Síða 1 af 1
E7400 eða Q9550
Sent: Mið 28. Júl 2010 15:16
af Turiel
Ég er að fá smá auka pening frá skattinum og ég er að velta því fyrir mig hversu betur settur ég væri með Q9550 ég er með E7400 atm.
Skjákortið er Geforce 9600
Ram 4Gig
MB: Circa eins árs MSI móðurborð
Keyri bæði Win7(64) og xp(86).
Er ég mikið betur settur með q9550 eða ekki?
Re: E7400 eða Q9550
Sent: Mið 28. Júl 2010 16:30
af KrissiK
jú miklu betra

Re: E7400 eða Q9550
Sent: Mið 28. Júl 2010 17:02
af JohnnyX
Græðir mikið á þessu ef þú ert í myndvinnslu o.þ.h. og jafnvel í BF:BC2
Re: E7400 eða Q9550
Sent: Mið 28. Júl 2010 22:52
af Turiel
Væri Sjáanlegur munur í tölvuleikjum yfir höfuð?
Re: E7400 eða Q9550
Sent: Mið 28. Júl 2010 22:55
af svanur08
Turiel skrifaði:Ég er að fá smá auka pening frá skattinum og ég er að velta því fyrir mig hversu betur settur ég væri með Q9550 ég er með E7400 atm.
Skjákortið er Geforce 9600
Ram 4Gig
MB: Circa eins árs MSI móðurborð
Keyri bæði Win7(64) og xp(86).
Er ég mikið betur settur með q9550 eða ekki?
væri meira vit í að fá sér aðeins betra skjákort frekær
Re: E7400 eða Q9550
Sent: Fim 29. Júl 2010 11:55
af Danni V8
Ég var með næstum eins setup einu sinni, reyndar var það E7300 örgjörvi.
En ég keypti til að byrja með GTX 275 til að bæta FPS.
Í sumum leikjum græddi ég helling á því en í öðrum græddi ég ekki neitt. Battlefield Bad Company 2 og Grand Theft Auto 4 voru þeir sem ég græddi minnst á að skipta um skjákort í.
Síðan skipti ég í Q9550 og það munaði alveg lygilega miklum í þessum tveim leikjum. Græddi 15-20fps að meðaltali í þeim báðum bara á því að skipta um örgjörvann, sem er slatti þegar þessir leikir voru að keyra á 12-16fps og fóru stundum niðurfyrir 10fps þegar mjög mikið var að gerast.
Gamli örgjörvinn var að bottlenecka skjákortið svona svakalega mikið.
En það er samt erfitt að segja hvort þú ættir að skipta um fyrst, örgjörvann eða skjákortið. Því ef þú skiptir bara um annað hvort þá endar hitt sem bottleneck fyrr frekar en síðar.