinna svo vifturnar snúast ekki því ef þær fara of hratt þá skemmast legurnar í þeim.
Þetta er í rauninni öruggasta aðferðin ( loftpressa og loft í brúsa)
Þú passar að vera ekki að blása á fullum krafti þar sem það gæti skemmt búnað.
Þetta er mjög auðvelt bara blása rykið burt með sæmilegum krafti. Svo þú náir alveg örugglega burt. Ekki flókið.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 13:10
af IL2
Kanski spurning um raka og/eða olíu í loftinu ef þú notar loftpressu.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 13:11
af JohnnyX
IL2 skrifaði:Kanski spurning um raka og/eða olíu í loftinu ef þú notar loftpressu.
tek undir þetta. Oft gott að sprauta í bréf eða tuska til að tjékka hvort einhver raki sé í kútnum
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 13:40
af nonni95
JohnnyX skrifaði:IL2 skrifaði:Kanski spurning um raka og/eða olíu í loftinu ef þú notar loftpressu.
tek undir þetta. Oft gott að sprauta í bréf eða tuska til að tjékka hvort einhver raki sé í kútnum
Ferð það alveg með tölvuna ef það er smá raki? auðvitað myndi maður ekki kveikja á tölvunni strax heldur láta hana standa til að losna við rakann eftir á
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 13:42
af vesley
nonni95 skrifaði:JohnnyX skrifaði:IL2 skrifaði:Kanski spurning um raka og/eða olíu í loftinu ef þú notar loftpressu.
tek undir þetta. Oft gott að sprauta í bréf eða tuska til að tjékka hvort einhver raki sé í kútnum
Ferð það alveg með tölvuna ef það er smá raki? auðvitað myndi maður ekki kveikja á tölvunni strax heldur láta hana standa til að losna við rakann eftir á
Það er ekki verið að tala um neina gusu af raka að koma úr pressunni. Sprautaðu bara smá útí loftið í nokkrar sekúndur og þá ætti það að verða fínt.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 14:05
af zdndz
smá info sem kemur þessu ekki beint við, er með rúmlega eins árs tölvu sem hefur aldrei verið rykhreinsuð, notaði bara eyrnapinna til að hreinsa rykið í örgjavaviftunni og skjákortsviftunni og hitinn á örgjavanaum var 60° en er núna 53 þegar hann er á fullu og skjákortið var 61° og er núna 54°

Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 15:50
af nonni95
og gleymdi að spurja um: er eitthvað öðruvísi við að rykhreinsa fartölvu, er eitthvað sem þarf að varast?
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 16:05
af zdndz
Skiptir miklu máli hversu öflug loftpressan er? er þetta ekki e-ð fínt og ódýrt stuff til að nota -->
http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=11&ew_7_p_id=52814&product_category_id=1839
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 17:06
af IL2
Í sjálfu sér kemur það málinu ekkert við hversu dýr eða ódýr pressan er. Það er frekar spurningin um kraft; þ.e.a.s. hversu mörg bör hún getur blásið og hve lengi.
Því dýrari því öflugri og líklega með stærri tank og hægt að stilla hana betur og líklegri til að vera með olíu- og rakaskilju.
Þessi sem þú ert með linkinn á er allt í lagi fyrir svona. Aðal málið er að halda viftunum kyrrum. Færð ekki mikinn kraft úr henni samt.
Ég myndi athuga í Verkfæralagernum og Múrbúðinni með dælur líka upp á verð.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 17:21
af vesley
Þessi er til að láta á dekk s.s. ventill. þannig hún mun ekki virka.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 18:13
af hauksinick
Er hann að spurja hvar hann fær loftpressu ?
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 18:15
af zdndz
hauksinick skrifaði:Er hann að spurja hvar hann fær loftpressu ?
Meigið endilega benda mér á ef þið vitið um eitthverja ódýra..

Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Fös 06. Ágú 2010 19:26
af nonni95
nonni95 skrifaði:og gleymdi að spurja um: er eitthvað öðruvísi við að rykhreinsa fartölvu, er eitthvað sem þarf að varast?
veit eitthver

Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Lau 07. Ágú 2010 18:52
af zdndz
nonni95 skrifaði:og gleymdi að spurja um: er eitthvað öðruvísi við að rykhreinsa fartölvu, er eitthvað sem þarf að varast?
væri gaman að fá að vita, þeir sem hafa rykhreinsað fartölvu..
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Sun 08. Ágú 2010 19:59
af zdndz
zdndz skrifaði:nonni95 skrifaði:og gleymdi að spurja um: er eitthvað öðruvísi við að rykhreinsa fartölvu, er eitthvað sem þarf að varast?
væri gaman að fá að vita, þeir sem hafa rykhreinsað fartölvu..
er ekki eitthver sem langar að commenta
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Sun 08. Ágú 2010 20:51
af starionturbo
Getur alveg notað þessa sem þú bentir á hjá byko.
þarft reyndar að skera endann af slöngunni.
Svo kannski geturu mixað ventil á endann á slöngunni til að byggja upp þrýsting

Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Sun 08. Ágú 2010 21:06
af GuðjónR
Ég hef notað prebena polaris 402 lofpressu sem ég á.
Maður verður að passa sig á því að skemma ekki örgjörva vifturnar með þessum mikla lofþrýsing, þær fara alveg á yfirsnúning.
Líka að passa sig að fara ekki of nálægt með loftstútinn annars hreinsar maður þéttana og draslið af móbóinu.
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Sun 08. Ágú 2010 21:17
af rapport
Ég fjárfesti í svona fjölnotagræju og sé ekki eftir því...
http://www.youtube.com/watch?v=_q_ifItT5i8
Re: Rykhreinsa með loftpressu
Sent: Sun 08. Ágú 2010 21:21
af GuðjónR
hahahahaha snilld
